Zaha í stuði gegn lærisveinum Gerrards | Dramatík víða á Englandi Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 16:25 Wilfried Zaha er í fantaformi. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Fjórir leikir voru á dagskrá um miðjan dag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Í þremur þeirra voru mörk á lokakaflanum sem skiptu sköpum. Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar. Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Crystal Palace tók á móti Aston Villa á Selhurst Park í Lundúnum. Ollie Watkins kom Aston Villa yfir eftir aðeins fimm mínútna leik eftir að Leon Bailey sendi hann í gegn. Palace svaraði tveimur mínútum síðar þegar Wilfried Zaha afgreiddi boltann vel fram hjá Emiliano Martínez. Mark var þá dæmt af Jeffrey Schlupp á 26. mínútu eftir endurskoðun myndbandsdómara og 1-1 stóð í hléi. Palace fékk vítaspyrnu á 58. mínútu eftir að Lucas Digne handlék knöttinn innan teigs. Zaha steig á punktinn en Martínez varði. Boltinn féll hins vegar beint fyrir fætur Zaha sem skoraði annað mark sitt í leiknum. Jean-Philippe Mateta innsiglaði þá 3-1 sigur Palace á 71. mínútu með sinni fyrstu snertingu í leiknum eftir að hafa komið inn á sem varamaður skömmu áður. Sigur Palace er sá fyrsti hjá liðinu í vetur eftir tap fyrir Arsenal og jafntefli við Liverpool í leikjunum á undan. Liðið er með fjögur stig í tíunda sæti en Aston Villa er með þrjú stig í 14. sæti. Fyrsta stig Everton Lærisveinar Lampards fengu fyrsta stigið sitt í vetur.Stu Forster/Getty Images Í Liverpool-borg tók Everton á móti Nottingham Forest en lærisveinar Franks Lampard voru án stiga fyrir leikinn. Markalaust var í leiknum allt fram á 81. mínútu þegar Brennan Johnson kom Nottingham Forest yfir. Þeirri forystu héldu nýliðarnir í sjö mínútur en á 88. mínútu átti markvörðurinn Jordan Pickford glæsilega sendingu yfir vörn Forest, og fann Demarai Gray sem lék á Dean Henderseon, markvörð Forest, og jafnaði leikinn sem lauk 1-1. Forest er eftir jafnteflið með fjögur stig í ellefta sæti en Everton er með eitt stig í 16. sæti. Mitrovic hetja Fulham Mitrovic var hetja Fulham.Eddie Keogh/Getty Images Fulham fór vel af stað gegn Brentford, sem vann 4-0 sigur á Manchester United síðustu helgi. Bobby Decordova-Reid skoraði á fyrstu mínútu leiksins og Portúgalinn Joao Palhinha tvöfaldaði forystuna á 20. mínútu. Daninn Christian Nörgaard minnkaði muninn rétt fyrir hlé og staðan 2-1. Ivan Toney skoraði snemma í síðari hálfleik fyrir Brentford en markið var dæmt af eftir endurskoðun myndbandsdómara. Toney lét það ekki á sig fá og skoraði öðru sinni, í þetta skipti löglega, er hann jafnaði leikinn á 71. mínútu. Fulham sýndi hins vegar mikinn karakter eftir að hafa misst forystu sína niður þar sem Serbinn Aleksandr Mitrovic skoraði sigurmark liðsins á 90. mínútu. Fulham er því áfram taplaust og fagnar sínum fyrsta sigri í vetur. Liðið er með fimm stig í fjórða sæti, stigi á undan Brentford sem er með fjögur stig sæti neðar. Leicester í brasi Adams fór fyrir Southampton.Marc Atkins/Getty Images Á King Power-vellinum tók Leicester á móti Southampton. Markalaust var í hléi en James Maddison, sem hefur verið orðaður við Newcastle, kom Leicester yfir á 54. mínútu. Leicester hélt forystunni í tæpt korter þar sem Che Adams jafnaði leikinn á 68. mínútu leiksins. Hann var þá aftur á ferðinni þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka er hann skoraði sitt annað mark og tryggðu Southampton 2-0 sigur. Southampton vann þar með sinn fyrsta sigur í vetur og er með fjögur stig í 12. sæti. Leicester er með eitt stig í 18. sæti deildarinnar.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira