Félög í ensku úrvalsdeildinni eytt meiru í einum glugga en nokkru sinni fyrr Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 11:30 Darwin Nunez er dýrasti leikmaður félagsskiptagluggans til þessa. Nick Taylor/Liverpool FC/Liverpool FC via Getty Images Með kaupum föstudagsins bættu félög í ensku úrvalsdeildinni met yfir eyðslu í einum félagsskiptaglugga. Þá voru tólf dagar eftir af glugganum og líklegt að meira bætist við. Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan. Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Rannsóknarblaðamaðurinn Nick Harris, sem sérhæfir sig í fjármálum fótboltaheimsins tók saman lista yfir eyðslu félaganna á föstudag. Hann bendir á að alls hafi félög í deildinni eytt 1,465 milljörðum punda í leikmannakaup í sumar. Það jafngildir meira en 243 milljörðum íslenskra króna. Þetta er þrátt fyrir að Leicester City hafi ekki eitt einni krónu í félagsskipti í sumar og því aðeins 19 lið í deildinni sem koma að tölunni. Þá eru ekki tiltalin tilvonandi kaup Manchester United á Brasilíumönnunum Casemiro og Antony sem eru taldir kosta samtals um 140 milljónir punda. Chelsea er efst á lista yfir eyðslu í sumar en félagið hefur keypt leikmenn fyrir 179 milljónir punda. Chelsea hefur einnig eytt mestu umfram sölur, 161 milljón. Nýliðar Nottingham Forest hafa farið mikinn og eftir kaupin á Morgan Gibbs-White frá Wolves fyrir yfir 40 milljónir í vikunni er eyðsla liðsins orðin 142 milljónir, og 137 umfram sölur. Premier League clubs have today (Friday) broken the record for one summer's transfer spending, with 12 days of this window remaining. The £1.465bn so far beats the £1.43bn from 2017. Seven of the 20 clubs have spent £100m+ each, led by Chelsea & Forest. pic.twitter.com/AJyq1Y4KmM— Nick Harris (@sportingintel) August 19, 2022 Alls hafa sjö lið; West Ham, Arsenal, Tottenham, Wolves og Manchester City, auk ofan nefndu félaganna tveggja, borgað umfram 100 milljónir í sumar. Manchester United mun þá bætast við þann lista þegar það gengur frá kaupum á fyrrnefndum Brasilíumönnum síðar í sumar. Manchester City sker sig þó úr frá öðrum stórum liðum þar sem félagið hefur selt fyrir töluvert meira en það hefur keypt. Það er eina liðið sem hefur selt fyrir meira en 100 milljónir, alls 168 milljónir punda, og hefur það því skilað rúmlega 63 milljóna punda hagnaði þegar litið er til kaupa og sala. Allan listann má sjá í tístinu að ofan.
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira