Klopp sýnir Ten Hag enga samúð Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 08:01 Erik ten Hag og Jürgen Klopp verða á hliðarlínunni á Old Trafford í kvöld þegar Manchester United og Liverpool mætast í leik þar sem bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda. Getty/Mike Hewitt Hollendingurinn Erik ten Hag stendur nú í svipuðum sporum og Þjóðverjinn Jürgen Klopp var í fyrir sjö árum. Ten Hag er ætlað að koma stórveldi Manchester United aftur í hæstu hæðir en strax heyrast efasemdaraddir um að hann sé maðurinn til þess, eftir slæm úrslit í fyrstu tveimur umferðum ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Klopp mætir með sína menn í Liverpool á Old Trafford í kvöld og vonast sjálfsagt eftir sams konar yfirburðum og í fyrra, þegar Liverpool vann þar 5-0 risasigur eftir að hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Hann finnur að minnsta kosti enga þörf til að vorkenna Ten Hag yfir þeirri stöðu sem Hollendingurinn er í – að hafa byrjað svo illa í tilraun sinni til að endurmóta leikmannahóp og leikstíl United, eftir að hafa náð frábærum árangri í sínu fyrra starfi rétt eins og Klopp þegar hann mætti til Liverpool á sínum tíma. „Finn ég fyrir samúð? Nei,“ sagði Klopp samkvæmt Liverpool Echo. „Ef þetta snýst um fótboltavandræði þá erum við allir að glíma við vandræði. Ég efast um að þið farið núna til Manchester United og spyrjið Erik ten Hag hvort honum finnist við vera að glíma við einum of mörg meiðsli. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa herjað á lið Liverpool og ekki bætti úr skák að nýi maðurinn, Darwin Nunez, lét nappa sig í gildru í síðasta leik og uppskar rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, leikmann Crystal Palace. Liverpool er enn án sigurs og getur misst United upp fyrir sig í kvöld. „Hafið er fullt af hákörlum í fótboltaheiminum. Það er ekki nauðsynlegt að ég sýni einhverja samúð. Það myndi ekki hjálpa þeim og það skaðar þá ekki að ég geri það ekki. Við erum allir að glíma við okkar vandamál og svo einfalt er það,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Klopp mætir með sína menn í Liverpool á Old Trafford í kvöld og vonast sjálfsagt eftir sams konar yfirburðum og í fyrra, þegar Liverpool vann þar 5-0 risasigur eftir að hafa skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Hann finnur að minnsta kosti enga þörf til að vorkenna Ten Hag yfir þeirri stöðu sem Hollendingurinn er í – að hafa byrjað svo illa í tilraun sinni til að endurmóta leikmannahóp og leikstíl United, eftir að hafa náð frábærum árangri í sínu fyrra starfi rétt eins og Klopp þegar hann mætti til Liverpool á sínum tíma. „Finn ég fyrir samúð? Nei,“ sagði Klopp samkvæmt Liverpool Echo. „Ef þetta snýst um fótboltavandræði þá erum við allir að glíma við vandræði. Ég efast um að þið farið núna til Manchester United og spyrjið Erik ten Hag hvort honum finnist við vera að glíma við einum of mörg meiðsli. Þannig virkar þetta ekki,“ sagði Klopp. Meiðsli hafa herjað á lið Liverpool og ekki bætti úr skák að nýi maðurinn, Darwin Nunez, lét nappa sig í gildru í síðasta leik og uppskar rautt spjald fyrir að skalla Joachim Andersen, leikmann Crystal Palace. Liverpool er enn án sigurs og getur misst United upp fyrir sig í kvöld. „Hafið er fullt af hákörlum í fótboltaheiminum. Það er ekki nauðsynlegt að ég sýni einhverja samúð. Það myndi ekki hjálpa þeim og það skaðar þá ekki að ég geri það ekki. Við erum allir að glíma við okkar vandamál og svo einfalt er það,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira