Fingurinn bjargaðist rétt í tæka tíð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2022 12:30 Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í fingraveseni rétt fyrir tónleika sína um helgina. Owen Fiene Píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson lenti í smá hryllingssögu að eigin sögn þegar hann vaknaði með slæma sýkingu í vísifingri og framundan voru tvennir tónleikar um kvöldið. Blessunarlega fór betur en á horfðist en hann deildi þessu á Instagram síðu sinni. Víkingur var mættur til Þýskalands til að spila Grieg's concerto á tónlistarhátíð í Bremen en fólkið á bak við hátíðina reyndist honum vel. Fljótlega var honum komið til læknis sem útvegaði honum lyf til að laga sýkinguna. Læknirinn, sem var svo sannarlega til staðar fyrir Víking, átti svo miða á tónleika hans um kvöldið og mætti fyrst á búningaæfinguna til öryggis, ef ske kynni að Víkingur þyrfti á henni að halda. Vísifingur Víkings var í slæmu ástandi þegar hann vaknaði.Instagram Story @vikingurolafsson Stuttu síðar deildi Víkingur batanum á Instagram sögu sinni þar sem sýkingin virðist hafa gengið niður rétt fyrir fyrstu tónleikana. Þar skrifaði Víkingur: „Bæting! Þetta var rétt fyrir fyrstu tónleikana. Guði sé lof fyrir lyf. Ég fann ennþá svolítið til en náði að komast í gegnum báða tónleika. Og tónleikarnir gengu mjög vel, þrátt fyrir allt.“ Rétt fyrir tónleikana hafði sýkingin blessunarlega gengið vel til baka.Instagram Story @vikingurolafsson Blómvöndur fyrir lækninn Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Víkingur gaf lækninum blómvöndinn sem hann fékk að loknum tónleikum. „Ég gaf lækninum blómvöndinn, auðvitað. Hversu frábær manneskja. Hún keyrði meira að segja á hótelið til mín með sérstakt smyrsli þegar ég var að fara klukkan hálf sjö í morgun,“ skrifaði Víkingur að lokum. Allt er gott sem endar vel!Instagram Story @vikingurolafsson Það er nóg um að vera hjá Víkingi þessa dagana en hann er nú mættur til Spánar þar sem hann spilar í San Sebastián í kvöld. Tónlist Þýskaland Íslendingar erlendis Víkingur Heiðar Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Víkingur var mættur til Þýskalands til að spila Grieg's concerto á tónlistarhátíð í Bremen en fólkið á bak við hátíðina reyndist honum vel. Fljótlega var honum komið til læknis sem útvegaði honum lyf til að laga sýkinguna. Læknirinn, sem var svo sannarlega til staðar fyrir Víking, átti svo miða á tónleika hans um kvöldið og mætti fyrst á búningaæfinguna til öryggis, ef ske kynni að Víkingur þyrfti á henni að halda. Vísifingur Víkings var í slæmu ástandi þegar hann vaknaði.Instagram Story @vikingurolafsson Stuttu síðar deildi Víkingur batanum á Instagram sögu sinni þar sem sýkingin virðist hafa gengið niður rétt fyrir fyrstu tónleikana. Þar skrifaði Víkingur: „Bæting! Þetta var rétt fyrir fyrstu tónleikana. Guði sé lof fyrir lyf. Ég fann ennþá svolítið til en náði að komast í gegnum báða tónleika. Og tónleikarnir gengu mjög vel, þrátt fyrir allt.“ Rétt fyrir tónleikana hafði sýkingin blessunarlega gengið vel til baka.Instagram Story @vikingurolafsson Blómvöndur fyrir lækninn Rúsínan í pylsuendanum var svo þegar Víkingur gaf lækninum blómvöndinn sem hann fékk að loknum tónleikum. „Ég gaf lækninum blómvöndinn, auðvitað. Hversu frábær manneskja. Hún keyrði meira að segja á hótelið til mín með sérstakt smyrsli þegar ég var að fara klukkan hálf sjö í morgun,“ skrifaði Víkingur að lokum. Allt er gott sem endar vel!Instagram Story @vikingurolafsson Það er nóg um að vera hjá Víkingi þessa dagana en hann er nú mættur til Spánar þar sem hann spilar í San Sebastián í kvöld.
Tónlist Þýskaland Íslendingar erlendis Víkingur Heiðar Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“