Rooney myndi ekki láta Ronaldo byrja í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:30 Cristiano Ronaldo var í byrjunarliði Manchester United fyrir rúmri viku þegar liðið fékk slæma útreið gegn Brentford. Getty/Sebastian Frej Wayne Rooney telur að sinn gamli liðsfélagi Cristiano Ronaldo eigi best heima á varamannabekknum í kvöld þegar Manchester United tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz. Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira
Bæði lið hafa valdið vonbrigðum í upphafi leiktíðar en þó sérstaklega United sem steinlá á útivelli gegn Brentford fyrir rúmri viku, 4-0. Ronaldo, Marcus Rashford og Jadon Sancho voru þá fremstu menn United. Í samtali við The Times segir Rooney að vegna þess hve lítið Ronaldo hafi verið með á undirbúningstímabilinu þá sé hann ekki tilbúinn í að byrja leiki. „Ég myndi ekki láta Cristiano Ronaldo spila og heldur ekki Marcus Rashford. Ef ég væri í sporum [Eriks] Ten Hag myndi ég fyrst og fremst hugsa um að hafa næga orku úti á vellinum, og vegna þess að United tókst ekki að kaupa sóknarmann þurfti liðið að treysta á Ronaldo gegn Brentford, þó að hann hefði ekki æft mikið með liðinu. Hann leit út fyrir að þurfa tíma til að komast í leikform. Ten Hag þarf orku í liðið sitt og það gæti þýtt að hann taki Ronaldo út úr liðinu,“ sagði Rooney. Ten Hag greindi frá því í aðdraganda leiksins að Anthony Martial væri aftur farinn að æfa með United og gæti spilað í kvöld eftir að hafa misst af fyrstu leikjum tímabilsins vegna meiðsla. Það er því ekki útilokað að hann komi inn í sóknarlínu liðsins. Segir ekki inni í myndinni að United vinni Rooney segir að það sé að minnsta kosti þörf á breytingum frá síðasta leik því annars fari mjög illa. United tapaði 5-0 gegn Liverpool á Old Trafford á síðasta ári. „Ef þeir spila eins og gegn Brentford þá munu United-menn tapa enn verr en þegar þeir töpuðu 5-0 gegn Liverpool á síðustu leiktíð. Ég reikna ekki með að það gerist, svo það sé sagt. Ég sé ekki að United vinni en ég held að liðið muni svara fyrir sig og tapi með einu marki eða nái jafnvel í jafntefli,“ sagði Rooney sem er markahæsti leikmaður í sögu United en stýrir í dag DC United í Bandaríkjunum. Roberto Firmino snýr aftur í lið Liverpool en liðið er meðal annars án Thiago, Diogo Jota og Joel Matip vegna meiðsla, auk þess sem Darwin Nunez er kominn í þriggja leikja bann. Hjá United er miðvörðurinn Victor Lindelöf frá vegna meiðsla. Áætlaður leikmannahópur Man. Utd: De Gea, Heaton, Dalot, Wan-Bissaka, Maguire, Martinez, Varane, Bailly, Shaw, Malacia, McTominay, Garner, Fred, Van de Beek, Eriksen, Fernandes, Chong, Garnacho, Diallo, Elanga, Rashford, Sancho, Ronaldo, Martial. Áætlaður leikmannahópur Liverpool: Alisson, Adrian, Alexander-Arnold, Van Dijk, Gomez, Robertson, Phillips, Tsimikas, Bajcetic, Van den Berg, Fabinho, Henderson, Keita, Elliott, Milner, Carvalho, Clark, Salah, Firmino, Diaz.
Enski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Sjá meira