Dodge Hornet vekur reiði hjá Alfa Romeo Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 23. ágúst 2022 07:01 Dodge Hornet. Dodge og Alfa Romeo eru systurfélög sama móðurfélags, Stellantis. Dodge kynnti nýlega jepplinginn Hornet sem hefur náð talsverðum vinsældum. Dodge segir að 14.000 forpantanir hafi borist sama dag og bíllinn var kynntur. Bíllinn er tengiltvinnbíll. Vefmiðillinn The Drive, hefur greint frá því að innanbúðar sé rígur vegna þess að Alfa Romeo er ekki sátt vegna þess að bíllinn átti að vera Alfa Romeo bíll samkvæmt heimildarmönnum The Drive. Myndband sem sýnir Dodge Hornet af YouTube-rásinni EV Pulse: Samkvæmt heimildarmönnum The Drive er Dodge að glíma við afar háa meðaleyðslu. Það eru ekki beinlínis fréttir enda selur Dodge mest af Scat pack og Hellcat bílum. Því hafa stjórnendur gripið til þess ráðs að setja Hornet á markað sem Dodge merktan bíl en ekki Alfa Romeo. Alfa Romeo hefur verið að vinna að jepplingnum Tonale, sem Dodge hefur nú kynnt til leiks sem Hornet. Með það fyrir augum að laga meðal eyðslutölur sínar. Myndband sem sýnir Tonale af YouTube-rás AutoTrader: Vandinn er þú sá að Tonale og Hornet er afskaplega líkir. Lítil sem engin vinna virðist hafa farið í að gera Hornet að Dodge, heldur virðist merkjunum bókstaflega hafa verið skipt út á síðustu stundu. Heimildarmenn tala um að ekki hafa verið nóg til af peningum til að setja vinnu í aukin sérkenni hvors framleiðanda. Ekki var fjármagn að finna fyrir nýjum pressumótum til að breyta útliti bílanna. Reiði Alfa Rome er að einhverju leyti skiljanleg. Alfa Romeo kann að hafa þurft meira á Tonale að halda en Dodge þurfti á Hornet að halda. Alfa Romeo hefur ekki gengið eins og vonir stóðu til að sölsa undir sig Ameríkumarkað. Dodge hefði þurft á einhverju einkennandi fyrir Dodge að halda. En viðskiptavinir Dodge virðast vera hrifin af nýjum jeppling framleiðandans. Vistvænir bílar Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent
Vefmiðillinn The Drive, hefur greint frá því að innanbúðar sé rígur vegna þess að Alfa Romeo er ekki sátt vegna þess að bíllinn átti að vera Alfa Romeo bíll samkvæmt heimildarmönnum The Drive. Myndband sem sýnir Dodge Hornet af YouTube-rásinni EV Pulse: Samkvæmt heimildarmönnum The Drive er Dodge að glíma við afar háa meðaleyðslu. Það eru ekki beinlínis fréttir enda selur Dodge mest af Scat pack og Hellcat bílum. Því hafa stjórnendur gripið til þess ráðs að setja Hornet á markað sem Dodge merktan bíl en ekki Alfa Romeo. Alfa Romeo hefur verið að vinna að jepplingnum Tonale, sem Dodge hefur nú kynnt til leiks sem Hornet. Með það fyrir augum að laga meðal eyðslutölur sínar. Myndband sem sýnir Tonale af YouTube-rás AutoTrader: Vandinn er þú sá að Tonale og Hornet er afskaplega líkir. Lítil sem engin vinna virðist hafa farið í að gera Hornet að Dodge, heldur virðist merkjunum bókstaflega hafa verið skipt út á síðustu stundu. Heimildarmenn tala um að ekki hafa verið nóg til af peningum til að setja vinnu í aukin sérkenni hvors framleiðanda. Ekki var fjármagn að finna fyrir nýjum pressumótum til að breyta útliti bílanna. Reiði Alfa Rome er að einhverju leyti skiljanleg. Alfa Romeo kann að hafa þurft meira á Tonale að halda en Dodge þurfti á Hornet að halda. Alfa Romeo hefur ekki gengið eins og vonir stóðu til að sölsa undir sig Ameríkumarkað. Dodge hefði þurft á einhverju einkennandi fyrir Dodge að halda. En viðskiptavinir Dodge virðast vera hrifin af nýjum jeppling framleiðandans.
Vistvænir bílar Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent