Klopp: Við hefðum átt að vinna leikinn Atli Arason skrifar 22. ágúst 2022 22:30 Jurgen Klopp ræddi við Sky Sports eftir tapið á Old Trafford. Getty Images Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sagði að liðið sitt hafi ekki nýtt tækifæri sín í nægilega vel í 2-1 tapinu gegn Manchester United en hann telur að Liverpool hefði átti að vinna leikinn. „Við þurfum að spila með meiri sannfæringu. Við hefðum átt að vinna þennan leik, ég veit það hljómar fáránlega en þannig sé ég þetta,“ sagði Jurgen Klopp í viðtali við Sky Sports eftir leik. „Við áttum ótrúlegan fjölda af skotum miðað við útileik gegn United. Við hefðum átt að nýta fleiri tækifæri. Í síðari hálfleik átti De Gea frábæra markvörslu og við vorum óheppnir í öðrum tækifærum. Ef við hefðum nýtt eitthvað af þessum tækifærum þá hefði leikurinn farið öðruvísi en fyrir rest höfðum við ekki nægan tíma eða næga orku.“ Jadon Sancho kom United yfir áður en Marcus Rashford tvöfaldaði forskotið. Mohamed Salah minnkaði svo muninn fyrir Liverpool undir lok leiksins. Mark Rashford kom eftir hraða skyndisókn heimamanna á 53. mínútu. „Þeir eru hættulegir í skyndisóknum, seinna mark þeirra var sérstaklega erfitt fyrir okkur. Þetta var mjög tæpt á því að vera rangstaða en svo var ekki. Við verðum að kyngja þessu núna og vinna okkur áfram.“ Liverpool er nú einungis með tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Klopp telur liðið sitt vera í flókinni stöðu vegna meiðslavandræða. Næsti leikur Liverpool er gegn Bournemouth næsta laugardag. „Það er augljóst að við erum í erfiðri stöðu. Við erum bara með 14 eða 15 meistaraflokks leikmenn sem eru heilir heilsu og við verðum að passa að enginn þeirra meiðist núna,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool. Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
„Við þurfum að spila með meiri sannfæringu. Við hefðum átt að vinna þennan leik, ég veit það hljómar fáránlega en þannig sé ég þetta,“ sagði Jurgen Klopp í viðtali við Sky Sports eftir leik. „Við áttum ótrúlegan fjölda af skotum miðað við útileik gegn United. Við hefðum átt að nýta fleiri tækifæri. Í síðari hálfleik átti De Gea frábæra markvörslu og við vorum óheppnir í öðrum tækifærum. Ef við hefðum nýtt eitthvað af þessum tækifærum þá hefði leikurinn farið öðruvísi en fyrir rest höfðum við ekki nægan tíma eða næga orku.“ Jadon Sancho kom United yfir áður en Marcus Rashford tvöfaldaði forskotið. Mohamed Salah minnkaði svo muninn fyrir Liverpool undir lok leiksins. Mark Rashford kom eftir hraða skyndisókn heimamanna á 53. mínútu. „Þeir eru hættulegir í skyndisóknum, seinna mark þeirra var sérstaklega erfitt fyrir okkur. Þetta var mjög tæpt á því að vera rangstaða en svo var ekki. Við verðum að kyngja þessu núna og vinna okkur áfram.“ Liverpool er nú einungis með tvö stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar en Klopp telur liðið sitt vera í flókinni stöðu vegna meiðslavandræða. Næsti leikur Liverpool er gegn Bournemouth næsta laugardag. „Það er augljóst að við erum í erfiðri stöðu. Við erum bara með 14 eða 15 meistaraflokks leikmenn sem eru heilir heilsu og við verðum að passa að enginn þeirra meiðist núna,“ sagði Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool.
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00 Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Fyrsti sigur Erik ten Hag kom gegn Liverpool Manchester United vann 2-1 sigur gegn erkifjendunum í Liverpool í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni en þetta var aðeins annar sigurleikur United á Liverpool í síðustu 13 tilraunum. 22. ágúst 2022 21:00