Athygli vekur að hin norsk-íslenska María Þórisdóttir, sem spilar með Manchester United, hefur misst sæti sitt í norska landsliðinu.
María lék með Noregi á EM í sumar og byrjaði meðal annars 8-0 tapleikinn á móti verðandi Evrópumeisturum Englands þar sem miðvörðurinn átti ekki góðan leik.
Vilde Bøe Risa og Karina Sævik missa líka sæti sitt í landsliðhópnum sem var valinn fyrir leiki á móti Belgíu og Albaníu í undankeppni HM.
María er 29 ára gömul og hefur spilað með norska landsliðinu frá árinu 2015 og lék sinn 63. landsleik á EM í Englandi í sumar. Sá var leikurinn frægi á móti Englandi sem gæti hafa verið hennar síðasti landsleikur á ferlinum.