Gagnrýnir harðlega að opinber stofnun taki þátt í „víkingarugli“ Snorri Másson skrifar 29. ágúst 2022 08:15 Sviðsett víkingaviðureign var liður í dagskrá víkingafélagsins Rimmugýgjar á Menningarnótt, sem hélt uppi stemningunni bæði við Landnámssýninguna og Þjóðminjasafnið. Þjóðminjasafnið og þetta víkingafélag voru í samstarfi - og þetta gagnrýnir Árni Björnsson þjóðháttafræðingur harðlega. Í innslaginu hér að ofan má sjá myndefni frá víkingahátíðinni og viðtal við Árna. „Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur. En mér finnst að opinber stofnun sem vill láta taka sig alvarlega eigi ekki að taka þátt í því. Mér finnst það ótækt, vegna þess að hver eru tengsl Íslands við víkinga? Landnámsmenn voru ekki víkingar. Víkingar komu ekki til Íslands nema örfáir uppgjafarmenn aldraðir,“ segir Árni í samtali við Ísland í dag. Hugmyndin um Íslendinga sem afkomendur víkinga segir Árni að sé að miklu leyti til afrakstur rómantíseringar sem átti sér stað á meðal erlendra skáldsagnahöfunda á 19. öld, en að hún eigi sér ekki stoð í sögulegum staðreyndum. „Það er dapurlegt að sjá að gamall vinnustaður minn, þjóðminjasafnið, skuli ætla að leggja nafn sitt við víkingarugl á komandi menningarnótt,” skrifaði Árni, en hann vann við safnið í á fjórða áratug. Sjálfsagt sé að fjalla um járnvinnslu, húsakost eða íþróttir til forna - en „að tengja þessi menningarmál við hryðjuverkamenn er út í hött,” segir Árni. Annað sem Árni segir byggt á misskilningi og skáldskap er hugmyndin um hinn hyrna víkingahjálm. Slíkir hjálmar hafi fundist frá bronsöld, en að víkingar hafi borið þá sé á meðal ruglsins sem menn hafi gaman af. Menningarnótt Menning Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira
„Víkingar voru aldrei annað en óaldarflokkar, rétt eins og glæpagengi nú á dögum. Ofbeldið hefur alltaf haft vissan sjarma yfir sér. Maður hefur gaman af því að lesa glæpasögur og menn geta gert þetta að gamni sínu að skálda upp víkingasögur. En mér finnst að opinber stofnun sem vill láta taka sig alvarlega eigi ekki að taka þátt í því. Mér finnst það ótækt, vegna þess að hver eru tengsl Íslands við víkinga? Landnámsmenn voru ekki víkingar. Víkingar komu ekki til Íslands nema örfáir uppgjafarmenn aldraðir,“ segir Árni í samtali við Ísland í dag. Hugmyndin um Íslendinga sem afkomendur víkinga segir Árni að sé að miklu leyti til afrakstur rómantíseringar sem átti sér stað á meðal erlendra skáldsagnahöfunda á 19. öld, en að hún eigi sér ekki stoð í sögulegum staðreyndum. „Það er dapurlegt að sjá að gamall vinnustaður minn, þjóðminjasafnið, skuli ætla að leggja nafn sitt við víkingarugl á komandi menningarnótt,” skrifaði Árni, en hann vann við safnið í á fjórða áratug. Sjálfsagt sé að fjalla um járnvinnslu, húsakost eða íþróttir til forna - en „að tengja þessi menningarmál við hryðjuverkamenn er út í hött,” segir Árni. Annað sem Árni segir byggt á misskilningi og skáldskap er hugmyndin um hinn hyrna víkingahjálm. Slíkir hjálmar hafi fundist frá bronsöld, en að víkingar hafi borið þá sé á meðal ruglsins sem menn hafi gaman af.
Menningarnótt Menning Íslensk fræði Ísland í dag Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Sjá meira