Casemiro: Verð sorgmæddur ef Man Utd kemst ekki í Meistaradeildina Atli Arason skrifar 27. ágúst 2022 07:01 Casemiro gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag. Getty Images Nýjasti leikmaður Manchester United, Casemiro, segir að lið af sömu stærðargráðu og Manchester United eigi skilið að spila í Meistaradeild Evrópu. Þessi brasilíski miðjumaður kom til Manchester frá Real Madrid en spænska liðið keypti hann frá São Paulo árið 2013. Casemiro hefur því spilað reglulega í Meistaradeild Evrópu síðasta áratug en hann gat leyft sér að grínast í viðtali við ESPN aðspurður af því hvers vegna það væri ekkert stórmál að skipta yfir í félag sem spilar ekki í Meistadeild Evrópu. „Ég hef nú þegar unnið Meistaradeildina fimm sinnum,“ sagði Casemiro og hló áður en hann bætti við. „Auðvitað vil ég spila í Meistaradeildinni með Manchester United, þótt ég hafi unnið keppnina fimm sinnum þá er þetta mikilvægasti bikarinn í fótbolta og allir vilja vinna hann. Ef ég fæ ekki tækifæri til að spila í Meistaradeildinni með liðinu þá verð ég sorgmæddur en Manchester United er stór klúbbur sem á skilið að vera í þessari keppni.“ Casemiro var kynntur fyrir stuðningsmönnum Manchester United fyrir 2-1 sigur liðsins gegn Liverpool síðasta mánudag. Varð hann þar með fimmti leikmaðurinn sem Manchester United keypti í félagaskiptaglugganum í sumar. „Manchester United hefur sýnt mér stuðning frá fyrsta degi. Knattspyrnustjórinn hafði mikinn áhuga á mér alveg frá því að ég hitti hann fyrst. Ég fæ sömu ást hér og ég fékk hjá Real. Tilfinningin að vera að fara að spila fyrir stórt lið í ensku úrvalsdeildinni er frábær,“ sagði Casemiro. Casemiro gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag, þegar liðið fer í heimsókn til Southampton á leikvangi heilagrar Maríu í fyrsta leik fjórðu umferðar klukkan 11.30. We asked Casemiro if he was upset about not playing Champions League football with Man United... pic.twitter.com/119DAa2jZm— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2022 Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Þessi brasilíski miðjumaður kom til Manchester frá Real Madrid en spænska liðið keypti hann frá São Paulo árið 2013. Casemiro hefur því spilað reglulega í Meistaradeild Evrópu síðasta áratug en hann gat leyft sér að grínast í viðtali við ESPN aðspurður af því hvers vegna það væri ekkert stórmál að skipta yfir í félag sem spilar ekki í Meistadeild Evrópu. „Ég hef nú þegar unnið Meistaradeildina fimm sinnum,“ sagði Casemiro og hló áður en hann bætti við. „Auðvitað vil ég spila í Meistaradeildinni með Manchester United, þótt ég hafi unnið keppnina fimm sinnum þá er þetta mikilvægasti bikarinn í fótbolta og allir vilja vinna hann. Ef ég fæ ekki tækifæri til að spila í Meistaradeildinni með liðinu þá verð ég sorgmæddur en Manchester United er stór klúbbur sem á skilið að vera í þessari keppni.“ Casemiro var kynntur fyrir stuðningsmönnum Manchester United fyrir 2-1 sigur liðsins gegn Liverpool síðasta mánudag. Varð hann þar með fimmti leikmaðurinn sem Manchester United keypti í félagaskiptaglugganum í sumar. „Manchester United hefur sýnt mér stuðning frá fyrsta degi. Knattspyrnustjórinn hafði mikinn áhuga á mér alveg frá því að ég hitti hann fyrst. Ég fæ sömu ást hér og ég fékk hjá Real. Tilfinningin að vera að fara að spila fyrir stórt lið í ensku úrvalsdeildinni er frábær,“ sagði Casemiro. Casemiro gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í dag, þegar liðið fer í heimsókn til Southampton á leikvangi heilagrar Maríu í fyrsta leik fjórðu umferðar klukkan 11.30. We asked Casemiro if he was upset about not playing Champions League football with Man United... pic.twitter.com/119DAa2jZm— ESPN FC (@ESPNFC) August 26, 2022
Enski boltinn Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira