Fagna fimmtán ára afmæli risastórs hornsteins í atvinnulífi Austurlands Kristján Már Unnarsson skrifar 27. ágúst 2022 22:33 Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Sigurjón Ólason Alcoa Fjarðaál fagnaði fimmtán ára afmæli í dag með opnu húsi og fjölskylduskemmtun í álverinu. Forstjórinn segir fyrirtækið risastóran hornstein í atvinnulífi á Austurlandi. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um álverið í Reyðarfirði en það er stærsti vinnustaður Austurlands. „Það eru um áttahundruð manns sem vinna hjá okkur, dags daglega, beint og óbeint. Og ef við tökum svo önnur afleidd störf þá erum við með umtalsvert meira. Þannig að við erum risastór hornsteinn í atvinnulífinu á Austurlandi,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Alcoa Fjarðaál er við Reyðarfjörð.Arnar Halldórsson Íbúafjöldinn á Reyðarfirði tók kipp með komu þess. Þar var iðnfyrirtækið Launafl sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. „Áður en álverið kom þá var þetta að vera komið niður í um 600 manns sem bjuggu hérna. En núna eru þetta að verða 1.500 manns. Þannig að það hefur orðið gífurleg breyting. Og í rauninni ef álverið hefði ekki komið þá hefðu Austfirðir ekki verið það sem þeir eru í dag,“ segir Reyðfirðingurinn Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri Launafls á Reyðarfirði, eins helsta undirverktaka álversins.Sigurjón Ólason Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur starfa báðar hjá Alcoa sem og eiginmenn þeirra. „Þegar ég var í háskóla sá ég ekki endilega fyrir mér að koma aftur heim,“ segir Harpa. „Þannig var umræðan hjá okkur. Við vorum fyrir sunnan. Maðurinn minn var að læra. Þá var staðan þannig að við vorum ekkert endilega á leiðinni til baka,“ segir Aðalheiður. „En síðan kemur undirritunin og hún verður bara til þess að við kaupum hús og drífum okkur austur,“ segir Aðalheiður ennfremur. Harpa er fræðslustjóri álversins. Aðalheiður er fulltrúi mannauðsmála. Systurnar eru jafnframt drifkraftar í félagslífi Reyðarfjarðar, Harpa formaður kvenfélagsins og Aðalheiður formaður íþróttafélagsins.Sigurjón Ólason En hafa bændur áhyggjur af sambýli við álverið? Við spurðum þau á Sléttu. „Nei, ég hef ekki áhyggjur. Ekki af þessu álveri. Það er bara mjög vel hugsað um allar mengunarvarnir og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur,“ segir Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sem rekur sauðfjárbú á Sléttu ásamt manni sínum, Guðjóni Má Jónssyni. Bændurnir á Sléttu í Reyðarfirði, Guðjón Már Jónsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir, ásamt dótturinni Dagbjörtu Ósk.Sigurjón Ólason Um 350 þúsund tonn af áli fara frá álverinu með skipum út í heim á hverju ári. En í hvað er varan notuð? Forstjórinn segir um helming fara á almennan markað sem svokallað hráál en hinn helmingurinn sé meira unnin vara og nefnir háspennulínur sem dæmi. „Vírarnir í byggðalínunni eru úr áli. Og nýjustu línurnar, það má alveg búast við því að í þeim sé ál frá Fjarðaáli, bara sem dæmi. Felgurnar á bílnum sem við komum á, þær eru nokkuð örugglega steyptar úr áli. Og við erum að framleiða þannig virðisaukandi vöru líka,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Áliðnaður Stóriðja Fjarðabyggð Tengdar fréttir Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18. júlí 2022 16:04 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11. apríl 2012 19:45 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um álverið í Reyðarfirði en það er stærsti vinnustaður Austurlands. „Það eru um áttahundruð manns sem vinna hjá okkur, dags daglega, beint og óbeint. Og ef við tökum svo önnur afleidd störf þá erum við með umtalsvert meira. Þannig að við erum risastór hornsteinn í atvinnulífinu á Austurlandi,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Alcoa Fjarðaál er við Reyðarfjörð.Arnar Halldórsson Íbúafjöldinn á Reyðarfirði tók kipp með komu þess. Þar var iðnfyrirtækið Launafl sérstaklega stofnað til að þjónusta álverið en hjá því starfa núna um eitthundrað manns. „Áður en álverið kom þá var þetta að vera komið niður í um 600 manns sem bjuggu hérna. En núna eru þetta að verða 1.500 manns. Þannig að það hefur orðið gífurleg breyting. Og í rauninni ef álverið hefði ekki komið þá hefðu Austfirðir ekki verið það sem þeir eru í dag,“ segir Reyðfirðingurinn Magnús Helgason, framkvæmdastjóri Launafls. Magnús Helgason er framkvæmdastjóri Launafls á Reyðarfirði, eins helsta undirverktaka álversins.Sigurjón Ólason Systurnar Aðalheiður og Harpa Vilbergsdætur starfa báðar hjá Alcoa sem og eiginmenn þeirra. „Þegar ég var í háskóla sá ég ekki endilega fyrir mér að koma aftur heim,“ segir Harpa. „Þannig var umræðan hjá okkur. Við vorum fyrir sunnan. Maðurinn minn var að læra. Þá var staðan þannig að við vorum ekkert endilega á leiðinni til baka,“ segir Aðalheiður. „En síðan kemur undirritunin og hún verður bara til þess að við kaupum hús og drífum okkur austur,“ segir Aðalheiður ennfremur. Harpa er fræðslustjóri álversins. Aðalheiður er fulltrúi mannauðsmála. Systurnar eru jafnframt drifkraftar í félagslífi Reyðarfjarðar, Harpa formaður kvenfélagsins og Aðalheiður formaður íþróttafélagsins.Sigurjón Ólason En hafa bændur áhyggjur af sambýli við álverið? Við spurðum þau á Sléttu. „Nei, ég hef ekki áhyggjur. Ekki af þessu álveri. Það er bara mjög vel hugsað um allar mengunarvarnir og þeir gera allt sem í þeirra valdi stendur,“ segir Þuríður Lillý Sigurðardóttir, sem rekur sauðfjárbú á Sléttu ásamt manni sínum, Guðjóni Má Jónssyni. Bændurnir á Sléttu í Reyðarfirði, Guðjón Már Jónsson og Þuríður Lillý Sigurðardóttir, ásamt dótturinni Dagbjörtu Ósk.Sigurjón Ólason Um 350 þúsund tonn af áli fara frá álverinu með skipum út í heim á hverju ári. En í hvað er varan notuð? Forstjórinn segir um helming fara á almennan markað sem svokallað hráál en hinn helmingurinn sé meira unnin vara og nefnir háspennulínur sem dæmi. „Vírarnir í byggðalínunni eru úr áli. Og nýjustu línurnar, það má alveg búast við því að í þeim sé ál frá Fjarðaáli, bara sem dæmi. Felgurnar á bílnum sem við komum á, þær eru nokkuð örugglega steyptar úr áli. Og við erum að framleiða þannig virðisaukandi vöru líka,“ segir Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Áliðnaður Stóriðja Fjarðabyggð Tengdar fréttir Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10 Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18. júlí 2022 16:04 Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24 Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11. apríl 2012 19:45 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Segir síðasta ár hafa verið gott fyrir álverin en þetta ár verði enn betra Rekstur áliðnaðarins hérlendis hefur aldrei gengið eins vel og nú. Þrátt fyrir að verð á áli hafi á síðustu vikum sigið niður spáir forstjóri stærsta álversins, Alcoa Fjarðaáls, því að þetta ár verði ennþá betra en það síðasta. 6. ágúst 2022 22:10
Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. 18. júlí 2022 16:04
Heimsmarkaðsverð á áli orðið ævintýralega hátt Heimsmarkaðsverð á áli fór í gær í 3.850 dollara tonnið. Þetta er langhæsta álverð sögunnar. Álmarkaðir hafa heldur róast framan af degi og verðið sigið niður, fór niður í 3.740 dollara í morgun og var komið niður undir 3.500 dollara um hádegisbil. 8. mars 2022 12:24
Ósýnilega fyrirtækið með 350 manns í vinnu Það er kallað stærsta ósýnilega fyrirtæki landsins og er með yfir þrjú hundruð manns í vinnu, - byggðist upp á þjónustu við íslensk álver og smíðar nú sérhæfðan vélbúnað fyrir álver víða um heim. 11. apríl 2012 19:45