Þjófurinn sá að sér og skilaði Lars Bjarki Sigurðsson skrifar 29. ágúst 2022 21:26 Óhætt er að segja að Lars sé orðinn vinsælasti pílubangsi landsins eftir ævintýri sitt. Með honum á myndinni Ísak Örn Hákonarson, starfsmaður Bullseye og góðvinur Lars. Bangsanum Lars var skilað aftur til síns heima á pílustaðnum Bullseye í dag. Lars hafði þó farið í ágætis svaðilför síðan honum var rænt en fyrir vikið er hann orðin skærari stjarna en hann var. Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri. Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira
Í gær var greint frá því að bangsanum Lars hafi verið stolið af pílustaðnum Bullseye við Snorrabraut á laugardagskvöld. Bangsinn er nefndur í höfuðið á fastakúnna staðarins og var í miklu uppáhaldi hjá starfsmönnum. Einhver hafði misst sig í gleðinni og gripið Lars með sér er hann yfirgaf staðinn. Lars er stóð og stæðilegur en þjófnum tókst samt sem áður að lauma honum fram hjá starfsfólki og dyravörðum staðarins. Í kjölfar þess að auglýst var eftir Lars fékk Skorri Höskuldsson, rekstrarstjóri staðarins, fjölda ábendinga um hvar Lars væri niðurkominn. Í einni ábendingu kom fram að strákur hafi birt mynd af Lars á Instagram umrætt kvöld. „Eitthvað nafn sem fylgdi því þannig ég hafði samband við lögreglumann sem er í landsliðinu í pílu og fastakúnni á Bullseye. Ég bað hann um að fara í málið en sagði að ef að Lars myndi skila sér yrðu engir eftirmálar. Hann fór í málið,“ segir Skorri í samtali við fréttastofu. Þegar Skorri var nýmættur til vinnu í dag var hann staddur á efri hæð húsnæðisins. Þá heyrði hann einhvern opna dyrnar af staðnum snögglega. „Þannig ég gekk niður stigann og þar beið Lars eftir mér. Viðkomandi hefur séð að sér og skilað Lars,“ segir Skorri. Lars beið spenntur eftir því að komast aftur í sófann sinn þegar hann sneri aftur heim. Lars er kampakátur með að vera kominn heim og eru miklir endurfundir í gangi á Bullseye þessa stundina. Vinsældir Lars hafa einnig aukist gríðarlega eftir að hann sneri heim úr þessu ævintýri sínu. „Ég var með hóp frá björgunarsveitinni hjá mér og það voru allir að taka mynd af sér með Lars og knúsa hann. Þannig þetta hefur spurst víða og það eru ekki bara starfsmennirnir sem eru ánægðir með að sjá hann,“ segir Skorri.
Næturlíf Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Sjá meira