Liz Truss hefur verið kjörin nýr formaður breska Íhaldsflokksins og verður þar með næsti forsætisráðherra landsins. Stjórnmálaferil hennar er ekki hægt að kalla glæstan en með mikilli þrautseigju er hún kominn á þann stað að hún fetar nú í fótspor átrúnaðargoðs síns, Margaret Thatcher. Þegar hún var aðeins sjö ára gömul fór Liz Truss með hlutverk Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í gervikosningu í grunnskólanum sínum. Truss flutti spennuþrungna ræðu fyrir samnemendur sína um ágæti íhaldshyggju en átti ekki erindi sem erfiði og hlaut ekkert atkvæði í kosningunni. Hún greiddi sjálfri sér ekki einu sinni atkvæði, annað en Thatcher sjálf sem vann frækinn sigur í þingkosningunum 1983. Þrátt fyrir þetta feilspor fetar Truss sannarlega í fótspor Thatcher, þrjátíu og níu árum eftir misheppnaða nemendakosningu, en Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Truss, sem hefur undanfarið kjörtímabil sinnt embætti utanríkisráðherra, vann frækinn sigur í kosningu um formannsembættið gegn fjármálaráðherranum fyrrverandi Rishi Sunak. Stóð við bakið á Boris til síðasta dags Formannskjörið hefur verið langt og strangt eftir að Boris Johnson sagði af sér í byrjun júlímánaðar. Það gerði hann í kjölfar þess að fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokks hans sagði af sér, til dæmis menntamálaráðherrann, dómsmálaráðherrann og fjármálaráðherrann áðurnefndi. Rishi Sunak bauð sig fram til formanns gegn Truss.EPA-EFE/NEIL HALL Baráttan hófst með átta frambjóðendum en eftir fimm umferðir voru bara Truss og Sunak eftir. Segja má að stefna Johnson lifi þannig áfram en Truss var ein fárra innan flokksins sem studdi Johnson statt og stöðugt til síðasta dags. Það kemur þó ekki á óvart að Truss hafi orðið fyrir valinu. Þrátt fyrir óvinsældir Johnson meðal háttsettra manna innan flokksins er hann enn nokkuð vinsæll meðal almennra flokksmanna og Truss hefur þar að auki unnið hart að því að byggja upp gott samband við kjósendur í kjördæmi sínu undanfarin ár. Segja má með sanni að Truss hafi lengi ætlað sér að setjast í stól forsætisráðherra en hún lýsti þeim áhuga í viðtali við You Magazine í maí 2019. Það fer varla fram hjá neinum að í myndatökunni hefur innblástur verið sóttur til forsætisráðherrans fyrrverandi Margaret Thatcher, bæði hvað varðar fataval og túperaða hárið. View this post on Instagram A post shared by Liz Truss (@elizabeth.truss.mp) Sökuð um lygar um barnæskuna En lítum lengra aftur í tímann og skoðum æsku Truss. Mary Elizabeth Truss fæddist í Oxford 26. júlí 1975, elst fjögurra systkina og eina stúlkan í hópnum. Faðir hennar, John Kenneth Truss, starfaði sem prófessor í stærðfræði og móðir hennar, Priscilla Mary, starfaði sem hjúkrunarfræðingur. Báðum hefur Truss lýst sem miklum vinstrimönnum en móðir hennar var lengi vel virkur meðlimur í samtökum kjarnorkuandstæðinga, Campaign for Nuclear Disarmament. View this post on Instagram A post shared by Liz Truss (@elizabeth.truss.mp) Fjölskyldan flutti, þegar Truss var fjögurra ára gömul, til borgarinnar Paisley vestur af Glasgow í Skotlandi. Nokkrum árum síðar fluttist fjölskyldan til Leeds þar sem Truss sótti nám í gagnfræðaskólanum Roundhay. Fjallað er um það bæði í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um Truss og umfjöllun fréttastofu Guardian að hún hafi lýst skólanum þannig að illa hafi verið staðið að menntun nemenda við hann. Lágar væntingar og lítið utanumhald hafi orðið til þess að nemendur hafi ekki uppfyllt þau markmið sem þeir hefðu átt að ná. Samnemendur hennar við skólann hafa hins vegar mótmælt þessum lýsingum, þar á meðal Martin Pengelly blaðamaður hjá Guardian, sem skrifaði í grein, sem ber fyrirsögnina „Ég ólst upp á sama stað og Liz Truss, var í sama skóla. Hún segir ykkur ekki sannleikann“ og birtist 18. júlí síðastliðinn: „Kannski velur hún ákveðna hluti úr æsku sinni og dregur úr ágæti skólans og kennaranna sem hjálpuðu henni til þess eins að ná pólitískum markmiðum sínum.“ Frá Frjálslyndum demókrötum til Íhaldsmanna En hvernig sem menntun hennar var háttað tókst Truss vel til en hún komst inn í Oxford háskóla að loknum gagnfræðaskólanum þar sem hún lagði stund á nám í heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði. Hún var auk þess virk í stúdentapólitík, til að byrja með í samtökum Frjálslyndra demókrata við skólann. Liz Truss með félaga sínum Douglas árið 1998 þegar þau buðu sig fram til borgarstjórnar í Vanbrugh Ward í Greenwich.Instagram/Liz Truss Á landsfundi flokksins árið 1994 flutti hún ræðu þar sem hún talaði fyrir afnámi konungsstjórnarinnar: „Við, Frjálslyndir demókratar, trúum því að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum. Við trúum því ekki að fólk sé fætt til að stjórna.“ Stuttu síðar sagði hún skilið við flokkinn og gekk til liðs við Íhaldsmenn. Eftir útskrift starfaði Truss í bókhaldi fyrir Shell og síðar Cable & Wireless og giftist samstarfsmanni sínum Hugh O'Leary árið 2000. Parið á saman tvö börn. Í framboð eftir framhjáhald Árið 2001 var Truss frambjóðandi Íhaldsflokksins í þingkosningum í kjördæminu Hemsworth í Vestur-Jórvíkurskíri en tapaði þeim kosningum. Kjörtímabili síðar, árið 2005, bauð hún sig fram í Calder Walley í Vestur-Jórvíkurskíri, og tapaði þeim kosningum sömuleiðis. Hún var ekki af baki dottin og var árið 2006 kjörin borgarfulltrúi í Greenwich, í suðausturhluta Lundúna, og frá árinu 2008 starfaði hún fyrir pólitísku samtökin Reform. Í kosningunum árið 2010 var Truss ein þeirra sem þáverandi formaður Íhaldsflokksins, David Cameron, setti á svokallaðan A-lista sinn, yfir þá flokksmenn sem hann vildi endilega að kæmust inn á þing. Truss var sett í framboðssæti í Suðvestur Norfolk, sem öruggt þótti að kæmist inn á þing. Það leið þó ekki á löngu þar til flokksmenn í kjördæminu fóru að mótmæla tilnefningunni. Ástæða mótmælanna var sú að í ljós kom að Truss hafði átt í framhjáhaldssambandi við þingmanninn Mark Field einhverjum árum áður, á meðan þau voru bæði harðgift öðru fólki. Tilraunir til að bola henni frá mistókust og Truss komst inn á þing með meira en þrettán þúsund fleiri atkvæðum en næsti maður á eftir. Breskir verkamenn með „mestu iðjuleysingjum í heimi“ Sama ár gaf Truss út bókina Britannia Unchained, sem hún skrifaði ásamt fjórum öðrum þingmönnum Íhaldsflokksins. Í bókinni töluðu þingmennirnir fyrir afnámi reglugerða til þess að fleyta Bretlandi áfram innan alþjóðasamfélagsins og fyrir frjálsum markaði. Þingmennirnir voru harðlega gagnrýndir fyrir kafla í bókinni þar sem breskum verkamönnum var lýst sem „einum mestu iðjuleysingjum í heimi.“ Truss hefur ávallt haldið því fram að hún hafi ekki komið að þessum skrifum. Truss með vinkonu sinni snemma á tíunda áratugi síðustu aldar.Instagram/Liz Truss Árið 2012 varð Truss menntamálaráðherra og tveimur árum síðar varð hún umhverfisráðherra. Árið 2016 tók Truss svo við embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May en það ár hófst ein mesta deila breskra stjórnmála á þessari öld. Brexit varð mál málanna og Truss harður andstæðingur skilnaðarins við Evrópusambandið. Hún skrifaði meðal annars í leiðara í dagblaðinu Sun að Brexit yrði þrefaldur harmleikur: Fleiri reglur, fleiri eyðublöð og meiri tafir í viðskiptum við ESB. Eftir að niðurstaðan lá fyrir og ljóst var að hún og hennar skoðanabræður hefðu tapað slagnum skipti Truss um skoðun. Hennar mat var að Brexit væri kjörið tækifæri til að hrista upp í kerfinu. Erfið verkefni utanríkisráðherra Áfram hélt klifur Truss upp pólitískan valdastiga. Áður en Theresa May lét af embætti forsætisráðherra tók Truss við sem fjármálaráðherra en þegar Boris Johnson tók við sem leiðtogi flokksins árið 2019 var Truss færð yfir í embætti ráðherra um alþjóðleg viðskipti, sem gaf henni tækifæri til að funda með erlendum leiðtogum og viðskiptamógúlum. Truss er hér með Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands.Getty/Cem Ozdel/ Í fyrra tók Truss, þá 46 ára gömul, við einu valdamesta embætti innan bresku ríkisstjórnarinnar. Dominic Raab lét af störfum sem utanríkisráðherra og Truss tók við. Á því ári sem hún hefur verið utanríkisráðherra hefur Truss þurft að glíma við flókin verkefni. Vandamál á Norður-Írlandi vegna Brexit leysti hún með því að afnema hluta af samningi Bretlands við Evrópusambandið, sem það hefur harðlega gagnrýnt. Þá tókst henni að tryggja lausn tveggja Breta, með íranskan ríkisborgararétt, sem höfðu verið fangelsaðir í Íran. Þegar Rússland hóf innrás í Úkraínu í febrúar tók Truss harða afstöðu gegn Rússum og krafðist þess að allar hersveitir Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta yrðu reknar með góðu eða illu úr Úkraínu. Hún hefur þó verið gagnrýnd fyrir að hafa hvatt Breta, sem vildu fara og berjast í Úkraínu, til þess. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands með Truss.Getty/Utanríkisráðuneyti Rússlands Ætlar ekki að „gefa ölmusu“ Þrátt fyrir að hafa borið sigur úr bítum gekk formannsslagurinn ekki smurt hjá Truss og hún verið gagnrýnd fyrir ýmsar skoðanir sem fram komu hjá hennni á undanförnum vikum. Þar á meðal var afstaða hennar til hækkandi verðlags, sem leikur marga Breta grátt þessa dagana. Innt eftir því hvernig hún muni bregðast við hækkandi verðlagi sagðist hún myndu leggja áherslu á að lækka skatta. Hún muni ekki „gefa ölmusu.“ Fatastíl Truss hefur oft verið líkt við klæðnað Margaret Thatcher.Getty/Victoria Jones Þá var hún neydd til að leggja á hilluna áætlun um að tengja launagreiðslur til opinberra starfsmanna við svæðisbundið verðlag (þ.e. almenn útgjöld fólks á hverju svæði fyrir sig), eftir að háttsettir menn innan Íhaldsflokksins bentu á að það myndi leiða til launalækkunar milljóna opinberra starfsmanna, sem eru búsettir annars staðar en í Lundúnum. Þá sagði hún að Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, væri „athyglissjúk“ og að best væri að hundsa hana bara. Margir stjórnmálaspekingar hafa leitt að því líkum að Truss reyni í fatavali að líkja eftir íhaldsgoðsögninni Margaret Thatcher, sem var forsætisráðherra Bretlands frá 1979 til 1990. Það hafi hún gert með því að klæðast hvítum loðhöttum og blússum með slaufu í hálsmálinu. Truss hefur mótmælt þessari viðlíkingu við forsætisráðherrann fyrrverandi. Margaret Thatvher var oft í blússum með slaufu í hálsmálinu og Truss hefur fylgt þeirri tísku eftir.Getty Hefðin hundsuð við skipun drottningar í embættið Elísabet Bretadrottning mun á morgun taka á móti Truss til að skipa hana sem forsætisráðherra til að leiða ríkisstjórn Bretlands. Truss mun leggja land undir fót og ferðast til Balmoral í Skotlandi þar sem drottningin dvelur þessa dagana. Það verður í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar sem hún tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum. Fyrsti dagur Truss í embætti verður því sögulegur, sama hvað. Hefð er fyrir því að nýr forsætisráðherra fái áheyrn drottningarinnar í Buckingham áður en hann tekur við embætti. Það hefur Elísabet alltaf gert hingað til en ástæða breytinganna er sögð bág heilsa hennar og ferðalög sögð vera henni sérstaklega erfið. Það hefur aðeins einu sinni gert áður frá valdatíð Viktoríu drottningar, sem lést árið 1901, að nýr forsætisráðherra hafi ekki verið skipaður í Buckingham-höll. Það var árið 1908 þegar Herbert Henry Asquith ferðaðist til Biarritz í Frakklandi til að hitta Eðvarð sjöunda Bretakonung. Bretland Fréttaskýringar Kosningar í Bretlandi Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent
Þegar hún var aðeins sjö ára gömul fór Liz Truss með hlutverk Margaret Thatcher, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, í gervikosningu í grunnskólanum sínum. Truss flutti spennuþrungna ræðu fyrir samnemendur sína um ágæti íhaldshyggju en átti ekki erindi sem erfiði og hlaut ekkert atkvæði í kosningunni. Hún greiddi sjálfri sér ekki einu sinni atkvæði, annað en Thatcher sjálf sem vann frækinn sigur í þingkosningunum 1983. Þrátt fyrir þetta feilspor fetar Truss sannarlega í fótspor Thatcher, þrjátíu og níu árum eftir misheppnaða nemendakosningu, en Truss er nýr formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra Bretlands. Truss, sem hefur undanfarið kjörtímabil sinnt embætti utanríkisráðherra, vann frækinn sigur í kosningu um formannsembættið gegn fjármálaráðherranum fyrrverandi Rishi Sunak. Stóð við bakið á Boris til síðasta dags Formannskjörið hefur verið langt og strangt eftir að Boris Johnson sagði af sér í byrjun júlímánaðar. Það gerði hann í kjölfar þess að fjöldi háttsettra einstaklinga innan flokks hans sagði af sér, til dæmis menntamálaráðherrann, dómsmálaráðherrann og fjármálaráðherrann áðurnefndi. Rishi Sunak bauð sig fram til formanns gegn Truss.EPA-EFE/NEIL HALL Baráttan hófst með átta frambjóðendum en eftir fimm umferðir voru bara Truss og Sunak eftir. Segja má að stefna Johnson lifi þannig áfram en Truss var ein fárra innan flokksins sem studdi Johnson statt og stöðugt til síðasta dags. Það kemur þó ekki á óvart að Truss hafi orðið fyrir valinu. Þrátt fyrir óvinsældir Johnson meðal háttsettra manna innan flokksins er hann enn nokkuð vinsæll meðal almennra flokksmanna og Truss hefur þar að auki unnið hart að því að byggja upp gott samband við kjósendur í kjördæmi sínu undanfarin ár. Segja má með sanni að Truss hafi lengi ætlað sér að setjast í stól forsætisráðherra en hún lýsti þeim áhuga í viðtali við You Magazine í maí 2019. Það fer varla fram hjá neinum að í myndatökunni hefur innblástur verið sóttur til forsætisráðherrans fyrrverandi Margaret Thatcher, bæði hvað varðar fataval og túperaða hárið. View this post on Instagram A post shared by Liz Truss (@elizabeth.truss.mp) Sökuð um lygar um barnæskuna En lítum lengra aftur í tímann og skoðum æsku Truss. Mary Elizabeth Truss fæddist í Oxford 26. júlí 1975, elst fjögurra systkina og eina stúlkan í hópnum. Faðir hennar, John Kenneth Truss, starfaði sem prófessor í stærðfræði og móðir hennar, Priscilla Mary, starfaði sem hjúkrunarfræðingur. Báðum hefur Truss lýst sem miklum vinstrimönnum en móðir hennar var lengi vel virkur meðlimur í samtökum kjarnorkuandstæðinga, Campaign for Nuclear Disarmament. View this post on Instagram A post shared by Liz Truss (@elizabeth.truss.mp) Fjölskyldan flutti, þegar Truss var fjögurra ára gömul, til borgarinnar Paisley vestur af Glasgow í Skotlandi. Nokkrum árum síðar fluttist fjölskyldan til Leeds þar sem Truss sótti nám í gagnfræðaskólanum Roundhay. Fjallað er um það bæði í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um Truss og umfjöllun fréttastofu Guardian að hún hafi lýst skólanum þannig að illa hafi verið staðið að menntun nemenda við hann. Lágar væntingar og lítið utanumhald hafi orðið til þess að nemendur hafi ekki uppfyllt þau markmið sem þeir hefðu átt að ná. Samnemendur hennar við skólann hafa hins vegar mótmælt þessum lýsingum, þar á meðal Martin Pengelly blaðamaður hjá Guardian, sem skrifaði í grein, sem ber fyrirsögnina „Ég ólst upp á sama stað og Liz Truss, var í sama skóla. Hún segir ykkur ekki sannleikann“ og birtist 18. júlí síðastliðinn: „Kannski velur hún ákveðna hluti úr æsku sinni og dregur úr ágæti skólans og kennaranna sem hjálpuðu henni til þess eins að ná pólitískum markmiðum sínum.“ Frá Frjálslyndum demókrötum til Íhaldsmanna En hvernig sem menntun hennar var háttað tókst Truss vel til en hún komst inn í Oxford háskóla að loknum gagnfræðaskólanum þar sem hún lagði stund á nám í heimspeki, stjórnmálafræði og hagfræði. Hún var auk þess virk í stúdentapólitík, til að byrja með í samtökum Frjálslyndra demókrata við skólann. Liz Truss með félaga sínum Douglas árið 1998 þegar þau buðu sig fram til borgarstjórnar í Vanbrugh Ward í Greenwich.Instagram/Liz Truss Á landsfundi flokksins árið 1994 flutti hún ræðu þar sem hún talaði fyrir afnámi konungsstjórnarinnar: „Við, Frjálslyndir demókratar, trúum því að allir eigi rétt á jöfnum tækifærum. Við trúum því ekki að fólk sé fætt til að stjórna.“ Stuttu síðar sagði hún skilið við flokkinn og gekk til liðs við Íhaldsmenn. Eftir útskrift starfaði Truss í bókhaldi fyrir Shell og síðar Cable & Wireless og giftist samstarfsmanni sínum Hugh O'Leary árið 2000. Parið á saman tvö börn. Í framboð eftir framhjáhald Árið 2001 var Truss frambjóðandi Íhaldsflokksins í þingkosningum í kjördæminu Hemsworth í Vestur-Jórvíkurskíri en tapaði þeim kosningum. Kjörtímabili síðar, árið 2005, bauð hún sig fram í Calder Walley í Vestur-Jórvíkurskíri, og tapaði þeim kosningum sömuleiðis. Hún var ekki af baki dottin og var árið 2006 kjörin borgarfulltrúi í Greenwich, í suðausturhluta Lundúna, og frá árinu 2008 starfaði hún fyrir pólitísku samtökin Reform. Í kosningunum árið 2010 var Truss ein þeirra sem þáverandi formaður Íhaldsflokksins, David Cameron, setti á svokallaðan A-lista sinn, yfir þá flokksmenn sem hann vildi endilega að kæmust inn á þing. Truss var sett í framboðssæti í Suðvestur Norfolk, sem öruggt þótti að kæmist inn á þing. Það leið þó ekki á löngu þar til flokksmenn í kjördæminu fóru að mótmæla tilnefningunni. Ástæða mótmælanna var sú að í ljós kom að Truss hafði átt í framhjáhaldssambandi við þingmanninn Mark Field einhverjum árum áður, á meðan þau voru bæði harðgift öðru fólki. Tilraunir til að bola henni frá mistókust og Truss komst inn á þing með meira en þrettán þúsund fleiri atkvæðum en næsti maður á eftir. Breskir verkamenn með „mestu iðjuleysingjum í heimi“ Sama ár gaf Truss út bókina Britannia Unchained, sem hún skrifaði ásamt fjórum öðrum þingmönnum Íhaldsflokksins. Í bókinni töluðu þingmennirnir fyrir afnámi reglugerða til þess að fleyta Bretlandi áfram innan alþjóðasamfélagsins og fyrir frjálsum markaði. Þingmennirnir voru harðlega gagnrýndir fyrir kafla í bókinni þar sem breskum verkamönnum var lýst sem „einum mestu iðjuleysingjum í heimi.“ Truss hefur ávallt haldið því fram að hún hafi ekki komið að þessum skrifum. Truss með vinkonu sinni snemma á tíunda áratugi síðustu aldar.Instagram/Liz Truss Árið 2012 varð Truss menntamálaráðherra og tveimur árum síðar varð hún umhverfisráðherra. Árið 2016 tók Truss svo við embætti dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Theresu May en það ár hófst ein mesta deila breskra stjórnmála á þessari öld. Brexit varð mál málanna og Truss harður andstæðingur skilnaðarins við Evrópusambandið. Hún skrifaði meðal annars í leiðara í dagblaðinu Sun að Brexit yrði þrefaldur harmleikur: Fleiri reglur, fleiri eyðublöð og meiri tafir í viðskiptum við ESB. Eftir að niðurstaðan lá fyrir og ljóst var að hún og hennar skoðanabræður hefðu tapað slagnum skipti Truss um skoðun. Hennar mat var að Brexit væri kjörið tækifæri til að hrista upp í kerfinu. Erfið verkefni utanríkisráðherra Áfram hélt klifur Truss upp pólitískan valdastiga. Áður en Theresa May lét af embætti forsætisráðherra tók Truss við sem fjármálaráðherra en þegar Boris Johnson tók við sem leiðtogi flokksins árið 2019 var Truss færð yfir í embætti ráðherra um alþjóðleg viðskipti, sem gaf henni tækifæri til að funda með erlendum leiðtogum og viðskiptamógúlum. Truss er hér með Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra Tyrklands.Getty/Cem Ozdel/ Í fyrra tók Truss, þá 46 ára gömul, við einu valdamesta embætti innan bresku ríkisstjórnarinnar. Dominic Raab lét af störfum sem utanríkisráðherra og Truss tók við. Á því ári sem hún hefur verið utanríkisráðherra hefur Truss þurft að glíma við flókin verkefni. Vandamál á Norður-Írlandi vegna Brexit leysti hún með því að afnema hluta af samningi Bretlands við Evrópusambandið, sem það hefur harðlega gagnrýnt. Þá tókst henni að tryggja lausn tveggja Breta, með íranskan ríkisborgararétt, sem höfðu verið fangelsaðir í Íran. Þegar Rússland hóf innrás í Úkraínu í febrúar tók Truss harða afstöðu gegn Rússum og krafðist þess að allar hersveitir Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta yrðu reknar með góðu eða illu úr Úkraínu. Hún hefur þó verið gagnrýnd fyrir að hafa hvatt Breta, sem vildu fara og berjast í Úkraínu, til þess. Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands með Truss.Getty/Utanríkisráðuneyti Rússlands Ætlar ekki að „gefa ölmusu“ Þrátt fyrir að hafa borið sigur úr bítum gekk formannsslagurinn ekki smurt hjá Truss og hún verið gagnrýnd fyrir ýmsar skoðanir sem fram komu hjá hennni á undanförnum vikum. Þar á meðal var afstaða hennar til hækkandi verðlags, sem leikur marga Breta grátt þessa dagana. Innt eftir því hvernig hún muni bregðast við hækkandi verðlagi sagðist hún myndu leggja áherslu á að lækka skatta. Hún muni ekki „gefa ölmusu.“ Fatastíl Truss hefur oft verið líkt við klæðnað Margaret Thatcher.Getty/Victoria Jones Þá var hún neydd til að leggja á hilluna áætlun um að tengja launagreiðslur til opinberra starfsmanna við svæðisbundið verðlag (þ.e. almenn útgjöld fólks á hverju svæði fyrir sig), eftir að háttsettir menn innan Íhaldsflokksins bentu á að það myndi leiða til launalækkunar milljóna opinberra starfsmanna, sem eru búsettir annars staðar en í Lundúnum. Þá sagði hún að Nicola Sturgeon, leiðtogi skosku heimastjórnarinnar, væri „athyglissjúk“ og að best væri að hundsa hana bara. Margir stjórnmálaspekingar hafa leitt að því líkum að Truss reyni í fatavali að líkja eftir íhaldsgoðsögninni Margaret Thatcher, sem var forsætisráðherra Bretlands frá 1979 til 1990. Það hafi hún gert með því að klæðast hvítum loðhöttum og blússum með slaufu í hálsmálinu. Truss hefur mótmælt þessari viðlíkingu við forsætisráðherrann fyrrverandi. Margaret Thatvher var oft í blússum með slaufu í hálsmálinu og Truss hefur fylgt þeirri tísku eftir.Getty Hefðin hundsuð við skipun drottningar í embættið Elísabet Bretadrottning mun á morgun taka á móti Truss til að skipa hana sem forsætisráðherra til að leiða ríkisstjórn Bretlands. Truss mun leggja land undir fót og ferðast til Balmoral í Skotlandi þar sem drottningin dvelur þessa dagana. Það verður í fyrsta sinn í sjötíu ára valdatíð drottningarinnar sem hún tekur ekki á móti nýjum forsætisráðherra í Buckingham-höll í Lundúnum. Fyrsti dagur Truss í embætti verður því sögulegur, sama hvað. Hefð er fyrir því að nýr forsætisráðherra fái áheyrn drottningarinnar í Buckingham áður en hann tekur við embætti. Það hefur Elísabet alltaf gert hingað til en ástæða breytinganna er sögð bág heilsa hennar og ferðalög sögð vera henni sérstaklega erfið. Það hefur aðeins einu sinni gert áður frá valdatíð Viktoríu drottningar, sem lést árið 1901, að nýr forsætisráðherra hafi ekki verið skipaður í Buckingham-höll. Það var árið 1908 þegar Herbert Henry Asquith ferðaðist til Biarritz í Frakklandi til að hitta Eðvarð sjöunda Bretakonung.