Nóg um að vera á skrifstofu Southampton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. ágúst 2022 17:45 Ainsley Maitland-Niles er á leiðinni til Southampton. David Price/Getty Images Þó svo að enska úrvalsdeildarfélagið Southampton hafi unnið góðan 2-1 sigur á Chelsea um liðna helgi þá ætlar liðið heldur betur að styrkja sig áður en félagaskiptaglugginn lokar. Hinn fjölhæfi Ainsley Maitland-Niles er á leið til leiðsins frá Arsenal á láni. Hinn 25 ára gamli Maitland-Niles var í láni hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Roma á síðustu leiktíð og West Bromwich Albion á Englandi þar áður. Hvort Ralph Hasenhüttl, þjálfari Southampton, sjái leikmanninn fyrir sér sem bakvörð eða miðjumann verður svo einfaldlega að koma í ljós. Ainsley Maitland-Niles will become new Southampton player later today. Medical scheduled, contract to be extended until 2024 and then loan with buy option from AFC. #SaintsFCDetails and story confirmed https://t.co/xOpZ3GVphp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Enska félagið er einnig að reyna krækja í vængmanninn Cody Gakpo frá PSV í Hollandi en glugginn þar í landi lokar í kvöld. Manchester United sýndi hinum 23 ára gamla Gakpo áhuga fyrr í sumar en keypti á endanum Antony frá Ajax. Southampton are waiting for PSV to decide on Cody Gakpo. Official bid has been submitted but it s up to PSV now as transfer market closes tonight for Eredivisie. #SaintsFCLeeds will move for Cody Gakpo only if Daniel James decides to leave. pic.twitter.com/7SV4xQ1Wjx— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Þá heldur Southampton áfram að sækja unga leikmenn frá stærstu liðum Englands en liðið hefur verið duglegt að gefa leikmönnum sem fá ekki tækifæri hjá Chelsea eða Manchester City smjörþefinn af ensku úrvalsdeildinni. Nú eru tveir leikmenn Man City við það að skrifa undir hjá Dýrlingunum. Um er að ræða Sam Edozie og Juan Larios. Southampton have now reached full agreement with Man City to sign Sam Edozie and Juan Larios, two more top talents. #SaintsFCThe agreement has been completed and both players will join Saints in the next hours. #MCFC pic.twitter.com/AYNZv92dzZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Hvort Southampton stefni á að sækja enn fleiri leikmenn fyrir gluggalok er óvíst en það verður nóg um að vera á skrifstofu liðsins á næstu klukkustundum. Southampton er sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Hinn fjölhæfi Ainsley Maitland-Niles er á leið til leiðsins frá Arsenal á láni. Hinn 25 ára gamli Maitland-Niles var í láni hjá ítalska úrvalsdeildarliðinu Roma á síðustu leiktíð og West Bromwich Albion á Englandi þar áður. Hvort Ralph Hasenhüttl, þjálfari Southampton, sjái leikmanninn fyrir sér sem bakvörð eða miðjumann verður svo einfaldlega að koma í ljós. Ainsley Maitland-Niles will become new Southampton player later today. Medical scheduled, contract to be extended until 2024 and then loan with buy option from AFC. #SaintsFCDetails and story confirmed https://t.co/xOpZ3GVphp— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Enska félagið er einnig að reyna krækja í vængmanninn Cody Gakpo frá PSV í Hollandi en glugginn þar í landi lokar í kvöld. Manchester United sýndi hinum 23 ára gamla Gakpo áhuga fyrr í sumar en keypti á endanum Antony frá Ajax. Southampton are waiting for PSV to decide on Cody Gakpo. Official bid has been submitted but it s up to PSV now as transfer market closes tonight for Eredivisie. #SaintsFCLeeds will move for Cody Gakpo only if Daniel James decides to leave. pic.twitter.com/7SV4xQ1Wjx— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Þá heldur Southampton áfram að sækja unga leikmenn frá stærstu liðum Englands en liðið hefur verið duglegt að gefa leikmönnum sem fá ekki tækifæri hjá Chelsea eða Manchester City smjörþefinn af ensku úrvalsdeildinni. Nú eru tveir leikmenn Man City við það að skrifa undir hjá Dýrlingunum. Um er að ræða Sam Edozie og Juan Larios. Southampton have now reached full agreement with Man City to sign Sam Edozie and Juan Larios, two more top talents. #SaintsFCThe agreement has been completed and both players will join Saints in the next hours. #MCFC pic.twitter.com/AYNZv92dzZ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 31, 2022 Hvort Southampton stefni á að sækja enn fleiri leikmenn fyrir gluggalok er óvíst en það verður nóg um að vera á skrifstofu liðsins á næstu klukkustundum. Southampton er sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með sjö stig eftir fimm leiki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og stjörnurnar í pílukasti Sport EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira