Líkt og svo oft áður var mikill hiti er Chelsea og Tottenham mættust. Tuchel og Antonio Conte rifust sem hundur og köttur á meðan lið þeirra gerðu 2-2 jafntefli. Náði hegðun þjálfaranna hámarki eftir leik þegar Tuchel neitaði að sleppa hendi Conte því Ítalinn horfði ekki í augun á honum.
Í kjölfarið fór Tuchel í viðtal þar sem hann sagði best að „Anthony Taylor“ myndi ekki dæma leik hjá Chelsea aftur.
Var hann ósáttur með að Taylor hafi ekkert gert er Christan Romero reif augljóslega í hár Marc Cucurella í aðdraganda jöfnunarmark Tottenham í uppbótartíma.
— FA Spokesperson (@FAspokesperson) August 31, 2022
Tuchel hafði áður fengið eins leiks bann og sekt upp á 35 þúsund pund fyrir hegðun s´na eftir leik. Nú þarf hann að borga 20 þúsund pund til viðbótar þar sem honum tókst ekki að hemja skap sitt að leik loknum.