Arsenal vann 2-1 sigur á Aston Villa í kvöld þökk sé sigurmarki Gabriel Martinelli en öll mörk kvöldsins voru skoruð af Brasilíumönnum. Gabriel Jesus kom Arsenal yfir eftir skelfileg mistök markvarðar Villa í fyrri hálfleik. Arteta segir það vera einn besta hálfleik liðsins undir sinni stjórn.
„Við áttum að skora þrjú, fjögur eða fimm, líklega ein besta frammistaða okkar til þessa. En við drápum ekki leikinn og í þessari deild er þér refsað fyrir það. Þetta var bardagi í síðari hálfleik, þeir spila mjög beinskeytt. Það er mikið af seinni boltum, brotum og þetta verður smá endanna á milli. Ef þú drepur ekki leikinn þá mun það bíta þig í rassinn.“
„Án þess að gefa þeim nein færi, eina hornspyrnu, þá fáum við á okkur mark og þetta er orðið leikur að nýju,“ sagði Arteta um jöfnunarmark Aston Villa en Douglas Luiz skoraði það beint úr hornspyrnu. Um er að ræða annað mark leikmannsins úr hornspyrnu á leiktíðinni.
„Við brugðumst vel við markinu þeirra. Sýndum bæði þrautseigju og karakter til að vinna leikinn. Það snýst um samheldni, skilning og tengingu milli leikmanna. Þú getur séð hvernig þeir vinna saman og ógna andstæðingunum.“
„Andrúmsloftið á vellinum hjálpar alltaf liðinu. Við erum að vinna leiki og eigum það skilið en það er enn fullt af hlutum sem er hægt að laga,“ sagði Artet að lokum.