United kynnir Antony til leiks Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2022 09:31 Antony er orðinn leikmaður Manchester United. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Manchester United hefur tilkynnt um kaup félagsins á Brasilíumanninum Antony frá Ajax í Hollandi. Skiptin hafa legið í loftinu um hríð. Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City. Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira
Antony skrifar undir fimm ára samning við Manchester United, til sumarsins 2027, með möguleika á framlengingu um eitt ár. Talið er að hann kosti félagið um 82 milljónir punda. „Þetta er ótrúleg stund á mínum ferli að ganga til liðs við eitt sögufrægasta félag heims,“ er haft eftir Antony á heimasíðu Manchester United. Antony er 22 ára gamall örvfættur kantmaður, sem leikur yfirleitt hægra megin. Hann lék með São Paulo í heimalandinu áður en hann samdi við Ajax sumarið 2020. Hann vann sér strax sæti í byrjunarliði Ajax og skoraði 18 deildarmörk í 57 deildarleikjum á tveimur leiktíðum með félaginu þar sem hann vann hollenska meistaratitilinn bæði árin. Straight from the heart. @Antony00 is a RED! #MUFC pic.twitter.com/wzRA7El4PD— Manchester United (@ManUtd) September 1, 2022 Hlakkar til að vinna áfram með ten Hag Erik ten Hag, sem hætti með Ajax til að taka við sem þjálfari Manchester United í sumar, var stjóri Antony bæði ár hans í hollensku höfuðborginni og endurnýjar nú kynnin við kappann. Hann er annar leikmaðurinn sem Manchester United fær frá Ajax í sumar á eftir argentínska miðverðinum Lisandro Martínez. Þar að auki hefur félagið fest kaup á Hollendingnum Tyrell Malacia frá Feyenoord, Christian Eriksen frá Brentford, og Casemiro frá Real Madrid í sumar. „Að spila undir stjórn Erik ten Hag hjá Ajax var fullkomið fyrir mig og mína framþróun sem leikmaður. Hans leikstíll kallar fram það besta hjá mér, og ég er spenntur yfir þeim plönum og metnaði sem hann hefur fyrir komandi verkefni í Manchester,“ er enn fremur haft eftir Brasilíumanninum. Eftir tvö slæm töp fyrir Brighton og Brentford í fyrstu tveimur leikjum leiktíðarinnar vann United Liverpool og Southampton í næstu tveimur leikjum. Þeirra bíður heimsókn á King Power-völlinn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem þeir takast á við Leicester City.
Enski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Gagnrýna vinnubrögð HSÍ og segja eftirmálana „skammarlega“ Handbolti De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Enski boltinn Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar Íslenski boltinn „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Sport Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Fær fyrirliðabandið nítján ára gömul og aðeins á öðru ári í atvinnumennsku Fótbolti Biður liðið um að láta ekki blekkjast af sigri gærdagsins Fótbolti Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur Körfubolti Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Fótbolti Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Birmingham - Newcastle | Alfons og Willum báðir á bekknum Sjóðheitur Jón Daði gaf fyrstu stoðsendinguna De Bruyne bjargaði City gegn C-deildarliðinu Maguire hetja United í bikarnum Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Sjá meira