„Þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi“ Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 14:01 Stelpurnar okkar fengu frábæran stuðning á EM í Englandi í sumar og vonast eftir sams konar stuðningi á heimavelli á morgun. VÍSIR/VILHELM „Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta,“ segir Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, aðspurð hvað þurfi að breytast til að uppselt sé á eins mikilvægan leik og viðureign Íslands og Hvíta-Rússlands í undankeppni HM í fótbolta á morgun. Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira
Leikurinn á Laugardalsvelli á morgun skiptir sköpum varðandi möguleika Íslands á að komast á HM í Ástralíu næsta sumar. Þetta er jafnframt fyrsti og eini heimaleikur stelpnanna okkar á þessu ári. Nú í hádeginu höfðu aðeins 3.300 miðar farið út úr miðasölukerfinu fyrir leikinn og því enn pláss fyrir 6.500 manns. Þróunin virðist því síst sú sama á Íslandi og víða annars staðar í Evrópu, þar sem hvert áhorfendametið á fætur öðru hefur fallið síðustu misseri í knattspyrnu kvenna. „Væri gaman að fá fólkið sem tuðar mest“ „Hvað þarf að breytast? Bara það að fólk mæti á völlinn. Það var mikið „hype“ í kringum EM og margt fólk sem flaug út og horfði á leikina. Núna er akkúrat séns. Við erum að spila heima og gátum ekki spilað heima fyrir EM. Fólk þarf að fara upp úr sófanum og mæta. Félagsliðin þurfa líka að ýta undir það að stelpurnar mæti og bara að sem flestir mæti,“ sagði Sara á blaðamannafundi í dag. Klippa: Sara og Þorsteinn um stuðning Íslendinga „Ég held að það væri gaman að fá fólkið sem að tuðar mest á samfélagsmiðlum til að mæta á völlinn,“ bætti Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari við og kímdi áður en hann hélt áfram: „Ég held að það sé partur af þessu. Umræða um karla og kvenna og eitthvað svoleiðis… við erum að horfa út í heim á hvert áhorfendametið á fætur öðru. Við þykjumst alltaf vera stærstu og bestu stuðningsmenn í heimi og það er kominn tími til að við sönnum það gagnvart stelpunum. Þær eiga það bara skilið og ekkert annað. Við erum að ná fínum árangri, erum á fínum stað, með gott landslið sem hefur mikla möguleika, og áhorfendur skipta okkur máli. Þeir skipta okkur máli að því leyti til að þeir hjálpa okkur í gegnum erfiðar aðstæður, ýta okkur áfram. Stuðningur skiptir máli og ég hvet alla til að mæta og njóta þess að horfa á hörkuleik og styðja stelpurnar til frekari árangurs.“ „Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það“ Aðspurður hvort að hann teldi tímasetningu leiksins, klukkan 17:30 á föstudegi, hafa áhrif sagðist Þorsteinn ekki telja það. Tímasetningin er sameiginleg ákvörðun KSÍ og RÚV en annað kvöld er RÚV með beina útsendingu úr Hörpu í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands. „Er ekki búið að stytta vinnuvikuna?“ spurði Þorsteinn léttur í bragði. „Það ætti að vera tími fyrir fólk til að mæta á völlinn í flestum tilvikum. Ég held að leiktíminn hafi ekkert um þetta að segja. Þú verður þá að skamma RÚV fyrir það,“ bætti hann við.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fleiri fréttir Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Sjá meira