Áfall þegar hún sá myndir af hryssunum sínum í fjölmiðlum Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2022 21:00 Ingibjörg Gunnarsdóttir, fyrrverandi eigandi þriggja hrossa sem nú eru sögð sæta illri meðferð í Borgarnesi. Vísir/Arnar Fyrrverandi eigandi þriggja hrossa úr stóði, sem sagt er hafa sætt illri meðferð núverandi eigenda, segir það hafa verið gríðarlegt áfall að sjá myndir af hrossunum í fjölmiðlum í gær. Hún leitar nú leiða til að fá hrossin aftur til sín. Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu síðdegis í gær og ræddi við Steinunni Árnadóttur organista í Borgarneskirkju sem lýsti áhyggjum sveitunga sinna vegna illrar meðferðar á hrossunum. Myndband sem Steinunn tók af hryssu og folaldi úr stóðinu í hesthúsabyggðinni við Borgarnes 16. ágúst síðastliðinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Hestarnir voru settir út eftir að málið komst í fjölmiðla og fréttastofa hafði uppi á einu trippanna, sem sýnt var í beinni útsendingu og einnig má sjá í fréttinni. Ingibjörg Gunnarsdóttir er fyrrverandi eigandi þriggja hryssa úr stóðinu, sem sýndar eru í fréttinni sem folöld þegar þær voru í eigu Ingibjargar. Og á þessari mynd innan úr hesthúsinu í Borgarfirði eru þær allar samankomnar að sögn Ingibjargar, grindhoraðar og þjáðar að sjá. Brúna hryssan með blesuna sem liggur á gólfi stíunnar til vinstri er ekki úr röðum Ingibjargar. Hinar þrjár á myndinni telur hún að hafi verið keyptar hjá sér í fyrra. „Þetta var bara mjög mikið sjokk. Systir mín hringdi í mig í gær og var bara grátandi yfir þessu. Við leggjum metnað í að sinna okkar dýrum vel og höfum lagt metnað í að tryggja að þau fari á góða staði. Þetta var bara mikið áfall. Og ótrúlegt að þetta geti gerst að einhver hagi sér svona,“ segir Ingibjörg. Engin svör Kaupandi hafi lofað hryssunum góðu heimili, loforð sem greinilega hafi verið þverbrotið. Hún, og fleiri fyrrverandi eigendur, hafi haft samband við MAST og núverandi eigendur. „Og myndum náttúrulega helst vilja taka hrossin til baka. Við höfum góða aðstöðu til að veita þeim það sem þau þurfa og höfum miklar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum, og í höndum þessara aðila sem virðast ekki betur í stakk búin að sinna þeim en þetta.“ En þið hafið engin svör fengið? „Við höfum engin svör fengið, hvorki frá kaupandanum né MAST.“ Hvernig finnst þér stemningin í hestasamfélaginu út af þessu? „Það eru allir bara gjörsamlega miður sín. Fólk trúir ekki að þetta geti gerst. Fólk er bara orðlaust,“ segir Ingibjörg. Ekki náðist í núverandi eigendur hrossanna við vinnslu fréttarinnar. Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Vísir greindi fyrstur miðla frá málinu síðdegis í gær og ræddi við Steinunni Árnadóttur organista í Borgarneskirkju sem lýsti áhyggjum sveitunga sinna vegna illrar meðferðar á hrossunum. Myndband sem Steinunn tók af hryssu og folaldi úr stóðinu í hesthúsabyggðinni við Borgarnes 16. ágúst síðastliðinn má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. Hestarnir voru settir út eftir að málið komst í fjölmiðla og fréttastofa hafði uppi á einu trippanna, sem sýnt var í beinni útsendingu og einnig má sjá í fréttinni. Ingibjörg Gunnarsdóttir er fyrrverandi eigandi þriggja hryssa úr stóðinu, sem sýndar eru í fréttinni sem folöld þegar þær voru í eigu Ingibjargar. Og á þessari mynd innan úr hesthúsinu í Borgarfirði eru þær allar samankomnar að sögn Ingibjargar, grindhoraðar og þjáðar að sjá. Brúna hryssan með blesuna sem liggur á gólfi stíunnar til vinstri er ekki úr röðum Ingibjargar. Hinar þrjár á myndinni telur hún að hafi verið keyptar hjá sér í fyrra. „Þetta var bara mjög mikið sjokk. Systir mín hringdi í mig í gær og var bara grátandi yfir þessu. Við leggjum metnað í að sinna okkar dýrum vel og höfum lagt metnað í að tryggja að þau fari á góða staði. Þetta var bara mikið áfall. Og ótrúlegt að þetta geti gerst að einhver hagi sér svona,“ segir Ingibjörg. Engin svör Kaupandi hafi lofað hryssunum góðu heimili, loforð sem greinilega hafi verið þverbrotið. Hún, og fleiri fyrrverandi eigendur, hafi haft samband við MAST og núverandi eigendur. „Og myndum náttúrulega helst vilja taka hrossin til baka. Við höfum góða aðstöðu til að veita þeim það sem þau þurfa og höfum miklar áhyggjur af þeim í þessum aðstæðum, og í höndum þessara aðila sem virðast ekki betur í stakk búin að sinna þeim en þetta.“ En þið hafið engin svör fengið? „Við höfum engin svör fengið, hvorki frá kaupandanum né MAST.“ Hvernig finnst þér stemningin í hestasamfélaginu út af þessu? „Það eru allir bara gjörsamlega miður sín. Fólk trúir ekki að þetta geti gerst. Fólk er bara orðlaust,“ segir Ingibjörg. Ekki náðist í núverandi eigendur hrossanna við vinnslu fréttarinnar.
Dýraheilbrigði Borgarbyggð Hestar Dýraníð í Borgarfirði Tengdar fréttir Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28 Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Sjá meira
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
Skoða hvernig MAST stendur sig í eftirliti með velferð dýra Ríkisendurskoðun hefur ákveðið að hefja frumkvæðisúttekt á eftirliti Matvælastofnunar með velferð dýra. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar. Tilefni ákvörðunarinnar er ekki tiltekin en hún kemur í beinu framhaldi af háværri gagnrýni á eftirlit MAST með dýravelferð í Borgarbyggð. 1. september 2022 16:28
Lögreglumenn fóru að bænum í gærkvöldi Lögregla á Vesturlandi segir enga kæru hafa borist vegna máls hrossaræktenda, sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum, í nágrenni Borgarnes. Málið hafi hins vegar verið tilkynnt til lögreglu í ágúst og í gærkvöldi hafi lögreglumenn sinnt útkalli að bænum. 1. september 2022 10:27