Hlaðinni byssu beint að höfði varaforsetans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. september 2022 07:39 De Kirchner lifði banatilræðið af. Getty/Matías Baglietto Litlu munaði að varaforseti Argentínu væri ráðinn af dögum í gær þegar maður beindi hlaðinni byssu að höfði hennar og tók í gikkinn en byssan stóð á sér. Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði. Argentína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Christina Fernandez de Kirchner var að heilsa stuðningsmönnum fyrir utan heimili sitt í gær þegar karlmaður steig út úr hópnum og beindi skammbyssu að höfði hennar. Að sögn Alberto Fernandez, forseta landsins, var byssan hlaðin fimm skotum en eitthvað hafi klikkað þegar byssumaðurinn tók í gikkinn. De Kirchner var á heimleið úr dómsal þegar atvikið átti sér stað en hún hefur verið ákærð fyrir spillingu. Hún neitar allri sök. Að sögn lögreglu er maðurinn nú í gæsluvarðhaldi og reyni nú að komast til botns í því hver ástæða árásarinnar var. Staðarmiðlar hafa greint frá því að maðurinn sé 35 ára gamall Brasilíumaður. Hundruð hafa safnast saman fyrir utan heimili de Kirchner undanfarna daga til að lýsa yfir stuðningi við hana.Getty/Martin Cossarini Fernandez forseti sagði í ræðu í gærkvöldi að enn sé ekki ljóst hvað hafi leitt til þess að byssan hafi staðið á sér. Hann fordæmdi árásina og sagði að atvikið væri eitt það alvarlegasta sem upp hafi komið síðan lýðræði var innleitt í landinu árið 1983. „Við getum verið ósammála, við getum deilt um hluti í grundvallaratriðum. En hatursorðræða má ekki lýðast vegna þess að hún leiðir til ofbeldis og ofbeldi getur ekki haldist í hendur við lýðræði,“ sagði Fernandez. Þá lýsti hann því yfir að í dag, föstudag, fengju allir Argentínumenn sem það vildu frí frá skyldum sínum til þess að lýsa yfir stuðningi við lýðræði, lífið og varaforsetann. Á myndbandi má sjá manninn beina skammbyssunni að höfði varaforsetans og reyna að taka í gikkinn en mistakast. Undanfarna daga hafa hundruð safnast saman fyrir utan heimili varaforsetans til að lýsa yfir stuðningi við hana vegna réttarhaldanna sem nú standa yfir. De Kirchner er sökuð um spillingu með því að hafa nýtt sér stöðu sína þegar hún var forseti árin 2007 til 2015. Hún hafi gert það með því að veita aðilum tengdum sér opinber verkefni í heimahéraði sínu Patagonia. Verði de Kirchner sakfelld gæti hún átt yfir höfði sér tólf ára dóm og ævilangt bann úr stjórnmálum. Þar sem de Kirchner er forseti öldungadeildar þingsins nýtur hún þingfriðhelgi og þyrfti því ekki að afplána dóminn í fangelsi nema Hæstiréttur Argentínu dæmi hana til fangelsisvistar eða hún missi sæti sitt á þingi í næstu kosningum, sem fara fram í árslok 2023. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem de Kirchner hefur verið sótt til saka fyrir spillingu í kjölfar forsetatíðar hennar. Talið er að réttarhöldin muni standa yfir í nokkra mánuði.
Argentína Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira