Sjáðu mörkin úr stórsigri Íslands Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. september 2022 22:01 Sara Björk Gunnarsdóttir kom íslenska liðinu á bragðið með tveimur mörkum í upphafi leiks. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann afar öruggan 6-0 sigur er liðið tók á móti Hvít-Rússum í undankeppni HM í kvöld. Sigurinn lyfti íslenska liðinu á topp C-riðils og framundan er hreinn úrslitaleikur gegn Hollendingum um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. Íslensku stelpurnar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda, en það var landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Sara Björk Gunnarsdóttir, sem kom liðinu í forystu með marki af vítapunktinum á 12. mínútu eftir að Amanda Andradóttir hafði fiskað spyrnuna. Sara Björk! Amanda Andradóttir nær í vítaspyrnu og fyrirliðinn fer á punktinn og SKORAR! 1-0 pic.twitter.com/U6XcTPlUKk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Sara var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skallaði fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið og staðan því orðin 2-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. SARA BJÖRK! Tveimur mínútum síðar tvöfaldar fyrirliðinn forystu Íslands eftir frábæra fyrirgjöf Sveindísar Jane. 2-0 eftir 15 mínútur 🇮🇸 pic.twitter.com/kIGJqFZ15w— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Ekki tókst íslenska liðinu að bæta þriðja markinu við í fyrri hálfleik, en Dagný Brynjarsdóttir sá til þess að áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir því eftir hléið. Þvílík byrjun á seinni hálfleik! Dagný Brynjarsdóttir bætir við þriðja marki Íslands, 3-0 🇮🇸 👏🏽 - Hennar 36. landsliðsmark! pic.twitter.com/AGku8Sw0QG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir skallaði svo hornspyrnu Amöndu Andradóttur í netið þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan því orðin 4-0 og enn nóg eftir af leiknum. Hin átján ára gamla Amanda Andradróttir með frábæra hornspyrnu og Glódís Perla stangar boltann í netið! 4-0 eftir 70. mínútur 💣 pic.twitter.com/F4Wsku3ZkN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 4-0 varð svo 5-0 tíu mínútum síðar þegar Sveindís Jane Jónsdóttir lék sér að varnarmönnum gestanna og kom boltanum fyrir markið. Þar var mætt áðurnefnd Dagný Brynjarsdóttir og hún skoraði sitt annað mark í leiknum og sitt 37. landsliðsmark á ferlinum. Dagný er því orðin næst markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Frábærir taktar hjá Sveindísi Jane! Leggur hér upp 37. landsliðsmark Dagnýjar Brynjarsdóttur sem er nú orðin næst markahæsta landsliðskonan frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. 5-0! pic.twitter.com/MeEXavPxh0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Það var svo Selma Sól Magnúsdóttir sem rak smiðshöggið á stórsigur Íslands þegar hún skoraði sjötta mark liðsins á 82. mínútu. Lokatölur 6-0 og íslensku stelpurnar fara fullar sjálfstrausts inn í úrslitaleikinn gegn Hollendingum. Selma Sól Magnúsdóttir bætir við sjötta markinu - 6-0 takk fyrir! pic.twitter.com/HLDXqm3NBF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira
Íslensku stelpurnar réðu lögum og lofum frá upphafi til enda, en það var landsliðsfyrirliðinn sjálfur, Sara Björk Gunnarsdóttir, sem kom liðinu í forystu með marki af vítapunktinum á 12. mínútu eftir að Amanda Andradóttir hafði fiskað spyrnuna. Sara Björk! Amanda Andradóttir nær í vítaspyrnu og fyrirliðinn fer á punktinn og SKORAR! 1-0 pic.twitter.com/U6XcTPlUKk— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Sara var svo aftur á ferðinni tveimur mínútum síðar þegar hún skallaði fyrirgjöf Sveindísar Jane Jónsdóttur í netið og staðan því orðin 2-0 áður en stundarfjórðungur var liðinn af leiknum. SARA BJÖRK! Tveimur mínútum síðar tvöfaldar fyrirliðinn forystu Íslands eftir frábæra fyrirgjöf Sveindísar Jane. 2-0 eftir 15 mínútur 🇮🇸 pic.twitter.com/kIGJqFZ15w— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Ekki tókst íslenska liðinu að bæta þriðja markinu við í fyrri hálfleik, en Dagný Brynjarsdóttir sá til þess að áhorfendur þurftu ekki að bíða lengi eftir því eftir hléið. Þvílík byrjun á seinni hálfleik! Dagný Brynjarsdóttir bætir við þriðja marki Íslands, 3-0 🇮🇸 👏🏽 - Hennar 36. landsliðsmark! pic.twitter.com/AGku8Sw0QG— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Glódís Perla Viggósdóttir skallaði svo hornspyrnu Amöndu Andradóttur í netið þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og staðan því orðin 4-0 og enn nóg eftir af leiknum. Hin átján ára gamla Amanda Andradróttir með frábæra hornspyrnu og Glódís Perla stangar boltann í netið! 4-0 eftir 70. mínútur 💣 pic.twitter.com/F4Wsku3ZkN— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 4-0 varð svo 5-0 tíu mínútum síðar þegar Sveindís Jane Jónsdóttir lék sér að varnarmönnum gestanna og kom boltanum fyrir markið. Þar var mætt áðurnefnd Dagný Brynjarsdóttir og hún skoraði sitt annað mark í leiknum og sitt 37. landsliðsmark á ferlinum. Dagný er því orðin næst markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. Frábærir taktar hjá Sveindísi Jane! Leggur hér upp 37. landsliðsmark Dagnýjar Brynjarsdóttur sem er nú orðin næst markahæsta landsliðskonan frá upphafi ásamt Hólmfríði Magnúsdóttur. 5-0! pic.twitter.com/MeEXavPxh0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022 Það var svo Selma Sól Magnúsdóttir sem rak smiðshöggið á stórsigur Íslands þegar hún skoraði sjötta mark liðsins á 82. mínútu. Lokatölur 6-0 og íslensku stelpurnar fara fullar sjálfstrausts inn í úrslitaleikinn gegn Hollendingum. Selma Sól Magnúsdóttir bætir við sjötta markinu - 6-0 takk fyrir! pic.twitter.com/HLDXqm3NBF— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) September 2, 2022
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Handbolti Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Fótbolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Fótbolti Fleiri fréttir Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Sjá meira