Lögnin sem fór í sundur er sextíu ára gömul Árni Sæberg skrifar 3. september 2022 15:29 Íbúar Hvassaleitis fylgdust náið með störfum slökkviliðs í gær. Hugur Veitna er nú sagðuir hjá þeim. Vísir/Vilhelm Lögn sem fór í sundur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að gríðarlegt magn vatns flæddi í Hvassaleiti er frá árinu 1962. Hún er ein tveggja lagna sem sjá vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Því mun fólk ekki finna fyrir því að lögnin hafi verið tekin úr rekstri. Í fréttatilkynningu frá Veitum segir að fyrirtækið hafi fyrst orðið vart við þrýstingslækkun í kerfinu klukkan 21:43 og vinna hafi þá hafist við að staðsetja lekann. Þá var mannskapur kallaður út til að bregðast við lekanum eftir að hann hafði verið staðsettur. „Fyrsta verk útkallshópsins var að loka fyrir vatnið en fara þurfti í þrjú lokahús til að skrúfa fyrir flæðið. Þá hafði töluvert af vatni flætt með tilheyrandi tjóni,“ segir í tilkynningu. Hugur Veitna hjá íbúum Í tilkynningu segir að ljóst sé að íbúar á svæðinu hafi orðið fyrir tjóni vegna lekans og að hugur Veitna sé hjá því fólki. Íbúar sem hafa rætt við fréttastofu í dag segja að mikið tjón hafi orðið en að mesta mildi sé að enginn búi á jarðhæð hússins. Þar sé íbúar með geymslur og þvottahús. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við sitt tryggingarfélag en orsök lekans liggja ekki fyrir. Því er ekki ljóst hvar bótaábyrgð liggur að svo stöddu. Ekki tekin í notkun fyrr en öryggi er tryggt Í tilkynningunni segir að lögnin hafi nú verið tekin úr rekstri og ítarleg greiningarvinna og viðgerðir hefjist strax á mánudag. „Veitur munu fara í gagngera greiningu á lögninni og ekki setja hana í rekstur á ný fyrr en búið er komast að orsökum og tryggja öryggi hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá muni lokun lagnarinnar ekki hafa áhrif á borgarbúa enda sé lögnin ein tveggja sem sjái vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Líkt og greint var frá í morgun stóðu engar framkvæmdir eða viðgerðir yfir þegar lögnin fór í sundur og því er engin augljós skýring á lekanum. Reykjavík Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Veitum segir að fyrirtækið hafi fyrst orðið vart við þrýstingslækkun í kerfinu klukkan 21:43 og vinna hafi þá hafist við að staðsetja lekann. Þá var mannskapur kallaður út til að bregðast við lekanum eftir að hann hafði verið staðsettur. „Fyrsta verk útkallshópsins var að loka fyrir vatnið en fara þurfti í þrjú lokahús til að skrúfa fyrir flæðið. Þá hafði töluvert af vatni flætt með tilheyrandi tjóni,“ segir í tilkynningu. Hugur Veitna hjá íbúum Í tilkynningu segir að ljóst sé að íbúar á svæðinu hafi orðið fyrir tjóni vegna lekans og að hugur Veitna sé hjá því fólki. Íbúar sem hafa rætt við fréttastofu í dag segja að mikið tjón hafi orðið en að mesta mildi sé að enginn búi á jarðhæð hússins. Þar sé íbúar með geymslur og þvottahús. Íbúar eru hvattir til að hafa samband við sitt tryggingarfélag en orsök lekans liggja ekki fyrir. Því er ekki ljóst hvar bótaábyrgð liggur að svo stöddu. Ekki tekin í notkun fyrr en öryggi er tryggt Í tilkynningunni segir að lögnin hafi nú verið tekin úr rekstri og ítarleg greiningarvinna og viðgerðir hefjist strax á mánudag. „Veitur munu fara í gagngera greiningu á lögninni og ekki setja hana í rekstur á ný fyrr en búið er komast að orsökum og tryggja öryggi hennar,“ segir í tilkynningunni. Þá muni lokun lagnarinnar ekki hafa áhrif á borgarbúa enda sé lögnin ein tveggja sem sjái vestari hluta Reykjavíkur fyrir köldu vatni. Líkt og greint var frá í morgun stóðu engar framkvæmdir eða viðgerðir yfir þegar lögnin fór í sundur og því er engin augljós skýring á lekanum.
Reykjavík Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tengdar fréttir Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varið í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Sjá meira
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46
Myndasyrpa: Allt á floti í Hvassaleiti Um klukkan tíu í kvöld fór kaldavatnslögn í sundur í Hvassaleitinu. Vatnið flæddi um hverfið eins og um straumþunga á væri að ræða. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari fréttastofunnar fór á vettvang, myndir af svæðinu má sjá hér að neðan. 3. september 2022 00:04