Brighton skoraði fimm og vann öruggan sigur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. september 2022 15:00 Brighton skoraði fimm í dag. Steven Paston/Getty Images Brighton & Hove Albion vann 5-2 sigur á Leicester City í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var mjög fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna. Það tók gestina aðeins 53 sekúndur að brjóta ísinn. Solly March tapaði boltanum þá illa á slæmum stað, boltinn endaði hjá Patson Daka sem gaf fyrir markið á Kelechi Iheanacho og framherjinn þurfti ekki að gera annað en að renna boltanum í autt markið. 20 - Kelechi Iheanacho has been directly involved in 20 goals in his last 25 starts in the Premier League for @LCFC (15 goals, 5 assists). Automatic. pic.twitter.com/VPYlxgNNM4— OptaJoe (@OptaJoe) September 4, 2022 March bætti hins vegar upp fyrir mistökin þegar hann jafnaði metin með fínum skalla á 10. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Brighton í vil. James Maddison tapaði boltanum á eigin vallarhelming og Brighton refsaði. Moises Caicedo af öllum með markið. Patson Daka jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeið þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Brighton eftir góða sendingu frá Youri Tielemans. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir strax í upphafi fyrri hálfleiks þegar Alexis Mac Allister skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig. Mark Argentínumannsins var hins vegar dæmt af þar sem það var rangstaða í aðdraganda þess. Á 65. mínútu skoraði Trossard svo fyrir Brighton og að þessu sinni fékk markið að standa. Staðan orðin 3-2 og Mac Allister skoraði svo loks skömmu síðar þegar Brighton fékk vítaspyrnu. Staðan orðin 4-2 og virtust það ætla að verða lokatölur en undir lok leiks fengu heimamenn aukaspyrnu rúmlega 20 metrum frá marki. Mac Allister stillti boltanum upp og smurði hann í samskeytin fjær, frábært marka í alla staði og 5-2 sigur Brighton staðreynd. Lærisveinar Graham Potter fara þar með upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir á meðan Leicester er í botnsætinu með aðeins eitt stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira
Leikurinn var mjög fjörugur eins og lokatölurnar gefa til kynna. Það tók gestina aðeins 53 sekúndur að brjóta ísinn. Solly March tapaði boltanum þá illa á slæmum stað, boltinn endaði hjá Patson Daka sem gaf fyrir markið á Kelechi Iheanacho og framherjinn þurfti ekki að gera annað en að renna boltanum í autt markið. 20 - Kelechi Iheanacho has been directly involved in 20 goals in his last 25 starts in the Premier League for @LCFC (15 goals, 5 assists). Automatic. pic.twitter.com/VPYlxgNNM4— OptaJoe (@OptaJoe) September 4, 2022 March bætti hins vegar upp fyrir mistökin þegar hann jafnaði metin með fínum skalla á 10. mínútu leiksins eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard. Aðeins nokkrum mínútum síðar var staðan svo orðin 2-1 Brighton í vil. James Maddison tapaði boltanum á eigin vallarhelming og Brighton refsaði. Moises Caicedo af öllum með markið. Patson Daka jafnaði hins vegar metin áður en fyrri hálfleikur rann sitt skeið þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Brighton eftir góða sendingu frá Youri Tielemans. Heimamenn héldu að þeir hefðu komist yfir strax í upphafi fyrri hálfleiks þegar Alexis Mac Allister skoraði með þrumuskoti fyrir utan teig. Mark Argentínumannsins var hins vegar dæmt af þar sem það var rangstaða í aðdraganda þess. Á 65. mínútu skoraði Trossard svo fyrir Brighton og að þessu sinni fékk markið að standa. Staðan orðin 3-2 og Mac Allister skoraði svo loks skömmu síðar þegar Brighton fékk vítaspyrnu. Staðan orðin 4-2 og virtust það ætla að verða lokatölur en undir lok leiks fengu heimamenn aukaspyrnu rúmlega 20 metrum frá marki. Mac Allister stillti boltanum upp og smurði hann í samskeytin fjær, frábært marka í alla staði og 5-2 sigur Brighton staðreynd. Lærisveinar Graham Potter fara þar með upp í 4. sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex umferðir á meðan Leicester er í botnsætinu með aðeins eitt stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sjá meira