Þurfa að afsanna fullyrðingar Íslandsmeistaranna Valur Páll Eiríksson skrifar 5. september 2022 14:01 Breiðablik er með pálmann í höndunum fyrir lokakaflann í Bestu deildinni en leikur kvöldsins getur haft mikið að segja. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Stórleikur er á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld er Breiðablik og Valur eigast við á Kópavogsvelli klukkan 19:15. Blikar geta komist í vænlega stöðu á toppi deildarinnar með sigri. Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum. Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira
Breiðablik stendur vel að vígi í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sem liðið þráir eftir að hafa séð eftir honum í hendur Víkinga í fyrra, þar sem aðeins einu stigi munaði á liðunum. Blikar hafa unnið síðustu tvo leiki sína í deildinni eftir óvænt stórtap fyrir Stjörnunni og jafntefli við Víkinga. Leikmenn liðsins vilja eflaust halda sigurhrinunni gangandi, og sýna hvað í þeim býr eftir slæmt 3-0 tap fyrir Víkingi í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn var. Tapið þýðir að Blikar hafa einungis deildarkeppnina að einbeita sér að og þar er titillinn í þeirra höndum. Breiðablik er með 45 stig á toppi deildarinnar og geta náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri í kvöld. Bæði KA og Víkingur töpuðu stigum í gær en sýndu þó bæði mikinn karakter þar sem þau jöfnuðu bæði leiki sína í uppbótartíma. Valsarar geta að sama skapi nýtt sér töpuð stig liðanna og blandað sér af fullum krafti í baráttu um titilinn og Evrópusæti með sigri í kvöld. Eftir þrjá sigra í röð hafa fylgt tvö svekkjandi jafntefli í síðustu leikjum en Valsmenn komast aðeins stigi á eftir Víkingi með sigri í kvöld, og tíu stigum frá Blikum á toppnum. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ætlaði sér sigur í bikarleiknum við Breiðablik í síðustu viku. Hann sagði sigur þar muna hjálpa Víkingum í baráttunni í deildinni og brjóta hjörtu Blika, sem gætu koðnað niður í kjölfarið. Nú er Kópavogspilta að afsanna fullyrðingar þjálfara Íslandsmeistaranna og sýna hvað í þeim býr. Leikur Breiðabliks og Vals hefst klukkan 19:15 í kvöld og hefst bein útsending klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport. Stúkan fer yfir leikinn og umferðina alla að leik loknum.
Besta deild karla Breiðablik Valur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Fleiri fréttir Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Sjá meira