„Draumurinn ekki farinn, við fáum annan séns“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. september 2022 22:05 Glódís Perla Viggósdóttir taldi sig hafa átt að gera betur í marki Hollands. Vísir/J „Bara ógeðslega svekkjandi eiginlega bara grátlegt,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður íslenska landsliðsins, eftir grátlegt 1-0 tap í Hollandi. Ísland tapaði 1-0 gegn Hollandi ytra í lokaleik liðsins í undankeppni HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að tryggja sér farseðilinn þvert yfir hnöttinn en nú fer liðið í umspil. „Mér fannst við lélegar í fyrri hálfleik og vorum heppnar, heppnar að vera með Söndru fyrir aftan okkur. Fannst við hins vegar góðar í seinni hálfleik, spiluðum agaðan og góðan varnarleik, þær voru ekki að skapa sér neitt. Svo erum við einni mínútu frá þessu. Eins grátlegt og það verður, ég trúi þessu eiginlega ekki. Bara grátlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina,“ sagði Glódís Perla um leikinn. Þá var miðvörðurinn öflugi einkar ósátt með mark Hollendinga en hún taldi sig hafa átt að gera betur þar. „Gríðarlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina.“ „Fannst þær ekki vera að skapa sér neitt hættulegt. Komu með fyrirgjafir og við vorum vel staðsettar. Sandra tók svo allt annað sem kom á markið,“ sagði Glódís Perla um síðari hálfleikinn en íslenska liðið breytti aðeins uppleggi sínu þar. „Fáum meira að segja dauðafæri en erum heppnar í fyrri hálfleik. Ekki nægilega góðar þar. Veit ekki hvort það var uppleggið eða hvort við vorum ekki að fylgja því nægilega vel en þær náðu að spila í gegnum okkur, í kringum okkur og bara allt. Við vorum ekki að klukka þær, vorum ekki með neina stjórn á leiknum en mér fannst við ná því í seinni hálfleik. Vorum með leikinn undir „control“ þá.“ „Núna er þetta gríðarlega sárt en það er bara mánuður í næsta leik og draumurinn er ekki farinn. Við fáum annan séns þó hefði verið gaman að klára þetta í kvöld,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að endingu. Klippa: Glódís Perla eftir tapið grátlega í Hollandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:43 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Ísland tapaði 1-0 gegn Hollandi ytra í lokaleik liðsins í undankeppni HM kvenna í fótbolta sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Jafntefli hefði dugað íslenska liðinu til að tryggja sér farseðilinn þvert yfir hnöttinn en nú fer liðið í umspil. „Mér fannst við lélegar í fyrri hálfleik og vorum heppnar, heppnar að vera með Söndru fyrir aftan okkur. Fannst við hins vegar góðar í seinni hálfleik, spiluðum agaðan og góðan varnarleik, þær voru ekki að skapa sér neitt. Svo erum við einni mínútu frá þessu. Eins grátlegt og það verður, ég trúi þessu eiginlega ekki. Bara grátlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina,“ sagði Glódís Perla um leikinn. Þá var miðvörðurinn öflugi einkar ósátt með mark Hollendinga en hún taldi sig hafa átt að gera betur þar. „Gríðarlega svekkjandi en nú verðum við að fara hina leiðina.“ „Fannst þær ekki vera að skapa sér neitt hættulegt. Komu með fyrirgjafir og við vorum vel staðsettar. Sandra tók svo allt annað sem kom á markið,“ sagði Glódís Perla um síðari hálfleikinn en íslenska liðið breytti aðeins uppleggi sínu þar. „Fáum meira að segja dauðafæri en erum heppnar í fyrri hálfleik. Ekki nægilega góðar þar. Veit ekki hvort það var uppleggið eða hvort við vorum ekki að fylgja því nægilega vel en þær náðu að spila í gegnum okkur, í kringum okkur og bara allt. Við vorum ekki að klukka þær, vorum ekki með neina stjórn á leiknum en mér fannst við ná því í seinni hálfleik. Vorum með leikinn undir „control“ þá.“ „Núna er þetta gríðarlega sárt en það er bara mánuður í næsta leik og draumurinn er ekki farinn. Við fáum annan séns þó hefði verið gaman að klára þetta í kvöld,“ sagði Glódís Perla Viggósdóttir að endingu. Klippa: Glódís Perla eftir tapið grátlega í Hollandi
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50 Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00 „Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15 „Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:43 Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Einkunnir Íslands: Sandra maður leiksins Ísland tapaði með afar svekkjandi hætti, 1-0 fyrir Hollandi í undankeppni HM ytra. Sigurmark Hollands kom í uppbótartíma og þýðir að Ísland fer ekki beint á HM heldur í umspil. 6. september 2022 20:50
Twitter eftir grátlegt tap í Hollandi: „Maður er bugaður eftir þennan leik. Takk fyrir stelpur“ Ísland tapaði með minnsta mun í Hollandi í kvöld er liðin mættust í lokaumferð undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Jafntefli hefði dugað Íslandi til að komast beint á HM en liðið fer nú í umspil sem fram fer í október. 6. september 2022 21:00
„Vorum grátlega nálægt þessu“ Það voru þung skref sem Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, tók er hann kom og ræddi við blaðamenn eftir grátlegt tap Íslands í lokaleik liðsins í undankeppni HM. 6. september 2022 21:15
„Við ætlum okkur á HM þó það hafi ekki tekist í dag“ „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég er bara ógeðslega svekkt,“ sagði niðurlút Sandra Sigurðardóttir eftir grátlegt tap íslenska kvennalandsliðsins gegn því hollenska í undankeppni HM í kvöld. 6. september 2022 21:43