De Bruyne: Veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. september 2022 07:02 Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland er blanda sem bara virkar. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Kevin De Bruyne, leikmaður Englandmeistara Manchester City, hefur lagt upp fimm mörk í sjö leikjum í öllum keppnum það sem af er tímabils. Hann lagði upp fyrsta mark City er liðið vann 4-0 útisigur gegn Sevilla í Meistaradeild Evrópu fyrir Norðmanninn Erling Baut Haaland. Þrjár af þessum fimm stoðsendingum Belgans hafa verið á Haaland og eins og kannski flestir bjuggust við þá er Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland blanda sem bara virkar. Eins og pylsa og kók eða Malt og Appelsín. De Bruyne 🅰️Haaland ⚽️Get used to this, get VERY used to it 🔥 pic.twitter.com/ptIcTu2ZXd— 433 (@433) September 6, 2022 Eftir sigurinn gegn Sevilla í gær ræddi miðjumaðurinn einmitt um þessa tengingu þeirra félaga og sagði að hann gæti alltaf treyst á það að nýi liðsfélaginn sinn væri mættur til að taka við sendingum hans. „Ég reyni bara að vinna mína vinnu. Taka réttu hlaupin og reyni að búa til eins mörg færi og ég get og ég veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur. Eins og staðan er núna þá er hann að skora mikið af mörkum og það hjálpar okkur að vinna leiki,“ sagði De Bruyne eftir sigurinn. Eins og áhugafólk um enska knattspyrnu veit þá var Haaland keyptur til City fyrir um 60 milljónir evra fyrr í sumar. Einhverjir reyndu að vera sniðugir og spáðu því að einn besti framherji heims síðustu ár ætti eftir að þurfa tíma til að aðlagast fótboltanum hjá City, en hann hefur heldur betur afsannað það og skorað 12 mörk í sjö leikjum í öllum keppnum. „Mér finnst hann hafa aðlagast okkar bolta mjög vel, en ég held að ef við horfum framhjá markaskorun þá sé annar hluti leiksins sem er kannski erfiðara að aðlagast,“ sagði De Bruyne um liðsfélaga sinn. „Mér finnst það spennandi. Ef hann nær að aðlagast okkar leik enn betur, þá munu gæðin okkar aukast enn meira,“ sagði De Bruyne að lokum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Þrjár af þessum fimm stoðsendingum Belgans hafa verið á Haaland og eins og kannski flestir bjuggust við þá er Kevin De Bruyne og Erling Braut Haaland blanda sem bara virkar. Eins og pylsa og kók eða Malt og Appelsín. De Bruyne 🅰️Haaland ⚽️Get used to this, get VERY used to it 🔥 pic.twitter.com/ptIcTu2ZXd— 433 (@433) September 6, 2022 Eftir sigurinn gegn Sevilla í gær ræddi miðjumaðurinn einmitt um þessa tengingu þeirra félaga og sagði að hann gæti alltaf treyst á það að nýi liðsfélaginn sinn væri mættur til að taka við sendingum hans. „Ég reyni bara að vinna mína vinnu. Taka réttu hlaupin og reyni að búa til eins mörg færi og ég get og ég veit alltaf að sama hvað, þá er Haaland mættur. Eins og staðan er núna þá er hann að skora mikið af mörkum og það hjálpar okkur að vinna leiki,“ sagði De Bruyne eftir sigurinn. Eins og áhugafólk um enska knattspyrnu veit þá var Haaland keyptur til City fyrir um 60 milljónir evra fyrr í sumar. Einhverjir reyndu að vera sniðugir og spáðu því að einn besti framherji heims síðustu ár ætti eftir að þurfa tíma til að aðlagast fótboltanum hjá City, en hann hefur heldur betur afsannað það og skorað 12 mörk í sjö leikjum í öllum keppnum. „Mér finnst hann hafa aðlagast okkar bolta mjög vel, en ég held að ef við horfum framhjá markaskorun þá sé annar hluti leiksins sem er kannski erfiðara að aðlagast,“ sagði De Bruyne um liðsfélaga sinn. „Mér finnst það spennandi. Ef hann nær að aðlagast okkar leik enn betur, þá munu gæðin okkar aukast enn meira,“ sagði De Bruyne að lokum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Enski boltinn Afar stolt eftir tapið gegn Íslandi Fótbolti Fleiri fréttir Brentford - Liverpool | Tekst meisturunum að sækja sigur í deildinni? Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira