Heimsmeistarinn hætti í miðju móti og vitnaði í Mourinho á samfélagsmiðlum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 09:31 Magnus Carlsen hefur alls orðið fimm sinnum heimsmeistari í skák. Olimpik/Getty Images Magnus Carlsen, heimsmeistari í skák, hætti í miðri keppni á Sinquefield-mótinu. Talið er að Carlsen hafi hafi hætt þar sem hann taldi mótherja sinn vera að svindla. Er hann tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni þá vitnaði hann í knattspyrnuþjálfarann José Mourinho. Carlsen hefur gefið út að hann muni ekki reyna að verja heimsmeistaratitil sinn þar sem hann finni ekki fyrir neinum hvata til þess. Alls hefur hann orðið heimsmeistari í skák fimm sinnum. Hann er þó enn að keppa í skák og var kominn í þriðju umferð á Sinquefield-mótinu. Um er að ræða virt alþjóðlegt skákmót þar sem heildarverðlaunafé er í kringum hálf milljón Bandaríkjadala. Mótið er einnig hálfgert lokamót Grand Chess-mótaraðarinnar þar sem flestir af bestu skákmönnum heims keppa. Carlsen tapaði fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann í 3. umferð mótsins og ákvað í kjölfarið að hætta þátttöku í mótinu. Var þetta í annað sinn sem Carlsen tapar fyrir Niemann á innan við mánuði. Vitað er að Niemann svindlaði er hann spilaði skák á veraldarvefnum sem ungur drengur en hann segist betri maður í dag. Það virðist sem Carlsen kaupi það ekki alveg ef marka má færslu heimsmeistarans á Twitter. „Ég hef dregið mig úr keppni. Ég hef alltaf notið þess að spila í Saint Louis skákklúbbnum (þar sem mótið fer fram) og vonast til að snúa aftur í framtíðinni,“ stendur í færslunni en undir textanum er myndbandsbútur úr viðtali sem José Mourinho fór í fyrir mörgum árum. Þar segir Mourinho: „Ég verð í miklum vandræðum ef ég tjái mig.“ I've withdrawn from the tournament. I've always enjoyed playing in the @STLChessClub, and hope to be back in the future https://t.co/YFSpl8er3u— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 5, 2022 Það er nokkuð ljóst að Carlsen telur vera brögð í tafli og segja má að skáksamfélagið sé á hliðinni vegna málsins. Skák Noregur Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Carlsen hefur gefið út að hann muni ekki reyna að verja heimsmeistaratitil sinn þar sem hann finni ekki fyrir neinum hvata til þess. Alls hefur hann orðið heimsmeistari í skák fimm sinnum. Hann er þó enn að keppa í skák og var kominn í þriðju umferð á Sinquefield-mótinu. Um er að ræða virt alþjóðlegt skákmót þar sem heildarverðlaunafé er í kringum hálf milljón Bandaríkjadala. Mótið er einnig hálfgert lokamót Grand Chess-mótaraðarinnar þar sem flestir af bestu skákmönnum heims keppa. Carlsen tapaði fyrir hinum 19 ára gamla Hans Niemann í 3. umferð mótsins og ákvað í kjölfarið að hætta þátttöku í mótinu. Var þetta í annað sinn sem Carlsen tapar fyrir Niemann á innan við mánuði. Vitað er að Niemann svindlaði er hann spilaði skák á veraldarvefnum sem ungur drengur en hann segist betri maður í dag. Það virðist sem Carlsen kaupi það ekki alveg ef marka má færslu heimsmeistarans á Twitter. „Ég hef dregið mig úr keppni. Ég hef alltaf notið þess að spila í Saint Louis skákklúbbnum (þar sem mótið fer fram) og vonast til að snúa aftur í framtíðinni,“ stendur í færslunni en undir textanum er myndbandsbútur úr viðtali sem José Mourinho fór í fyrir mörgum árum. Þar segir Mourinho: „Ég verð í miklum vandræðum ef ég tjái mig.“ I've withdrawn from the tournament. I've always enjoyed playing in the @STLChessClub, and hope to be back in the future https://t.co/YFSpl8er3u— Magnus Carlsen (@MagnusCarlsen) September 5, 2022 Það er nokkuð ljóst að Carlsen telur vera brögð í tafli og segja má að skáksamfélagið sé á hliðinni vegna málsins.
Skák Noregur Ásakanir um svindl í skákheiminum Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Körfubolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Heiðruðu látinn liðsfélaga og rústuðu síðan Raiders Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Ísbjörninn segir að hann myndi klára Jake Paul í þremur lotum Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira