„Íslenska ríkið er gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt“ Snorri Másson skrifar 8. september 2022 08:41 Lina Elisabet Hallberg er Svíi sem ólst upp í Sviss en flutti til Íslands árið 2016. Lina starfar sem tannlæknir á Íslandi en þurfti á sínum tíma að minnka verulega við sig í starfi, þar sem hún vildi klára að læra íslensku. Eina leiðin sem hún mat færa var að fara beinlínis í háskólanám, þar sem aðra valkosti skorti. Lina ræddi málefni íslenskukennslu í Íslandi í dag, þar sem hún sagði íslenska ríkið sýna mikið áhugaleysi í innflytjendamálum; og að ekki væri nándar nærri staðið nógu vel að íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hér að ofan má sjá viðtalið, sem fer fram á lýtalausri íslensku - nokkuð sem allir geta lært að sögn Linu. „Ég byrjaði á að fara í tungumálaskóla, keypti bækur, en því miður. Eftir fjögur eða fimm námskeið þá var ekkert til að gera. Það er hægt að læra íslensku en það vantar kennslubækur, orðabækur og námskeið," segir Lina. Úrræðaleysið sem blasir við eftir fyrstu grunnnámskeiðin kemur að sögn Linu niður á íslensku samfélagi í praktískum skilningi. Hún sjálf hafi þannig þurft að minnka við sig í vinnu til að klára námið og þar að auki þekki hún fjölda menntaðs fólks sem ekki getur starfað við fag sitt vegna þess að það hefur ekki náð tökum á tungumálinu þrátt fyrir áralanga dvöl. Það sé ekki fjarlægur veruleiki að hér skapist stór hópur fólks sem ekki tali tungumálið, heldur sé sú staða þegar uppi. Lina Hallberg tannlæknir er mikill áhugamaður um íslenska tungu og hefur náð undraverðum tökum á henni á aðeins örfáum árum. Aðrir geta gert hið sama, en þá verða yfirvöld að skapa forsendur til náms.Vísir/Vilhelm „Mér finnst íslenska ríkið mjög gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt,“ segir Lina. Ég þekki marga sem hafa verið hér í sjö, átta, níu ár og tala varla íslensku af því að tækifærin eru ekki til. Það er ótrúlega erfitt að finna námskeið. Það eru ekki til kennslubækur og kennslubækurnar sem þú átt að skoða til að fá ríkisborgararétt, þær eru bara ekki góðar. Það þarf, að sögn Linu, að gera miklu, miklu betur. Íslensk fræði Innflytjendamál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Lina ræddi málefni íslenskukennslu í Íslandi í dag, þar sem hún sagði íslenska ríkið sýna mikið áhugaleysi í innflytjendamálum; og að ekki væri nándar nærri staðið nógu vel að íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hér að ofan má sjá viðtalið, sem fer fram á lýtalausri íslensku - nokkuð sem allir geta lært að sögn Linu. „Ég byrjaði á að fara í tungumálaskóla, keypti bækur, en því miður. Eftir fjögur eða fimm námskeið þá var ekkert til að gera. Það er hægt að læra íslensku en það vantar kennslubækur, orðabækur og námskeið," segir Lina. Úrræðaleysið sem blasir við eftir fyrstu grunnnámskeiðin kemur að sögn Linu niður á íslensku samfélagi í praktískum skilningi. Hún sjálf hafi þannig þurft að minnka við sig í vinnu til að klára námið og þar að auki þekki hún fjölda menntaðs fólks sem ekki getur starfað við fag sitt vegna þess að það hefur ekki náð tökum á tungumálinu þrátt fyrir áralanga dvöl. Það sé ekki fjarlægur veruleiki að hér skapist stór hópur fólks sem ekki tali tungumálið, heldur sé sú staða þegar uppi. Lina Hallberg tannlæknir er mikill áhugamaður um íslenska tungu og hefur náð undraverðum tökum á henni á aðeins örfáum árum. Aðrir geta gert hið sama, en þá verða yfirvöld að skapa forsendur til náms.Vísir/Vilhelm „Mér finnst íslenska ríkið mjög gott í að skrifa skýrslur en svo gerist ekki neitt,“ segir Lina. Ég þekki marga sem hafa verið hér í sjö, átta, níu ár og tala varla íslensku af því að tækifærin eru ekki til. Það er ótrúlega erfitt að finna námskeið. Það eru ekki til kennslubækur og kennslubækurnar sem þú átt að skoða til að fá ríkisborgararétt, þær eru bara ekki góðar. Það þarf, að sögn Linu, að gera miklu, miklu betur.
Íslensk fræði Innflytjendamál Tengdar fréttir Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22