Ronaldo var upphafið af deilum Tuchel og Boehly Atli Arason skrifar 8. september 2022 07:01 Thomas Tuchel, Cristiano Ronaldo og Todd Boehly. Getty Images / Samsett Thomas Tuchel var rekinn úr starfi knattspyrnustjóra Chelsea í gær. Samband Tuchel við Todd Boehly, eiganda Chelsea, hafði verið slæmt í allt sumar en upphaf þess má rekja til hugsanlegra félagaskipta Cristiano Ronaldo frá Manchester United til Chelsea. Boehly vildi ólmur fá Cristiano Ronaldo til Chelsea þegar Portúgalinn vildi yfirgefa Manchester United fyrr í sumar. Tuchel vildi þó ekki sjá Ronaldo í sínu liði en hann taldi að framherjinn myndi valda óstöðugleika í búningsherbergi Chelsea. TRUE✅ the fact that Thomas Tuchel resisted buying @Cristiano Ronaldo was one reason for the bad relationship with Todd Boehly. Boehly wanted Ronaldo. Tuchel said: „He will distroy the Spirit in my dressing room“ @BILD_Sport— Christian Falk (@cfbayern) September 7, 2022 Tuchel vildi frekar fá Pierre-Emerick Aubameyang til félagsins frá Barcelona. Tuchel fékk að endingu ráða en Aubameyang kom til Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Aubameyang spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á þriðjudaginn í 1-0 tapinu gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni, sem varð einnig síðasti leikur Tuchel hjá Chelsea. Breska blaðið Telegraph greinir frá því að Tuchel var orðinn verulega þreyttur á því að þurfa að rökstyðja fyrir Boehly hvers vegna hann vildi alls ekki fá Ronaldo til liðsins. Á sama tíma var Boehly að funda með umboðsmanni Ronaldo, Jorge Mendes, með hugsanleg félagaskipti í huga. Ekki hjálpaði það til að Tuchel vildi losna við Armando Broja. Tuchel taldi leikmanninn ekki vera tilbúinn að spila fyrir Chelsea. West Ham gerði tilboð í Broja upp á 30 milljónir punda en Chelsea hafnaði því og gaf Broja þess í stað nýjan sex ára samning. Um leið myndaðist pressa á Tuchel að nota Broja í leikmannahópnum. Eru þessar deilur um Ronaldo þó upphafið af ósætti á milli Tuchel og Boehly en sá síðarnefndi var sagður vera búinn að gera upp hug sinn um að reka Tuchel, fyrir tapið gegn Zagreb á þriðjudag. Tuchel hafði að undanförnu verið duglegur að gagnrýna leikmenn Chelsea og félagaskipti liðsins. Næsti leikur Chelsea er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni næsta laugardag en Chelsea vonast til þess að vera búið að ráða nýjan knattspyrnustjóra fyrir þann leik. Thomas Tuchel's refusal to buy Cristiano Ronaldo is one of the reasons his relationship with Todd Boehly deteriorated, per @cfbayern pic.twitter.com/KTauuoNzlP— B/R Football (@brfootball) September 7, 2022 Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. 1. september 2022 17:31 Tuchel vill fleiri leikmenn Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ánægður að hefja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Hann segist þó vilja bæta við hóp sinn. 6. ágúst 2022 22:00 „Okkur skorti hungur og ákafa“ Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0. 7. september 2022 07:31 Gagnrýnir hugarfarið: Leikmenn sem huga að brottför Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, gagnrýndi leikmenn liðsins eftir 4-0 tap fyrir Arsenal í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Hann segir menn ekki vera með hugann við verkefnið. 24. júlí 2022 16:46 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Boehly vildi ólmur fá Cristiano Ronaldo til Chelsea þegar Portúgalinn vildi yfirgefa Manchester United fyrr í sumar. Tuchel vildi þó ekki sjá Ronaldo í sínu liði en hann taldi að framherjinn myndi valda óstöðugleika í búningsherbergi Chelsea. TRUE✅ the fact that Thomas Tuchel resisted buying @Cristiano Ronaldo was one reason for the bad relationship with Todd Boehly. Boehly wanted Ronaldo. Tuchel said: „He will distroy the Spirit in my dressing room“ @BILD_Sport— Christian Falk (@cfbayern) September 7, 2022 Tuchel vildi frekar fá Pierre-Emerick Aubameyang til félagsins frá Barcelona. Tuchel fékk að endingu ráða en Aubameyang kom til Chelsea á lokadegi félagaskiptagluggans. Aubameyang spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea á þriðjudaginn í 1-0 tapinu gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni, sem varð einnig síðasti leikur Tuchel hjá Chelsea. Breska blaðið Telegraph greinir frá því að Tuchel var orðinn verulega þreyttur á því að þurfa að rökstyðja fyrir Boehly hvers vegna hann vildi alls ekki fá Ronaldo til liðsins. Á sama tíma var Boehly að funda með umboðsmanni Ronaldo, Jorge Mendes, með hugsanleg félagaskipti í huga. Ekki hjálpaði það til að Tuchel vildi losna við Armando Broja. Tuchel taldi leikmanninn ekki vera tilbúinn að spila fyrir Chelsea. West Ham gerði tilboð í Broja upp á 30 milljónir punda en Chelsea hafnaði því og gaf Broja þess í stað nýjan sex ára samning. Um leið myndaðist pressa á Tuchel að nota Broja í leikmannahópnum. Eru þessar deilur um Ronaldo þó upphafið af ósætti á milli Tuchel og Boehly en sá síðarnefndi var sagður vera búinn að gera upp hug sinn um að reka Tuchel, fyrir tapið gegn Zagreb á þriðjudag. Tuchel hafði að undanförnu verið duglegur að gagnrýna leikmenn Chelsea og félagaskipti liðsins. Næsti leikur Chelsea er gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni næsta laugardag en Chelsea vonast til þess að vera búið að ráða nýjan knattspyrnustjóra fyrir þann leik. Thomas Tuchel's refusal to buy Cristiano Ronaldo is one of the reasons his relationship with Todd Boehly deteriorated, per @cfbayern pic.twitter.com/KTauuoNzlP— B/R Football (@brfootball) September 7, 2022
Enski boltinn Tengdar fréttir Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11 Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. 1. september 2022 17:31 Tuchel vill fleiri leikmenn Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ánægður að hefja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Hann segist þó vilja bæta við hóp sinn. 6. ágúst 2022 22:00 „Okkur skorti hungur og ákafa“ Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0. 7. september 2022 07:31 Gagnrýnir hugarfarið: Leikmenn sem huga að brottför Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, gagnrýndi leikmenn liðsins eftir 4-0 tap fyrir Arsenal í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Hann segir menn ekki vera með hugann við verkefnið. 24. júlí 2022 16:46 Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37 Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Sjá meira
Tuchel rekinn eftir tap gærkvöldsins Thomas Tuchel hefur verið vísað úr starfi knattspyrnustjóra hjá Chelsea í kjölfar taps liðsins fyrir Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. 7. september 2022 09:11
Tuchel: Vildi að ég væri með höfuðverk yfir byrjunarliðinu Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, telur að félagið þurfi fleiri leikmenn til að auka á dýpt leikmannahópsins. 1. september 2022 17:31
Tuchel vill fleiri leikmenn Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, var ánægður að hefja leiktíðina í ensku úrvalsdeildinni á sigri. Hann segist þó vilja bæta við hóp sinn. 6. ágúst 2022 22:00
„Okkur skorti hungur og ákafa“ Meistaradeild Evrópu hófst á nýjan leik á þriðjudag. Það var mikið um dýrðir og nokkuð um óvænt úrslit. Þau óvæntustu komu í Króatíu þar sem Dinamo Zagreb skellti Chelsea, lokatölur 1-0. 7. september 2022 07:31
Gagnrýnir hugarfarið: Leikmenn sem huga að brottför Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, gagnrýndi leikmenn liðsins eftir 4-0 tap fyrir Arsenal í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt. Hann segir menn ekki vera með hugann við verkefnið. 24. júlí 2022 16:46
Aubameyang genginn í raðir Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur gengið frá kaupum á framherjanum Pierre-Emerick Aubameyang frá spænska stórveldinu Barcelona. 1. september 2022 23:37