Starfslið Brighton rúið inn að skinni | Leikmaður tekur við Valur Páll Eiríksson skrifar 8. september 2022 16:46 Lallana mun stýra Brighton um helgina ásamt Andrew Crofts, þjálfara U21 árs liðs félagsins. James Williamson - AMA/Getty Images Brighton Hove & Albion missti ekki ekki aðeins aðalþjálfara sinn Graham Potter til Chelsea í dag, heldur lungann úr starfsliði aðalliðs félagsins. Leikmaður félagsins er í tveggja manna teymi sem mun stýra liðinu um helgina. Potter skrifaði undir fimm ára samning sem nýr þjálfari Chelsea í dag eftir að Thomasi Tuchel var sagt upp störfum hjá liðinu í gærmorgun. Hann tók með sér fjóra samstarfsfélaga í aðalliðsteymi Brighton. Aðstoðarþjálfarinn Billy Reid fer sömu leið ásamt markmannsþjálfaranum Ben Roberts, aðalliðsþjálfurunum Bjorn Hamberg og Bruno Saltor, auk Kyle Macauley, sem var í leikmannakaupateymi Brighton (e. recruitment). Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla borgaði Chelsea 21 og hálfa milljón punda fyrir starfsmennina fimm. Fáir standa því eftir í þjálfarateymi Brighton fyrir komandi leik við Bournemouth á laugardaginn kemur. Andrew Crofts, þjálfari U21 árs liðs Brighton mun halda um stjórnartaumana, ásamt leikmanni liðsins Adam Lallana. Lallana er 34 ára gamall miðjumaður og hefur verið hjá Brighton frá árinu 2020 þegar hann kom frá Liverpool. Hann hefur tekið þátt í þremur deildarleikjum á þessari leiktíð en er sagður mikill leiðtogi innan liðsins og sé farinn að leiða hugann að þjálfun eftir að ferlinum lýkur. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira
Potter skrifaði undir fimm ára samning sem nýr þjálfari Chelsea í dag eftir að Thomasi Tuchel var sagt upp störfum hjá liðinu í gærmorgun. Hann tók með sér fjóra samstarfsfélaga í aðalliðsteymi Brighton. Aðstoðarþjálfarinn Billy Reid fer sömu leið ásamt markmannsþjálfaranum Ben Roberts, aðalliðsþjálfurunum Bjorn Hamberg og Bruno Saltor, auk Kyle Macauley, sem var í leikmannakaupateymi Brighton (e. recruitment). Samkvæmt fregnum breskra fjölmiðla borgaði Chelsea 21 og hálfa milljón punda fyrir starfsmennina fimm. Fáir standa því eftir í þjálfarateymi Brighton fyrir komandi leik við Bournemouth á laugardaginn kemur. Andrew Crofts, þjálfari U21 árs liðs Brighton mun halda um stjórnartaumana, ásamt leikmanni liðsins Adam Lallana. Lallana er 34 ára gamall miðjumaður og hefur verið hjá Brighton frá árinu 2020 þegar hann kom frá Liverpool. Hann hefur tekið þátt í þremur deildarleikjum á þessari leiktíð en er sagður mikill leiðtogi innan liðsins og sé farinn að leiða hugann að þjálfun eftir að ferlinum lýkur.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Sjá meira