Man Utd vildi ekki Potter þar sem hann hafði ekki þjálfað í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. september 2022 17:45 Graham Potter [lengst til hægri] er nú þjálfari Chelsea en var á blaði hjá Man United tvívegis áður en félagið ákvað að það væri betur sett með aðra menn í brúnni. Shaun Botterill/Getty Images Graham Potter er nýr þjálfari enska úrvalsdeildarliðsins Chelsea. Hann hefði getað fengið tækifæri til að stýra öðru toppfélagi á Englandi en tvívegis kom nafn hans upp er Manchester United var að leita að nýjum þjálfara. Skortur á reynslu í Meistaradeild Evrópu stöðvaði hins vegar Man United í að fara lengra með áhuga sinn. Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Í frétt The Athletic um hinn 47 ára gamla Potter er farið yfir þjálfaraferil hans, sem hófst í neðri deildunum í Svíþjóð, og ótrúlegan tröppugang á undanförnum árum. Potter hefur gert magnaða hluti með Brighton en þegar hann tók við félaginu var það tiltölulega nýtt í úrvalsdeildinni og ekki þekkt fyrir að spila aðlaðandi fótbolta. Potter bjó til skemmtilegt og vel spilandi lið fyrir lítinn pening og með betri framherja hefði liðið mögulega geta klifið enn hærra í töflunni en raun ber vitni. Þó svo að hjá Brighton hefði Potter allt sem hann vildi þá var hann aldrei að fara neita Chelsea. Að þjálfa lið sem vill vera í berjast um titla heillar þjálfara jafnt og leikmenn. Ef Man United væri sömu skoðunar og Chelsea hefði félagið mögulega getað fengið Potter en nafn hans hefur tvívegis komið þar upp á undanförnum mánuðum. Fyrst er Ole Gunnar Solskjær var rekinn í nóvember á síðasta ári. Á endanum var ákveðið að ráða Ralf Rangnick sem þjálfara liðsins en þó aðeins tímabundið. Hann átti síðan að fara í hlutverk ráðgjafa á meðan nýr þjálfari myndi koma inn sumarið 2022. Er leitað var að þjálfara fyrir tímabilið sem er nú í gangi þá kom Potter aftur upp. Aftur ákváðu þeir sem með valdið fara á Old Trafford að fara ekki lengra þar sem Potter hefur ekki næga reynslu af Meistaradeild Evrópu. Raunar hefur hann enga reynslu af keppninni en hann kom þó Östersund, liðinu sem hann þjálfaði í Svíþjóð, í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar á sínum tíma. Manchester United were twice encouraged to consider Graham Potter, now manager of Chelsea: once when Ole Gunnar Solskjaer was sacked & again when they were looking for Ralf Rangnick's successor.#MUFC opted against the former #BHAFC manager due to his lack of #UCL experience.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) September 9, 2022 Á endanum var Erik Ten Hag ráðinn sem þjálfari Man United en hann hafði stýrt Ajax í Meistaradeildinni um árabil. Potter þurfti að bíða aðeins lengur eftir að stýra einu af stóru liðunum á Englandi en mun nú loks fá þessa Meistaradeildarreynslu sem hefur vantað öll þessi ár.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira