„Hefur vantað sjálfstraust“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 16:31 Steven Lennon og Matthías Vilhjálmsson þekkja það vel að skora mörk, þó að gengi FH hafi verið dapurt í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon Besta deild karla FH Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon
Besta deild karla FH Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira