„Ef ekki núna, hvenær þá?“ Valur Páll Eiríksson skrifar 12. september 2022 12:00 Stjarnan fór vel af stað og nýju mennirnir koma vel inn í liðið. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar segja liðið hafa allt sem til þarf til að taka þátt í titilbaráttu í vor. Vísir/Hulda Margrét Stjarnan fór vel af stað í Olís-deild karla í handbolta er liðið vann 33-28 sigur á FH í Kaplakrika. Nýju mennirnir í Garðabæ, þeir Hergeir Grímsson og Arnar Freyr Ársælsson, komu vel inn í liðið. „Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira
„Aðalatriðið eftir þennan leik eru þessar leikmannastyrkingar hjá Patreki Jóhannessyni. Hann fékk inn tvo leikmenn, og Jóhann Karl [Reynisson] reyndar líka, hann dregur fram skóna. En Arnar Freyr Ársælsson var gjörsamlega geggjaður í þessum leik,“ segir þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni. „Hann var bara mótiveraður gegn sínum gömlu félögum. Sagan segir að hann hafi boðið sig FH-ingum í sumar þegar hann vissi að hann væri að flytja suður og að FH-ingar hafi ákveðið að taka hann ekki,“ segir Theódór Ingi Pálmason en Arnar Freyr var áður í FH en lék með KA á Akureyri á síðustu leiktíð. „Hann var frábær í þessum leik. Hann spilaði frábæran bakvörð, þannig að Hergeir gat verið í horninu varnarlega og skoraði þetta mark sem dregur svolítið tennurnar úr FH-ingum. Hann var bara frábær og var með níu mörk úr tíu skotum,“ segir Theódór. Klippa: Seinni bylgjan: Nýju mennirnir hjá Stjörnunni Hergeir litlu síðri Hergeir Grímsson kom einnig í Stjörnuna fyrir tímabilið, frá uppeldisfélagi sínu, Selfossi. „Hergeir Grímsson. Hann var heitasti bitinn á markaðnum, og þetta er góður biti greinilega.“ segir Stefán Árni. „Algjörlega. Ef við samtvinnum þessi félagsskipti bæði, þá gefur Arnar Freyr Hergeiri það að hann þarf ekki að vera í bakverðinum varnarlega. Hergeir fær pásu, og hvenær ætli hann hafi fengið pásu hjá Selfossi síðustu tvö ár? Hann nýtir sér það, hann er með fullan kraft sóknarlega,“ segir Arnar Daði Arnarsson. „Það verða öll lið í deildinni betri með tímanum en ég held að Stjarnan geti þróað sinn leik alveg rosalega af því að þeir eru með svo gríðarlega mörg vopn í sínu vopnabúri. Þetta eru frábær félagsskipti í þessum tveimur leikmönnum,“ bætir Arnar Daði við. Geta keppt um titilinn Arnar Daði segir Stjörnuna þá hafa allt sem þarf til brunns að bera til að taka þátt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í vor. „Bara klárlega. Þeir eru með frábæran þjálfara sem þekkir það að fara alla leið. Ég ætla ekkert að setja einhverja svakalega pressu á Patta [Patrek Jóhannesson, þjálfara Stjörnunnar] en ef ekki núna, hvenær þá?“ Umræðuna um Stjörnumennnina úr Seinni bylgjunni má sjá í spilaranum að ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Sjá meira