Olís-spá kvenna 2022-23: Máttur fjöldans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2022 11:01 Valskonur fagna sigrinum í Meistarakeppni HSÍ. vísir/diego Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Val 1. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst í dag, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið verði deildarmeistari í þriðja sinn á síðustu sex árum. Eftir síðasta tímabil, þar sem Valur lenti í 2. sæti í deild og úrslitakeppninni og vann bikarkeppnina, fór Lovísa Thompson út í atvinnumennsku. Skarð hennar verður vandfyllt enda sennilega besti alhliða leikmaður Olís-deildarinnar. En þrátt fyrir það virkar Valsliðið óárennilegt og líklegast til afreka í vetur. Það er aðallega vegna breiddarinnar sem ekkert annað lið í Olís-deildinni hefur yfir að ráða. Valur er nánast með tvo leikmenn í hverri stöðu og Ágúst Jóhannsson, þjálfari liðsins, getur skipt mikið án þess að það veikist. Stærsta, og í raun eina, spurningarmerkið er hver verður endakallinn í Valsliðinu. Lovísa var með það hlutverk í Val en hver tekur við því nú þegar hún er farin? En kannski er breiddin og hæfileikarnir í Valsliðinu það miklir að það reynir ekki mikið á það, allavega ekki í deildakeppninni. Gengi Vals undanfarinn áratug 2021-22: 2. sæti+úrslit+bikarmeistari 2020-21: 3. sæti+úrslit 2019-20: 2. sæti 2018-19: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2017-18: Deildarmeistari+úrslit 2016-17: 6. sæti 2015-16: 5. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2013-14: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Thea Imani Sturludóttir í kunnuglegri stöðu.vísir/diego Eftir brotthvarf Lovísu stendur Thea Imani Sturludóttir eftir sem besti og mikilvægasti leikmaður Vals. Hún býr yfir eiginleikum sem engin önnur í Olís-deildinni býr yfir; getur stokkið upp langt fyrir utan, hangið í loftinu að því er virðist endalaust og skotið fastar en flestar. Hlutirnir virka svo auðveldir fyrir Theu að manni finnst hún geta skorað í hverri sókn og maður svekktir sig stundum á því að hún geri ekki meira. Og hún þarf að gera meira í vetur og vera kostur númer eitt í Valssókninni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sigríður Hauksdóttir frá HK Sara Dögg Hjaltadóttir frá Gjerpen (Noregi) Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir frá FH Ásdís Þóra Ágústsdóttir frá Lugi (Svíþjóð) Farnar: Lovísa Thompson til Ringköbing (Danmörku) Hulda Dís Þrastardóttir til Selfoss Ragnheiður Sveinsdóttir til Hauka Saga Sif Gísladóttir ólétt Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Sara Dögg Hjaltadóttir er hálfgerð huldumanneskja í íslenskum handbolta enda hefur hún spilað í Noregi allan sinn meistaraflokksferil. En hún er nú komin heim og margir bíða spenntir eftir því að sjá hvað hún gerir í Olís-deildinni. Sara, sem er 22 ára, mun væntanlega deila leikstjórnandastöðunni hjá Val með Elínu Rósu Magnúsdóttur og saman ættu þær að mynda pottþétt teymi. Olís-deild kvenna Valur Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Með fullhlaðnar byssur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 15. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst í dag, fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Val 1. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og að liðið verði deildarmeistari í þriðja sinn á síðustu sex árum. Eftir síðasta tímabil, þar sem Valur lenti í 2. sæti í deild og úrslitakeppninni og vann bikarkeppnina, fór Lovísa Thompson út í atvinnumennsku. Skarð hennar verður vandfyllt enda sennilega besti alhliða leikmaður Olís-deildarinnar. En þrátt fyrir það virkar Valsliðið óárennilegt og líklegast til afreka í vetur. Það er aðallega vegna breiddarinnar sem ekkert annað lið í Olís-deildinni hefur yfir að ráða. Valur er nánast með tvo leikmenn í hverri stöðu og Ágúst Jóhannsson, þjálfari liðsins, getur skipt mikið án þess að það veikist. Stærsta, og í raun eina, spurningarmerkið er hver verður endakallinn í Valsliðinu. Lovísa var með það hlutverk í Val en hver tekur við því nú þegar hún er farin? En kannski er breiddin og hæfileikarnir í Valsliðinu það miklir að það reynir ekki mikið á það, allavega ekki í deildakeppninni. Gengi Vals undanfarinn áratug 2021-22: 2. sæti+úrslit+bikarmeistari 2020-21: 3. sæti+úrslit 2019-20: 2. sæti 2018-19: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2017-18: Deildarmeistari+úrslit 2016-17: 6. sæti 2015-16: 5. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2013-14: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+undanúrslit+bikarmeistari Lykilmaðurinn Thea Imani Sturludóttir í kunnuglegri stöðu.vísir/diego Eftir brotthvarf Lovísu stendur Thea Imani Sturludóttir eftir sem besti og mikilvægasti leikmaður Vals. Hún býr yfir eiginleikum sem engin önnur í Olís-deildinni býr yfir; getur stokkið upp langt fyrir utan, hangið í loftinu að því er virðist endalaust og skotið fastar en flestar. Hlutirnir virka svo auðveldir fyrir Theu að manni finnst hún geta skorað í hverri sókn og maður svekktir sig stundum á því að hún geri ekki meira. Og hún þarf að gera meira í vetur og vera kostur númer eitt í Valssókninni. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Sigríður Hauksdóttir frá HK Sara Dögg Hjaltadóttir frá Gjerpen (Noregi) Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir frá FH Ásdís Þóra Ágústsdóttir frá Lugi (Svíþjóð) Farnar: Lovísa Thompson til Ringköbing (Danmörku) Hulda Dís Þrastardóttir til Selfoss Ragnheiður Sveinsdóttir til Hauka Saga Sif Gísladóttir ólétt Markaðseinkunn (A-C): B Fylgist með Sara Dögg Hjaltadóttir er hálfgerð huldumanneskja í íslenskum handbolta enda hefur hún spilað í Noregi allan sinn meistaraflokksferil. En hún er nú komin heim og margir bíða spenntir eftir því að sjá hvað hún gerir í Olís-deildinni. Sara, sem er 22 ára, mun væntanlega deila leikstjórnandastöðunni hjá Val með Elínu Rósu Magnúsdóttur og saman ættu þær að mynda pottþétt teymi.
2021-22: 2. sæti+úrslit+bikarmeistari 2020-21: 3. sæti+úrslit 2019-20: 2. sæti 2018-19: Deildarmeistari+Íslandsmeistari+bikarúrslit 2017-18: Deildarmeistari+úrslit 2016-17: 6. sæti 2015-16: 5. sæti+átta liða úrslit 2014-15: 6. sæti+átta liða úrslit+bikarúrslit 2013-14: 2. sæti+Íslandsmeistari+bikarmeistari 2012-13: Deildarmeistari+undanúrslit+bikarmeistari
Komnar: Sigríður Hauksdóttir frá HK Sara Dögg Hjaltadóttir frá Gjerpen (Noregi) Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir frá FH Ásdís Þóra Ágústsdóttir frá Lugi (Svíþjóð) Farnar: Lovísa Thompson til Ringköbing (Danmörku) Hulda Dís Þrastardóttir til Selfoss Ragnheiður Sveinsdóttir til Hauka Saga Sif Gísladóttir ólétt Markaðseinkunn (A-C): B
Olís-deild kvenna Valur Reykjavík Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Með fullhlaðnar byssur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 15. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Handbolti „Höllin var æðisleg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Með fullhlaðnar byssur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍBV 2. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 15. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Svo margar spurningar en ekki jafn mörg svör Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fram 3. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 14. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 13. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00