Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - KR 2-1| Afturelding vann botnslaginn Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 13. september 2022 18:31 VÍSIR/HULDA MARGRÉT Það var sannkallaður botnslagur í 15. umferð Bestu-deildar kvenna þegar Afturelding tók á móti KR í kvöld. Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert líflegri þar sem þrjú mörk fengu að líta dagsins ljós. Lokatölur 2-1 fyrir Aftureldingu. Skemmtanagildið í fyrri hálfleik var lítið þrátt fyrir að bæði lið hafi mætt af krafti til leiks. Mikið um færi í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að báðum liðum hafi vantað herslumuninn til að klára þau. Í seinni hálfleik færðist töluvert meira líf í leikinn og dómarinn var spjaldaglaður í kvöld. Á 56. mínútu fékk Brynja Sævarsdóttir sitt annað gula spjald eftir að hafa tekið Hildi Karítas Gunnarsdóttur niður. KR-ingar voru því einum færri í rúmlega hálftíma. Á 70. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Ísafold Þórhalsdóttir tekur hornspyrnu fyrir Aftureldingu. Þær voru nokkrar rauðklæddar sem stukku upp í boltann en að lokum endaði hann á kollinum á Hildi Karítas Gunnarsdóttur sem skallaði boltann fyrir Corneliu Baldi Sundelius í marki KR. Staðan 1-0. Þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka fær Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir boltann frá Viktoriu Kaláberová. Cornelia kemur á móti henni og ætlar að handsama boltann en Guðrún kemur boltanum yfir Corneliu og í netið. Staðan orðin 2-0 fyrir Aftureldingu. Fimm mínútum fyrir leikslok missir Eva Ýr Helgadóttir, markmaður Aftureldingar, boltann frá sér í teig Aftureldingar og beint á Guðmundu Brynju Óladóttur sem minnkaði muninn fyrir KR. Ekki var meira um mörk í þessum leik og Afturelding því með góðan 2-1 sigur í þessum botnslag Afhverju vann Afturelding? Þær fóru að nýta færin sín vel í seinni hálfleik og það spilaði mögulega inn í að þær voru ellefu á móti tíu. Alexander gerði nokkrar skiptingar þegar korter var liðin af seinni hálfleiknum sem setti meiri hraða í leikinn og þá komu mörkin. Virkilega klókt af honum og skilaði sér í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Aftureldingu var Hildur Karítas Gunnarsdóttir frábær í kvöld. Hún var með mark og átti nokkur færi sem vildu hreinlega ekki inn. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom inná í seinni hálfleik og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Hjá KR var það markaskorarinn Guðmunda Brynja Óladóttir. Hún skoraði ekki bara mark heldur barðist fyrir lífi sínu frammi og var virkilega góð. Hvað gekk illa? KR nýtti ekki færin sín í dag. Það vantaði þennan herslumun að koma boltanum í netið og það reyndar hjá báðum liðum. Í fyrri hálfleik voru fullt af færum en hvorugu liðunu tókst að koma knettinum í netið. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 18. september kl 14:00 tekur KR á móti Selfyssingum. Sama dag kl 19:15 sækir Afturelding Breiðablik heim. Alexander Aron Davorsson: „Þetta var úrslitaleikur í mótinu og það er ekkert flóknara en það“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Þetta var úrslitaleikur í mótinu og það er ekkert flóknara en það. Það gefur okkur allavega næsta leik til að hafa hann úrslitaleik líka,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 sigur á KR í kvöld „Við fengum stelpur inn á sem eru lítið búnar að vera með í sumar, síðustu þrjátíu mínúturnar sem að kveikti í liðinu. Við vissum að við ætluðum að halda þessu tight í 60 mínútur og eiga þær inni síðustu þrjátíu. Game planið gekk nokkurnvegin upp fyrir utan það að við vorum búnar að skora úr einu horni.“ Staðan var 0-0 í hálfleik en þegar um stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik gerir Alexander breytingu sem breytti leiknum. Mörkin fóru að detta inn og mun meiri hraði var á liðinu. „Eins og ég sagði við þær, við erum mjög stolt af tímabilinu okkar. Við erum búin að gefa 23 leikmönnum séns í efstu deild og spila á 31 leikmanni í fimmtán leikjum. Að fá gæða leikmenn inn á völlinn svona og geta breytt og þekkja liðið og umhverfið skiptir rosalega miklu máli. Við vissum að við ættum þær inni og að þær væru klárar í þrjátíu í dag.“ Afturelding á verðugt verkefni framundan þar sem að þær mæta Breiðabliki í næstu umferð. Alexander segir það vera krefjandi verkefni en að hann telji þær geta strítt efstu liðunum. „Ég vill sjá þær halda áfram, við eigum núna Breiðablik og Val, það verður verkefni sem er krefjandi. Fótbolti er bara þannig að þú ert ellefu á móti ellefu og þú getur varist til sigurs eða sótt til sigurs, það fer bara eftir hvað við ætlum að gera í þeim leik. Ég held að við getum alveg strítt þessum liðum.“ Besta deild kvenna Afturelding KR Tengdar fréttir „Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn“ „Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyririði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld. 13. september 2022 22:21
Það var sannkallaður botnslagur í 15. umferð Bestu-deildar kvenna þegar Afturelding tók á móti KR í kvöld. Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti og staðan 0-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var töluvert líflegri þar sem þrjú mörk fengu að líta dagsins ljós. Lokatölur 2-1 fyrir Aftureldingu. Skemmtanagildið í fyrri hálfleik var lítið þrátt fyrir að bæði lið hafi mætt af krafti til leiks. Mikið um færi í fyrri hálfleiknum þrátt fyrir að báðum liðum hafi vantað herslumuninn til að klára þau. Í seinni hálfleik færðist töluvert meira líf í leikinn og dómarinn var spjaldaglaður í kvöld. Á 56. mínútu fékk Brynja Sævarsdóttir sitt annað gula spjald eftir að hafa tekið Hildi Karítas Gunnarsdóttur niður. KR-ingar voru því einum færri í rúmlega hálftíma. Á 70. mínútu kom fyrsta mark leiksins. Ísafold Þórhalsdóttir tekur hornspyrnu fyrir Aftureldingu. Þær voru nokkrar rauðklæddar sem stukku upp í boltann en að lokum endaði hann á kollinum á Hildi Karítas Gunnarsdóttur sem skallaði boltann fyrir Corneliu Baldi Sundelius í marki KR. Staðan 1-0. Þegar tæplega tíu mínútur voru til leiksloka fær Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir boltann frá Viktoriu Kaláberová. Cornelia kemur á móti henni og ætlar að handsama boltann en Guðrún kemur boltanum yfir Corneliu og í netið. Staðan orðin 2-0 fyrir Aftureldingu. Fimm mínútum fyrir leikslok missir Eva Ýr Helgadóttir, markmaður Aftureldingar, boltann frá sér í teig Aftureldingar og beint á Guðmundu Brynju Óladóttur sem minnkaði muninn fyrir KR. Ekki var meira um mörk í þessum leik og Afturelding því með góðan 2-1 sigur í þessum botnslag Afhverju vann Afturelding? Þær fóru að nýta færin sín vel í seinni hálfleik og það spilaði mögulega inn í að þær voru ellefu á móti tíu. Alexander gerði nokkrar skiptingar þegar korter var liðin af seinni hálfleiknum sem setti meiri hraða í leikinn og þá komu mörkin. Virkilega klókt af honum og skilaði sér í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Aftureldingu var Hildur Karítas Gunnarsdóttir frábær í kvöld. Hún var með mark og átti nokkur færi sem vildu hreinlega ekki inn. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir kom inná í seinni hálfleik og skoraði sitt fyrsta mark í sumar. Hjá KR var það markaskorarinn Guðmunda Brynja Óladóttir. Hún skoraði ekki bara mark heldur barðist fyrir lífi sínu frammi og var virkilega góð. Hvað gekk illa? KR nýtti ekki færin sín í dag. Það vantaði þennan herslumun að koma boltanum í netið og það reyndar hjá báðum liðum. Í fyrri hálfleik voru fullt af færum en hvorugu liðunu tókst að koma knettinum í netið. Hvað gerist næst? Sunnudaginn 18. september kl 14:00 tekur KR á móti Selfyssingum. Sama dag kl 19:15 sækir Afturelding Breiðablik heim. Alexander Aron Davorsson: „Þetta var úrslitaleikur í mótinu og það er ekkert flóknara en það“ Alexander Aron er þjálfari Aftureldingar.Vísir/Diego „Þetta var úrslitaleikur í mótinu og það er ekkert flóknara en það. Það gefur okkur allavega næsta leik til að hafa hann úrslitaleik líka,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 sigur á KR í kvöld „Við fengum stelpur inn á sem eru lítið búnar að vera með í sumar, síðustu þrjátíu mínúturnar sem að kveikti í liðinu. Við vissum að við ætluðum að halda þessu tight í 60 mínútur og eiga þær inni síðustu þrjátíu. Game planið gekk nokkurnvegin upp fyrir utan það að við vorum búnar að skora úr einu horni.“ Staðan var 0-0 í hálfleik en þegar um stundarfjórðungur var liðinn af seinni hálfleik gerir Alexander breytingu sem breytti leiknum. Mörkin fóru að detta inn og mun meiri hraði var á liðinu. „Eins og ég sagði við þær, við erum mjög stolt af tímabilinu okkar. Við erum búin að gefa 23 leikmönnum séns í efstu deild og spila á 31 leikmanni í fimmtán leikjum. Að fá gæða leikmenn inn á völlinn svona og geta breytt og þekkja liðið og umhverfið skiptir rosalega miklu máli. Við vissum að við ættum þær inni og að þær væru klárar í þrjátíu í dag.“ Afturelding á verðugt verkefni framundan þar sem að þær mæta Breiðabliki í næstu umferð. Alexander segir það vera krefjandi verkefni en að hann telji þær geta strítt efstu liðunum. „Ég vill sjá þær halda áfram, við eigum núna Breiðablik og Val, það verður verkefni sem er krefjandi. Fótbolti er bara þannig að þú ert ellefu á móti ellefu og þú getur varist til sigurs eða sótt til sigurs, það fer bara eftir hvað við ætlum að gera í þeim leik. Ég held að við getum alveg strítt þessum liðum.“
Besta deild kvenna Afturelding KR Tengdar fréttir „Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn“ „Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyririði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld. 13. september 2022 22:21
„Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn“ „Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyririði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld. 13. september 2022 22:21
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti