Kona handtekin eftir að lík barna fundust í ferðatöskum Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 08:39 Konan var handtekin í borginni Ulsan í suðausturhluta Suður-Kóreu eftir margra vikna leit lögreglu. AP Lögregla í Suður-Kóreu hefur handtekið konu sem sökuð er um að hafa myrt tvö börn sín sem fundust í ferðatösku á Nýja-Sjálandi í síðasta mánuði. Málið hefur skekið nýsjálensku þjóðina, en líkin fundust af fjölskyldu sem hafði keypt töskurnar á uppboði í borginni Auckland á Nýja-Sjálandi. Töskurnar höfðu verið læstar í geymslu í nokkur ár þegar fjölskyldan keypti þær á uppboði á netinu. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að um væri að ræða lík af börnum frá Suður-Kóreu sem höfðu verið sjö og tíu ára þegar þau voru myrt. Leit hófst þó að móður barnanna í Suður-Kóreu sem hefur nú verið handtekin í borginni Ulsan í suðausturhluta landsins. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa farið fram á að konan, sem er 42 ára, verði framseld til Nýja-Sjálands til að hægt verði að rétta yfir konunni. Lögregluyfirvöld í Auckland og í Suður-Kóreu hafa unnið náið að rannsókn landsins, en talið er að konan, sem er nýsjálenskur ríkisborgari af suðurkóreskum uppruna, hafi flúið til Suður-Kóreu í kjölfar dauða barnanna árið 2018. Nýsjálenskir fjölmiðlar segja fjölskylduna hafa búið í Auckland í nokkur ár og að faðir barnanna hafi látist af völdum krabbameins áður en konan myrti börnin. Þá segir að afar og ömmur barnanna búi enn í Nýja-Sjálandi. Nýja-Sjáland Suður-Kórea Erlend sakamál Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber. 29. ágúst 2022 17:42 Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. 22. ágúst 2022 10:47 Fundu líkamsleifar ungra barna í gömlum ferðatöskum Fjölskylda á Nýja-Sjálandi fann nýverið líkamsleifar í ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði á netinu. Nú er komið í ljós að líkamsleifarnar voru af tveimur börnum sem talin eru hafa verið fimm til tíu ára gömul. 18. ágúst 2022 08:47 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Málið hefur skekið nýsjálensku þjóðina, en líkin fundust af fjölskyldu sem hafði keypt töskurnar á uppboði í borginni Auckland á Nýja-Sjálandi. Töskurnar höfðu verið læstar í geymslu í nokkur ár þegar fjölskyldan keypti þær á uppboði á netinu. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að um væri að ræða lík af börnum frá Suður-Kóreu sem höfðu verið sjö og tíu ára þegar þau voru myrt. Leit hófst þó að móður barnanna í Suður-Kóreu sem hefur nú verið handtekin í borginni Ulsan í suðausturhluta landsins. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa farið fram á að konan, sem er 42 ára, verði framseld til Nýja-Sjálands til að hægt verði að rétta yfir konunni. Lögregluyfirvöld í Auckland og í Suður-Kóreu hafa unnið náið að rannsókn landsins, en talið er að konan, sem er nýsjálenskur ríkisborgari af suðurkóreskum uppruna, hafi flúið til Suður-Kóreu í kjölfar dauða barnanna árið 2018. Nýsjálenskir fjölmiðlar segja fjölskylduna hafa búið í Auckland í nokkur ár og að faðir barnanna hafi látist af völdum krabbameins áður en konan myrti börnin. Þá segir að afar og ömmur barnanna búi enn í Nýja-Sjálandi.
Nýja-Sjáland Suður-Kórea Erlend sakamál Tengdar fréttir Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber. 29. ágúst 2022 17:42 Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. 22. ágúst 2022 10:47 Fundu líkamsleifar ungra barna í gömlum ferðatöskum Fjölskylda á Nýja-Sjálandi fann nýverið líkamsleifar í ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði á netinu. Nú er komið í ljós að líkamsleifarnar voru af tveimur börnum sem talin eru hafa verið fimm til tíu ára gömul. 18. ágúst 2022 08:47 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Sjá meira
Búið að bera kennsl á börnin í ferðatöskunum Lögreglunni á Nýja-Sjálandi hefur tekist að bera kennsl á lík tveggja barna sem fundust í ferðatöskum í borginni Auckland fyrir tveimur vikum síðan. Búið er að láta nánustu fjölskyldu barnanna vita af málinu og hafa þau óskað eftir því að nöfn þeirra verði ekki gerð opinber. 29. ágúst 2022 17:42
Telja sig hafa fundið móður barnanna í ferðatöskunum Lögreglan í Seúl í Suður-Kóreu telur sig hafa fundið móður barnanna sem fundust látin í ferðatöskum í borginni Auckland í Nýja-Sjálandi í síðustu viku. Við krufningu kom í ljós að börnin voru á aldursbilinu fimm til tíu ára. 22. ágúst 2022 10:47
Fundu líkamsleifar ungra barna í gömlum ferðatöskum Fjölskylda á Nýja-Sjálandi fann nýverið líkamsleifar í ferðatöskum sem keyptar voru á uppboði á netinu. Nú er komið í ljós að líkamsleifarnar voru af tveimur börnum sem talin eru hafa verið fimm til tíu ára gömul. 18. ágúst 2022 08:47