Stofna minningarsjóð Gunnars Karls Bjarki Sigurðsson skrifar 15. september 2022 16:07 Gunnar Karl lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein. Rizza Fay Elíasdóttir Fjölskylda Gunnars Karls Haraldssonar sem lést í fyrra eftir baráttu við krabbamein hefur sett upp minningarsjóð til minningar um Gunnar Karl til að styrkja einstaklinga með fatlanir. Gunnar Karl var mikill baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks. Gunnar Karl glímdi við taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1 (NF1) sem kallast taugatrefjaæxlager á íslensku. Einn af hverjum 4.500 einstaklingum fá þennan sjúkdóm en hann leggst mjög misjafnlega á fólk. Sjúkdómurinn lagðist afar þungt á Gunnar Karl. Gunnar Karl þurfti að fara í fjölda aðgerða á ævi sinni, meðal annars á fótum, hrygg og mjöðm en þegar hann var sautján ára gamall var vinstri fótur hans tekinn af við hné. Rætt var við Gunnar Karl um aðgerðina og árin fram að henni í Ísland í dag árið 2014. Gunnar Karls var mikill baráttumaður fyrir málefnum fatlaðs fólks og var afar virkur í háskólapólitíkinni. Þar var hans helsta baráttumál bætt aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastól. Í samtali við fréttastofu segir Hrefna Haraldsdóttir, systir Gunnars Karls, að með stofnun sjóðsins vilji fjölskylda hans halda helsta baráttumáli Gunnars Karls á lofti. Einstaklingar með fötlun geta sótt um styrk í sjóðinn vegna náms, tómstunda, íþróttaiðkunar eða annarra málefna sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu. Verndari sjóðsins er Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í fótbolta, en hann var einn þeirra sem fór tíu kílómetra í hjólastól í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2017 til styrktar Gunnari Karli. Hægt er að lesa nánar um sjóðinn á heimasíðunni gunnarkarl.is. Þar er einnig hægt að sækja um styrki úr sjóðnum. Minningarsjóður Gunnars Karls Haraldssonar: Kennitala: 480922-0500 Reikningsnúmer: 0582-14-250994 Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28. febrúar 2021 21:22 Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. 2. mars 2019 09:14 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Gunnar Karl glímdi við taugasjúkdóminn neurofibromatosis 1 (NF1) sem kallast taugatrefjaæxlager á íslensku. Einn af hverjum 4.500 einstaklingum fá þennan sjúkdóm en hann leggst mjög misjafnlega á fólk. Sjúkdómurinn lagðist afar þungt á Gunnar Karl. Gunnar Karl þurfti að fara í fjölda aðgerða á ævi sinni, meðal annars á fótum, hrygg og mjöðm en þegar hann var sautján ára gamall var vinstri fótur hans tekinn af við hné. Rætt var við Gunnar Karl um aðgerðina og árin fram að henni í Ísland í dag árið 2014. Gunnar Karls var mikill baráttumaður fyrir málefnum fatlaðs fólks og var afar virkur í háskólapólitíkinni. Þar var hans helsta baráttumál bætt aðgengi fyrir fólk sem notast við hjólastól. Í samtali við fréttastofu segir Hrefna Haraldsdóttir, systir Gunnars Karls, að með stofnun sjóðsins vilji fjölskylda hans halda helsta baráttumáli Gunnars Karls á lofti. Einstaklingar með fötlun geta sótt um styrk í sjóðinn vegna náms, tómstunda, íþróttaiðkunar eða annarra málefna sem styðja við þátttöku fatlaðra jafnt við aðra í samfélaginu. Verndari sjóðsins er Heimir Hallgrímsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í fótbolta, en hann var einn þeirra sem fór tíu kílómetra í hjólastól í Reykjavíkurmaraþoninu árið 2017 til styrktar Gunnari Karli. Hægt er að lesa nánar um sjóðinn á heimasíðunni gunnarkarl.is. Þar er einnig hægt að sækja um styrki úr sjóðnum. Minningarsjóður Gunnars Karls Haraldssonar: Kennitala: 480922-0500 Reikningsnúmer: 0582-14-250994
Málefni fatlaðs fólks Tengdar fréttir Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28. febrúar 2021 21:22 Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. 2. mars 2019 09:14 Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Gunnar Karl Haraldsson er látinn Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein. 28. febrúar 2021 21:22
Fór í hjartastopp í 26 mínútur Gunnar Karl Haraldsson hefur alla tíð tekið hlutskipti sínu af æðruleysi. Hann fæddist með taugasjúkdóm sem lagðist mjög þungt á hann og hefur ekki tölu á þeim aðgerðum sem hann fór í sem barn og unglingur. 2. mars 2019 09:14