Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur-KA 0-1 | Akureyringar fara á góðu skriði inn í úrslitakeppnina Smári Jökull Jónsson skrifar 17. september 2022 17:05 Kristijan Jajalo var frábær í marki KA í dag. Vísir/Hulda Margrét KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur gegn Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Jakob Snær Árnason skoraði sigurmark KA á 75.mínútu en Akureyringar sitja nú í 3.sæti deildarinnar og eru jafnir Víkingum að stigum. Valsmenn byrjuðu leikinn í dag mun betur og voru klaufar að vera ekki komnir yfir í upphafi leiks. Birkir Heimisson fékk dauðafæri strax á 3.mínútu en Kristijan Jajalo í marki KA bjargaði glæsilega. Birkir Már Sævarsson fékk síðan annað gott færi skömmu síðar en skaut framhjá. Kristijan Jajalo ver hér frá Birki Heimissyni í dauðafæri strax í upphafi leiks.Vísir/Hulda Margrét Smátt og smátt unnu KA menn sig inn í leikinn á meðan fjaraði undan hjá Valsmönnum. Fyrri hálfleikur var fremur daufur en Bryan Van Den Bogaert fékk þó gott færi til að skora á 35.mínútu en Frederik Schram í marki Vals var vel á verði. Í síðari hálfleiknum var KA síðan sterkari aðilinn. Þeir vildu í tvígang frá vítaspyrnu en ágætur dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, sá ekkert athugavert. Pétur var hins vegar í sviðsljósinu þegar KA skoraði eina mark leiksins. Þá átti Hallgrímur Mar Steingrímsson fyrirgjöf, hún endaði á fjærstönginni hjá Jakobi Snæ Árnasyni sem skoraði framhjá Frederik Schram. Aðstoðardómarinn Eysteinn Hrafnkelsson flaggaði rangstöðu en Pétur var fljótur að benda á miðjuna og dæma mark. Darraðadans að Hlíðarenda.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn urðu æfir en Pétur stóð fastur á sínu eftir að hafa rætt við Eystein aðstoðardómara. Fyrirgjöf Hallgríms var skölluð áfram af Valsmanninum Sebastian Hedlund en ekki af KA manni eins og ég geri ráð fyrir að aðstoðardómarinn hafi haldið og því rétt metið hjá Pétri.grétÞað sem eftir lifði leiks voru Valsmenn aldrei sérlega nálægt því að jafna metin. Patrik Pedersen fékk glórulaust rautt spjald á 88.mínútu sem hjálpaði ekki heimamönnum. Þeir reyndu aðeins í uppbótartíma og Frederik Schram skellti sér meira að segja í teig KA-manna en allt kom fyrir ekki. KA fagnaði því gríðarlega mikilvægum sigri en slökktu í leiðinni í von Vals um að ná Evrópusæti því Hlíðarendapiltar eru nú ellefu stigum frá Víkingi og KA sem sitja saman í 2.-3.sæti deildarinnar. Af hverju vann KA? Valsmenn nýttu ekki þau færi sem þeir fengu og þá sérstaklega þessi í upphafi leiks. KA sótti í sig veðrið eftir því sem leið á leikinn og náðu mun betur að halda boltanum innan liðsins heldur en í upphafi leiks. Lasse Petry og Hallgrímur Mar Steingrímsson í baráttunni að Hlíðarenda í dag.Vísir/Hulda Margrét Gengi liðanna síðustu vikur hefur síðan sitt að segja. KA menn eru með sjálfstraustið í botni eftir sigurinn gegn Blikum um síðustu helgi á meðan Valsmenn eru vængbrotnir, bæði vegna meiðsla og misjafns gengis í deildinni. Þessir stóðu upp úr: Kristijan Jajalo var góður í marki KA og bjargaði þeim í upphafi leiks. Frederik Schram var sömuleiðis nokkuð traustur í marki Vals. Varnarlega var KA liðið heilt yfir sterkt með þá Ívar Örn Árnason og Dusan Brkovic við stjórnborðið í öftustu víglínu. Þá skapast yfirleitt hætta þegar Hallgrímur Mar fær boltann og Jakob Snær skoraði síðan markið mikilvæga fyrir utan að eiga mjög góðan leik að öðru leyti. Ívar Örn Árnason átti fínan leik fyrir KAVísir/Hulda Margrét Hjá Val átti Hólmar Örn fínan leik og bjargaði í nokkur skipti þegar KA menn gerðu sig líklega. Heilt yfir er deyfð yfir Valsliðinu og nokkuð augljóst að sjálfstraustið er ekki í hæstu hæðum. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk í raun illa að skapa sér einhver færi ef frá eru taldar fyrstu mínútur leiksins. Þeir voru bitlausir og áttu erfitt með að koma boltanum almennilega í spil. Þá verður að minnast á Patrik Pedersen. Hann fékk glórulaust rautt spjald undir lokin þegar hann missti stjórn á skapi sínu og fór með andlitið alveg upp við andlit Péturs dómara og öskraði á hann. Algjört agaleysi hjá Dananum sem átti ekki góðan leik í dag. Valsmenn eru svo gott sem úr leik í baráttunni um Evrópusæti.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé og síðan bikarúrslitaleikur Víkings og FH þann 1.október. Að þeim leik loknum hefst úrslitakeppnin þar sem bæði þessi lið munu leika í keppni á milli liðanna í sæti 1-6. KA verður þar í hörkubaráttu um Evrópusæti en það verður að teljast ólíklegt að annað hvort KA eða Víkingi takist að vinna upp átta stiga forskot Breiðabliks á toppnum. Hjá Val er minna að keppa um. Þeir eru ellefu stigum frá Evrópusæti og þurfa á treysta á ansi mikið til að úr verði einhver barátta um þau. Ólafur: Vorum heilt yfir betri en þeir Ólafur Jóhannesson sagði fyrir leikinn að þessi leikur væri líflína fyrir hans menn í Val ef þeir ætluðu sér að vera með í Evrópubaráttunni. Hann var því eðlilega fremur súr í bragði þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við erum klaufar að fara ekki inn í hálfleikinn með að minnsta kosti tvö mörk, að minnsta kosti tvö. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik en í byrjun á seinni hálfleik vorum við svolítið ragir. Það er hrikalega fúlt að tapa þessum leik því við vorum heilt yfir betri en þeir.“ Ólafur Jóhannesson var súr í bragði eftir leik í dag enda staðan erfið hjá Val í baráttunni um Evrópusæti.Vísir/Hulda Margrét Ólafur viðurkenndi að staðan væri erfið fyrir framhaldið. „Við erum ellefu stigum frá þriðja sætinu og það er svo sem ekkert meira um það að segja. Það er langt upp og erfitt.“ Hann sagðist þurfa að berja mönnum á brjóst og gefa þeim trú á verkefnið. „Við þurfum að gera það. Við þurfum að spila fyrir okkur sjálfa og fyrir félagið okkar. Ég mun reyna að gera það,“ sagði Ólafur að lokum. Hallgrímur: Að sjálfsögðu er hægt að ná Blikunum Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var ánægður með sigurinn gegn Val í Bestu deildinni í dag en með sigrinum er KA-liðið nú jafnt Víkingi að stigum í 2.-3-.sæti deildarinnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekki nógðu góður hjá okkur, mér fannst við lélegir í pressunni og Valsmenn náðu að spila sig út og spiluðu flottan fyrri hálfleik. Við töluðum aðeins um hlutina í hálfleik og mér fannst seinni hálfleikur flottur hjá okkur.“ Hallgrímur Jónasson er aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar hjá KA.Vísir/Hulda Margrét KA voru heppnir að lenda ekki undir í byrjun þegar Valsmenn fengu tvö góð færi til að skora. „Valur voru mjög flottir í byrjun, mér fannst við óöruggir og ragir hver ætti að pikka hvern. Það var flott hreyfing á Valsliðinu og við vorum bara í veseni. Við náðum að laga það í hálfleik, hefðum jafnvel getað sett fleiri mörk eða fengið eitt og eitt víti.“ „Það er möguleiki en við erum kannski ekki alveg að hugsa þar núna. Við erum að tala um að gera vel í núinu, við ætlum að taka næsta leik. En það er klárt mál að það eru fimmtán stig þannig að sjálfsögðu er hægt að ná Blikunum,“ sagði Hallgrímur sáttur að lokum. Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Jakob Snær: Við erum alls ekki hættir „Það er alltaf sætt að skora og sérstaklega þegar mörkin telja mikið fyrir liðin. Mér fannst við vinna fyrir þessu í dag,“ sagði Jakob Snær Árnason, hetja KA-manna, en hann skoraði sigurmarkið gegn Val í Bestu deildinni í dag. 17. september 2022 16:20
KA gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann 1-0 útisigur gegn Val í Bestu deild karla í knattspyrnu. Jakob Snær Árnason skoraði sigurmark KA á 75.mínútu en Akureyringar sitja nú í 3.sæti deildarinnar og eru jafnir Víkingum að stigum. Valsmenn byrjuðu leikinn í dag mun betur og voru klaufar að vera ekki komnir yfir í upphafi leiks. Birkir Heimisson fékk dauðafæri strax á 3.mínútu en Kristijan Jajalo í marki KA bjargaði glæsilega. Birkir Már Sævarsson fékk síðan annað gott færi skömmu síðar en skaut framhjá. Kristijan Jajalo ver hér frá Birki Heimissyni í dauðafæri strax í upphafi leiks.Vísir/Hulda Margrét Smátt og smátt unnu KA menn sig inn í leikinn á meðan fjaraði undan hjá Valsmönnum. Fyrri hálfleikur var fremur daufur en Bryan Van Den Bogaert fékk þó gott færi til að skora á 35.mínútu en Frederik Schram í marki Vals var vel á verði. Í síðari hálfleiknum var KA síðan sterkari aðilinn. Þeir vildu í tvígang frá vítaspyrnu en ágætur dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, sá ekkert athugavert. Pétur var hins vegar í sviðsljósinu þegar KA skoraði eina mark leiksins. Þá átti Hallgrímur Mar Steingrímsson fyrirgjöf, hún endaði á fjærstönginni hjá Jakobi Snæ Árnasyni sem skoraði framhjá Frederik Schram. Aðstoðardómarinn Eysteinn Hrafnkelsson flaggaði rangstöðu en Pétur var fljótur að benda á miðjuna og dæma mark. Darraðadans að Hlíðarenda.Vísir/Hulda Margrét Valsmenn urðu æfir en Pétur stóð fastur á sínu eftir að hafa rætt við Eystein aðstoðardómara. Fyrirgjöf Hallgríms var skölluð áfram af Valsmanninum Sebastian Hedlund en ekki af KA manni eins og ég geri ráð fyrir að aðstoðardómarinn hafi haldið og því rétt metið hjá Pétri.grétÞað sem eftir lifði leiks voru Valsmenn aldrei sérlega nálægt því að jafna metin. Patrik Pedersen fékk glórulaust rautt spjald á 88.mínútu sem hjálpaði ekki heimamönnum. Þeir reyndu aðeins í uppbótartíma og Frederik Schram skellti sér meira að segja í teig KA-manna en allt kom fyrir ekki. KA fagnaði því gríðarlega mikilvægum sigri en slökktu í leiðinni í von Vals um að ná Evrópusæti því Hlíðarendapiltar eru nú ellefu stigum frá Víkingi og KA sem sitja saman í 2.-3.sæti deildarinnar. Af hverju vann KA? Valsmenn nýttu ekki þau færi sem þeir fengu og þá sérstaklega þessi í upphafi leiks. KA sótti í sig veðrið eftir því sem leið á leikinn og náðu mun betur að halda boltanum innan liðsins heldur en í upphafi leiks. Lasse Petry og Hallgrímur Mar Steingrímsson í baráttunni að Hlíðarenda í dag.Vísir/Hulda Margrét Gengi liðanna síðustu vikur hefur síðan sitt að segja. KA menn eru með sjálfstraustið í botni eftir sigurinn gegn Blikum um síðustu helgi á meðan Valsmenn eru vængbrotnir, bæði vegna meiðsla og misjafns gengis í deildinni. Þessir stóðu upp úr: Kristijan Jajalo var góður í marki KA og bjargaði þeim í upphafi leiks. Frederik Schram var sömuleiðis nokkuð traustur í marki Vals. Varnarlega var KA liðið heilt yfir sterkt með þá Ívar Örn Árnason og Dusan Brkovic við stjórnborðið í öftustu víglínu. Þá skapast yfirleitt hætta þegar Hallgrímur Mar fær boltann og Jakob Snær skoraði síðan markið mikilvæga fyrir utan að eiga mjög góðan leik að öðru leyti. Ívar Örn Árnason átti fínan leik fyrir KAVísir/Hulda Margrét Hjá Val átti Hólmar Örn fínan leik og bjargaði í nokkur skipti þegar KA menn gerðu sig líklega. Heilt yfir er deyfð yfir Valsliðinu og nokkuð augljóst að sjálfstraustið er ekki í hæstu hæðum. Hvað gekk illa? Valsmönnum gekk í raun illa að skapa sér einhver færi ef frá eru taldar fyrstu mínútur leiksins. Þeir voru bitlausir og áttu erfitt með að koma boltanum almennilega í spil. Þá verður að minnast á Patrik Pedersen. Hann fékk glórulaust rautt spjald undir lokin þegar hann missti stjórn á skapi sínu og fór með andlitið alveg upp við andlit Péturs dómara og öskraði á hann. Algjört agaleysi hjá Dananum sem átti ekki góðan leik í dag. Valsmenn eru svo gott sem úr leik í baráttunni um Evrópusæti.Vísir/Hulda Margrét Hvað gerist næst? Framundan er landsleikjahlé og síðan bikarúrslitaleikur Víkings og FH þann 1.október. Að þeim leik loknum hefst úrslitakeppnin þar sem bæði þessi lið munu leika í keppni á milli liðanna í sæti 1-6. KA verður þar í hörkubaráttu um Evrópusæti en það verður að teljast ólíklegt að annað hvort KA eða Víkingi takist að vinna upp átta stiga forskot Breiðabliks á toppnum. Hjá Val er minna að keppa um. Þeir eru ellefu stigum frá Evrópusæti og þurfa á treysta á ansi mikið til að úr verði einhver barátta um þau. Ólafur: Vorum heilt yfir betri en þeir Ólafur Jóhannesson sagði fyrir leikinn að þessi leikur væri líflína fyrir hans menn í Val ef þeir ætluðu sér að vera með í Evrópubaráttunni. Hann var því eðlilega fremur súr í bragði þegar hann ræddi við Vísi eftir leik. „Við erum klaufar að fara ekki inn í hálfleikinn með að minnsta kosti tvö mörk, að minnsta kosti tvö. Við spiluðum mjög góðan fyrri hálfleik en í byrjun á seinni hálfleik vorum við svolítið ragir. Það er hrikalega fúlt að tapa þessum leik því við vorum heilt yfir betri en þeir.“ Ólafur Jóhannesson var súr í bragði eftir leik í dag enda staðan erfið hjá Val í baráttunni um Evrópusæti.Vísir/Hulda Margrét Ólafur viðurkenndi að staðan væri erfið fyrir framhaldið. „Við erum ellefu stigum frá þriðja sætinu og það er svo sem ekkert meira um það að segja. Það er langt upp og erfitt.“ Hann sagðist þurfa að berja mönnum á brjóst og gefa þeim trú á verkefnið. „Við þurfum að gera það. Við þurfum að spila fyrir okkur sjálfa og fyrir félagið okkar. Ég mun reyna að gera það,“ sagði Ólafur að lokum. Hallgrímur: Að sjálfsögðu er hægt að ná Blikunum Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var ánægður með sigurinn gegn Val í Bestu deildinni í dag en með sigrinum er KA-liðið nú jafnt Víkingi að stigum í 2.-3-.sæti deildarinnar. „Fyrri hálfleikurinn var ekki nógðu góður hjá okkur, mér fannst við lélegir í pressunni og Valsmenn náðu að spila sig út og spiluðu flottan fyrri hálfleik. Við töluðum aðeins um hlutina í hálfleik og mér fannst seinni hálfleikur flottur hjá okkur.“ Hallgrímur Jónasson er aðstoðarþjálfari Arnars Grétarssonar hjá KA.Vísir/Hulda Margrét KA voru heppnir að lenda ekki undir í byrjun þegar Valsmenn fengu tvö góð færi til að skora. „Valur voru mjög flottir í byrjun, mér fannst við óöruggir og ragir hver ætti að pikka hvern. Það var flott hreyfing á Valsliðinu og við vorum bara í veseni. Við náðum að laga það í hálfleik, hefðum jafnvel getað sett fleiri mörk eða fengið eitt og eitt víti.“ „Það er möguleiki en við erum kannski ekki alveg að hugsa þar núna. Við erum að tala um að gera vel í núinu, við ætlum að taka næsta leik. En það er klárt mál að það eru fimmtán stig þannig að sjálfsögðu er hægt að ná Blikunum,“ sagði Hallgrímur sáttur að lokum.
Besta deild karla Valur KA Tengdar fréttir Jakob Snær: Við erum alls ekki hættir „Það er alltaf sætt að skora og sérstaklega þegar mörkin telja mikið fyrir liðin. Mér fannst við vinna fyrir þessu í dag,“ sagði Jakob Snær Árnason, hetja KA-manna, en hann skoraði sigurmarkið gegn Val í Bestu deildinni í dag. 17. september 2022 16:20
Jakob Snær: Við erum alls ekki hættir „Það er alltaf sætt að skora og sérstaklega þegar mörkin telja mikið fyrir liðin. Mér fannst við vinna fyrir þessu í dag,“ sagði Jakob Snær Árnason, hetja KA-manna, en hann skoraði sigurmarkið gegn Val í Bestu deildinni í dag. 17. september 2022 16:20
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti