Rúnar um fjarveru Kjartans Henry: „Ég þurfti að skilja þrjá eftir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2022 12:00 Kjartan Henry hefur komið við sögu í 16 leikjum í Bestu deild karla í sumar og skorað fjögur mörk. Hann var ekki í leikmannahóp KR á sunnudag. Vísir/Hulda Margrét Það vakti mikla athygli að framherjinn Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikmannahópi KR þegar liðið heimsótti Íslands- og bikarmeistara Víkings í Bestu deild karla á sunnudag. KR lenti 2-0 undir gegn Víkingum en kom til baka og jafnaði metin í 2-2 áður en lokaflautið gall. Stutt er síðan liðin mættust í Mjólkurbikarnum. Þar lenti KR 3-1 undir en náði að jafna metin áður en Víkingar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 5-3. Nú beið KR með það að jafna metin þangað til leiktíminn var svo gott sem runninn út. Það vakti eins og áður sagði mikla athygli að Kjartan Henry væri ekki í leikmannahóp liðsins en mikið hefur verið rætt um stöðu hans hjá KR að undanförnu. Eftir leik ræddi Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, við Fótbolti.net. Þar sagði hann hreint út að hann hefði þurft að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps og lét þannig hljóma að Finnur Tómas Pálmason, sem var nýverið valinn í U-21 árs landslið Íslands, og Kristinn Jónsson væru ekki frá vegna meiðsla heldur hefðu þeir einfaldlega ekki verið valdir að þessu sinni. „Þú spyrð ekki af hverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða af hverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag,“ sagði Rúnar í viðtalinu sem sjá má hér. KR endaði í 5. sæti Bestu deildar karla eftir hefðbundna deildarkeppni með 31 stig að loknum 22 umferðum. Nú tekur við úrslitakeppni þar sem KR mætir Breiðablik, Víking, Val, KA og Stjörnunni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 17:33 Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. 17. september 2022 16:50 Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. 18. september 2022 08:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
KR lenti 2-0 undir gegn Víkingum en kom til baka og jafnaði metin í 2-2 áður en lokaflautið gall. Stutt er síðan liðin mættust í Mjólkurbikarnum. Þar lenti KR 3-1 undir en náði að jafna metin áður en Víkingar skoruðu tvívegis undir lok leiks og unnu 5-3. Nú beið KR með það að jafna metin þangað til leiktíminn var svo gott sem runninn út. Það vakti eins og áður sagði mikla athygli að Kjartan Henry væri ekki í leikmannahóp liðsins en mikið hefur verið rætt um stöðu hans hjá KR að undanförnu. Eftir leik ræddi Rúnar Kristinsson, þjálfari liðsins, við Fótbolti.net. Þar sagði hann hreint út að hann hefði þurft að skilja þrjá leikmenn eftir utan hóps og lét þannig hljóma að Finnur Tómas Pálmason, sem var nýverið valinn í U-21 árs landslið Íslands, og Kristinn Jónsson væru ekki frá vegna meiðsla heldur hefðu þeir einfaldlega ekki verið valdir að þessu sinni. „Þú spyrð ekki af hverju Kristinn Jónsson er ekki í hóp eða af hverju Finnur Tómas er ekki í hóp en það er bara sama ástæða. Ég þurfti að skilja þrjá eftir og þetta var valið mitt í dag,“ sagði Rúnar í viðtalinu sem sjá má hér. KR endaði í 5. sæti Bestu deildar karla eftir hefðbundna deildarkeppni með 31 stig að loknum 22 umferðum. Nú tekur við úrslitakeppni þar sem KR mætir Breiðablik, Víking, Val, KA og Stjörnunni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KR Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 17:33 Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. 17. september 2022 16:50 Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. 18. september 2022 08:00 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Fleiri fréttir „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur-KR 2-2 | Endurkoma gestanna minnkaði möguleika Víkinga á að verja titilinn til muna Íslandsmeistarar Víkings þurftu á sigri að halda þegar liðið tók á móti KR í lokaumferð Bestu-deildar karla áður en úrslitakeppnin tekur við. Víkingur komst í 2-0 en KR kom til baka og jafnaði 2-2 undir blálok leiksins. Mikið högg fyrir Víking sem er átta stigum á eftir toppliði Breiðabliks þegar fimm umferðir eru eftir af mótinu. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 17. september 2022 17:33
Logi Tómasson: Þetta var rothögg Víkingar fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma gegn KR í Bestu deild karla í dag. Jöfnunarmarkið gerir það að verkum að Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar úrslitakeppnin hefst í október. Logi Tómasson, leikmaður Víkings, var gríðarlega svekktur í leikslok. 17. september 2022 16:50
Svona lítur fyrsta úrslitakeppni Bestu-deildarinnar út Ef engar breytingar hefðu verið gerðar á efstu deild karla í knattspyrnu væri Íslandsmótinu nú lokið. Breiðablik væri Íslandsmeistari og FH og ÍA væru á leið niður í Lengjudeildina. Breytingar voru hins vegar gerðar og enn eru eftir fimm umferðir af Bestu-deild karla. 18. september 2022 08:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann