Bakgarðshlaupinu er nú lokið en það hófst klukkan níu í gærmorgun við Elliðavatn. Meira en tvö hundruð þátttakendur voru skráðir í hlaupið. Tæplega sjö kílómetra hringur er hlaupinn margsinnis þar til einn þátttakandi stendur uppi sem sigurvegari og alltaf er ræst í næsta hring á heila tímanum.
Sjö manns luku 24 hringjum í hlaupinu en skipuleggjendur hlaupsins sögðu það vera met.
Með sigrinum hefur Kristján unnið sér inn þátttökurétt í landsliðinu í bakgarðshlaupum. Þegar hann er spurður af skipuleggjendum eftir hlaupið hvernig það leggist í hann virðist hann óviss um hvort hann muni þiggja sætið.
Marlena Radiziszewska lenti í öðru sæti en hún hljóp 31 hring.