Alex Freyr eftirsóttur á ný: Fram neitaði tilboði Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 16:01 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á að hafa borið víurnar í Alex Frey Elísson, leikmann Fram. Var tilboðinu neitað um hæl. Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira