Van Dijk hefur verið á meðal betri miðvarða heims frá því að Liverpool greiddi Southampton 75 milljónir punda fyrir Hollendinginn í janúar 2018. Hann hefur átt stóran þátt í velgengni Liverpool frá þeim tíma og hefur unnið alla þá stóru titla sem standa félagsliðum til boða.
Hallað hefur undan fæti í upphafi yfirstandandi leiktíðar þar sem van Dijk, ásamt Liverpool-liðinu öllu, hefur ekki verið upp á sitt besta. Því hefur verið kastað fram að sá hollenski sé að spara sig svo hann komist örugglega á HM í Katar í vetur en hann hefur aldrei tekið þátt á stórmóti.
Van Dijk missti af EM sem fór fram í fyrra vegna krossbandameiðsla en hann segir það fjarri sannleikanum að hann stígi varlega til jarðar þessa dagana til að forðast meiðsli í aðdraganda HM.
Alls ekki, alls ekki, sagði miðvörðurinn. Ég get fullvissað þig um að það er klárlega ekki staðan. Við erum ekki í þessari stöðu vegna þess, sagði van Dijk við blaðamann sem spurði út í sögusagnirnar.
Holland er í A-riðli HM í vetur ásamt Ekvador, Senegal og gestgjöfum Katara.