„Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 14:01 Lyfjaskortur getur reglulega komið upp en fyrr á árinu var til að mynda skortur á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir mikilvægt að koma í veg fyrir lyfjaskort á landinu eftir að greint var frá því fyrr á árinu að skortur væri á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Um sé að ræða viðvarandi verkefni og unnið sé að umbótum á ýmsum sviðum. Bæta þurfi meðal annars upplýsingamiðlun til stofnana og heilbrigðisstarfsmanna og auka samstarf við Norðurlöndin. Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik. Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira
Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik.
Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Sjá meira