„Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 23:39 Í gær var greint frá því að Endurupptökudómstóll hafi hafnað beiðni Erlu Bolladóttur um endurupptöku á Hæstaréttardómi í tengslum við Guðmundar- og Geirfinnsmálin. Vísir/Vilhelm Erla Bolladóttir skoðar að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu eftir að beiðni hennar um endurupptöku var hafnað. Hún glímir við ólæknandi krabbamein og kallar eftir því að ríkisstjórnin taki á sig rögg og ljúki Guðmundar- og Geirfinnsmálunum í eitt skipti fyrir öll. Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Erla Bolladóttir var sakfelld árið 1980 fyrir rangar sakargiftir en endurupptökudómur féllst ekki á það að ný gögn og upplýsingar hefðu komið fram sem hefðu haft veruleg áhrif á málið, þrátt fyrir fullyrðingar Erlu um að hún hafi verið beitt þrýstingi og skýrslu réttarsálfræðinga um að ekkert væri að marka framburð hennar. Lögmaður Erlu segir úrskurðinn hafa komið á óvart í ljósi alls þess sem hafi komið fram í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. „Þá hefði maður talið að það gæti verið ástæða til að rökstyðja uppá nýtt þennan dóm vegna rangra sakargifta, þegar að stærsti hluti dómsins, við erum búin að komast að þeirri niðurstöðu að hann stenst enga skoðun,“ segir Sigrún Ingibjörg Jónsdóttir, lögmaður Erlu. Úrskurðum endurupptökudóms er ekki hægt að áfrýja og eru þetta þar með endalokin á baráttu Erlu fyrir dómstólum hér á landi. „Ég hafði þá trú að menn ætluðu að vanda sig í dómstólum, en þeir hafa ekki ákveðið að gera það. Það er svo margt sem sýnir augljóslega en samt er þetta ákveðið. Þannig að ég sé einbeittan vilja til að komast að þessari niðurstöðu,“ segir Erla Bolladóttir. Hún skoðar nú að fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu og segir mörgum spurningum enn ósvarað. „Ég myndi vilja sjá bara ríkisstjórnina taka á sig rögg og finna einhverja leið til að ljúka þessu máli,“ segir Erla. Á blaðamannafundi í dag greindi Erla frá því að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún væri því með dauðadóm á bakinu og þráði ekkert heitara en réttlæti. Hún játar því að málið hafi haft alvarleg áhrif á líf hennar. „Hvað sem verður, þannig verður það að vera. Ég vona að þetta klárist fyrir minn dag en ef ekki þá sitja yngri kynslóðir uppi með þetta,“ segir Erla.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómstólar Dómsmál Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27 Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Með ólæknandi krabbamein og þráir réttlæti Erla Bolladóttur greindi frá því á blaðamannafundi í dag að hún væri með krabbamein sem læknar teldu ólæknandi. Hún þráir ekkert heitar en að mál hennar fái réttlát endalok. Það kemur til greina að fara með mál hennar til Mannréttindardómstóls Evrópu. 21. september 2022 14:27
Segist ekkert vita um hvað Erla Bolladóttir sé að tala Sigurbjörn Víðir Eggertsson, fyrrverandi yfirmaður ofbeldis- og kynferðisbrotadeildar lögreglu, segist ekki kannast við þær lýsingar sem Erla Bolladóttir lét falla á blaðamannafundi fyrr í dag. Þar fullyrti Erla að Sigurbjörn Víðir hefði nauðgað henni í fangaklefa þegar Erla sætti gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn á Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. 21. september 2022 15:33