Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 20:00 Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir. Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira
Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir.
Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Langflestir hafa minnsta trú á Ingu Innlent Fleiri fréttir Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Sjá meira