Maguire: Fólk býr til sögur því ég er fyrirliði Manchester United Atli Arason skrifar 24. september 2022 12:31 Harry Maguire er fyrirliði Manchester United. EPA-EFE/Peter Powell Enska landsliðið í fótbolta er í töluverðum vandræðum í aðdraganda HM í Katar. Liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í gær og er nú í sama flokki og San Marínó, yfir mörk skoruð í opnum leik í þjóðardeildinni. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, spilaði með enska landsliðinu í gær þrátt fyrir að vera ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég er ekki að skipta mér af því hvað annað fólk segir. Fólk getur auðveldlega búið til sögur um mig þar sem ég er fyrirliði Manchester United, það eru alltaf stórfréttir,“ sagði Maguire í viðtali við talkSPORT eftir leik Englands og Ítalíu. Maguire virðist hafa fulla trú á sjálfum sér. „Það er ástæðan fyrir því að fjölmiðlar skrifa svo mikið um mig, þau fá smelli og annað eins. Ég spilaði á EM eftir átta vikna meiðsli og komst í lið mótsins,“ bætti Maguire við og segist vel geta spilað þrátt fyrir að vera ekki alveg 100 prósent. England hefur ekki skorað úr opnum leik í meira en 450 mínútur. Ef vítaspyrnur eru teknar frá er England og San Marínó einu tvö liðin sem ekki hafa skorað mark í Þjóðadeildinni á þessu tímabili. Aðspurður kveðst Maguire vera í góðu formi en leikmaðurinn hefur ekki verið í liði Manchester United að undanförnu. „Ég er mjög góður, tilbúinn til að spila. Mér líður vel og í góðu formi,“ sagði Maguire. Maguire missti byrjunarliðssæti sitt hjá Manchester United eftir 4-0 tapið gegn Brentford þann 13. ágúst en hann hefur aðeins leikið 113 mínútur af þeim 540 sem voru í boði í síðustu sex leikjum félagsins. Af síðustu fimm leikjum sem Maguire hefur ekki byrjað hefur United unnið alla fimm. „Knattspyrnustjórinn [Erik ten Hag] ákvað að hafa mig ekki með og síðan þá hefur liðið unnið sína leiki. Ég held áfram að vinna hart á æfingasvæðinu og verð tilbúinn þegar tækifærið kemur,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United. Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir England getur ekki skorað og er fallið úr A-deild Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark. 23. september 2022 20:45 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
„Ég er ekki að skipta mér af því hvað annað fólk segir. Fólk getur auðveldlega búið til sögur um mig þar sem ég er fyrirliði Manchester United, það eru alltaf stórfréttir,“ sagði Maguire í viðtali við talkSPORT eftir leik Englands og Ítalíu. Maguire virðist hafa fulla trú á sjálfum sér. „Það er ástæðan fyrir því að fjölmiðlar skrifa svo mikið um mig, þau fá smelli og annað eins. Ég spilaði á EM eftir átta vikna meiðsli og komst í lið mótsins,“ bætti Maguire við og segist vel geta spilað þrátt fyrir að vera ekki alveg 100 prósent. England hefur ekki skorað úr opnum leik í meira en 450 mínútur. Ef vítaspyrnur eru teknar frá er England og San Marínó einu tvö liðin sem ekki hafa skorað mark í Þjóðadeildinni á þessu tímabili. Aðspurður kveðst Maguire vera í góðu formi en leikmaðurinn hefur ekki verið í liði Manchester United að undanförnu. „Ég er mjög góður, tilbúinn til að spila. Mér líður vel og í góðu formi,“ sagði Maguire. Maguire missti byrjunarliðssæti sitt hjá Manchester United eftir 4-0 tapið gegn Brentford þann 13. ágúst en hann hefur aðeins leikið 113 mínútur af þeim 540 sem voru í boði í síðustu sex leikjum félagsins. Af síðustu fimm leikjum sem Maguire hefur ekki byrjað hefur United unnið alla fimm. „Knattspyrnustjórinn [Erik ten Hag] ákvað að hafa mig ekki með og síðan þá hefur liðið unnið sína leiki. Ég held áfram að vinna hart á æfingasvæðinu og verð tilbúinn þegar tækifærið kemur,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.
Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir England getur ekki skorað og er fallið úr A-deild Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark. 23. september 2022 20:45 Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
England getur ekki skorað og er fallið úr A-deild Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark. 23. september 2022 20:45