„Ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. september 2022 20:01 Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, var sátt með sigurinn og að tryggja Íslandsmeistaratitilinn fyrir lokaumferðina. Vísir/Tjörvi Týr „Þetta verður aldrei þreytt, sem betur fer,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, en liðið varði titil sinn með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta fyrr í dag. Fyrir leik dagsins var vitað að sigur Vals myndi fella Aftureldingu sem og að tryggja liðinu sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er nú bæði Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að maður ætti að leggja skóna á hilluna ef maður væri orðin þreytt á þessu. Ótrúlega sætt og stolt af liðinu, það er ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð og mjög langt síðan það var gert síðast hér á Íslandi,“ sagði fyrirliðinn og tók þar undir orð þjálfara liðsins sem nefndi sömu staðreynd í sínu viðtali. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, meiddist illa á hné í fyrri leik Vals og Slavía Prag í umspilinu um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Mist telur nokkuð ljóst að um krossbandsslit sé að ræða en það væru þá hennar fjórðu á ferlinum. „Það var gríðarlega mikið sjokk að missa Mist. Hún er mjög mikilvægur hlekkur innan vallar sem utan hjá okkur og við ákváðum að nálgast þennan leik þannig í dag að við værum að gera þetta fyrir hana. Hún er búin að vera einn af okkar bestu leikmönnum í sumar og við söknum hennar mikið en þó gleðiefni að við séum að fá Lillý [Rut Hlynsdóttir] til baka. En ótrúlega leiðinlegt að það gerist á kostnað Mistar. Við söknum hennar mikið og ákveðnar í að klára þetta fyrir hana.“ Um leik dagsins og framhaldið „Mér fannst leikurinn gæðalega séð ekki upp á marga fiska en bikar undir og þægilegt að fara inn í síðasta leikinn og þurfa ekki að vinna hann, þó við ætlum að sjálfsögðu að fara inn í hann til að vinna.“ „Við erum að fara út í fyrramálið og eigum erfiðan leik við Slavia í miðri viku og erum að koma heim tveimur dögum fyrir leikinn á laugardaginn svo það er alveg gott að vera búnar að tryggja þetta fyrir þann leik. Að þurfa ekki að fara vera inn í óþægilegar aðstæður til að klára titilinn þá svo við erum mjög sáttar að klára þetta í dag,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 „Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24. september 2022 18:30 Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Fyrir leik dagsins var vitað að sigur Vals myndi fella Aftureldingu sem og að tryggja liðinu sinn annan Íslandsmeistaratitil í röð. Það varð raunin en Valur vann 3-1 sigur og er nú bæði Íslands- og bikarmeistari. „Ég held að maður ætti að leggja skóna á hilluna ef maður væri orðin þreytt á þessu. Ótrúlega sætt og stolt af liðinu, það er ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð og mjög langt síðan það var gert síðast hér á Íslandi,“ sagði fyrirliðinn og tók þar undir orð þjálfara liðsins sem nefndi sömu staðreynd í sínu viðtali. Mist Edvardsdóttir, miðvörður Vals, meiddist illa á hné í fyrri leik Vals og Slavía Prag í umspilinu um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Mist telur nokkuð ljóst að um krossbandsslit sé að ræða en það væru þá hennar fjórðu á ferlinum. „Það var gríðarlega mikið sjokk að missa Mist. Hún er mjög mikilvægur hlekkur innan vallar sem utan hjá okkur og við ákváðum að nálgast þennan leik þannig í dag að við værum að gera þetta fyrir hana. Hún er búin að vera einn af okkar bestu leikmönnum í sumar og við söknum hennar mikið en þó gleðiefni að við séum að fá Lillý [Rut Hlynsdóttir] til baka. En ótrúlega leiðinlegt að það gerist á kostnað Mistar. Við söknum hennar mikið og ákveðnar í að klára þetta fyrir hana.“ Um leik dagsins og framhaldið „Mér fannst leikurinn gæðalega séð ekki upp á marga fiska en bikar undir og þægilegt að fara inn í síðasta leikinn og þurfa ekki að vinna hann, þó við ætlum að sjálfsögðu að fara inn í hann til að vinna.“ „Við erum að fara út í fyrramálið og eigum erfiðan leik við Slavia í miðri viku og erum að koma heim tveimur dögum fyrir leikinn á laugardaginn svo það er alveg gott að vera búnar að tryggja þetta fyrir þann leik. Að þurfa ekki að fara vera inn í óþægilegar aðstæður til að klára titilinn þá svo við erum mjög sáttar að klára þetta í dag,“ sagði fyrirliði Íslandsmeistara Vals að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Valur Tengdar fréttir Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45 „Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24. september 2022 18:30 Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni. 24. september 2022 16:45
„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“ „Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús. 24. september 2022 18:30
Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“ „Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag. 24. september 2022 17:00