Heimsúrvalið hafði betur á þriðja degi forsetabikarsins Atli Arason skrifar 25. september 2022 10:00 Tom Kim fylgist með púttinu sínu fara ofan í holuna. Getty Images Af alls átta viðureignum í gær voru það aðeins Jordan Spieth og Justin Thomas ásamt Tony Finau og Max Homa sem unnu sín einvígi fyrir Bandaríkjamenn. Heimsúrvalið hefur því náð að minnka forskot Bandaríkjanna úr sex niður í fjóra vinninga. Jordan Spieth og Justin Thomas unnu bæði sín einvígi í gær gegn annars vegar Sungjae Im og Corey Conners á þriðja hring og hins vegar gegn Hideki Matsuyama og Taylor Pendrith á fjórða hring. Spieth og Thomas unnu bæði einvígi sín sannfærandi með fjórum höggum. Bandaríkjamennirnir Tony Finau og Max Homa tóku Si Woo Kim og Cam Davis einnig með fjórum höggum á þriðja hring en Finau lék svo með Kevin Kisner á fjórða hring og þá töpuðu með þremur höggum gegn Sebastián Muñoz og Sungjae Im frá heimsúrvalinu. Efsti maður heimslistans, Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler, tapaði ásamt Sam Burns með tveimur höggum gegn þeim Tom Kim og Kyoung-Hoon Lee á þriðja hring. Scheffler hefur ekki riðið feitum hesti á forsetabikarnum þar sem hann hefur enn þá ekki unnið eitt einasta einvígi. Þeir Adam Scott og Hideki Matsuyama, hjá heimsúrvalinu, unnu svo þriggja högga sigur á Cameron Young og Collin Morikawa til að tryggja tveggja vinninga jafntefli á þriðja hring, 2-2. Heimsúrvalið fékk alls þrjá vinninga á fjórða hring gegn einum frá Bandaríkjunum, 3-1. Ásamt áðurnefndum sigri Muñoz og Im á þeim Finau og Kisner þá unnu Ástralarnir Adam Scott og Cam Davis eins högg sigur á Billy Horschel og Sam Burns hjá Bandaríkjunum. Suður-Kóresku kylfingarnir Si Woo Kim og Tom Kim unnu svo einnig eins höggs sigur á Patrick Cantlay og Xander Schauffele á fjórða hring. The heart of the @IntlTeam: @joohyungkim0621 #PresidentsCup || #IntlTeam pic.twitter.com/b5GugWlVoh— Presidents Cup (@PresidentsCup) September 25, 2022 Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Jordan Spieth og Justin Thomas unnu bæði sín einvígi í gær gegn annars vegar Sungjae Im og Corey Conners á þriðja hring og hins vegar gegn Hideki Matsuyama og Taylor Pendrith á fjórða hring. Spieth og Thomas unnu bæði einvígi sín sannfærandi með fjórum höggum. Bandaríkjamennirnir Tony Finau og Max Homa tóku Si Woo Kim og Cam Davis einnig með fjórum höggum á þriðja hring en Finau lék svo með Kevin Kisner á fjórða hring og þá töpuðu með þremur höggum gegn Sebastián Muñoz og Sungjae Im frá heimsúrvalinu. Efsti maður heimslistans, Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler, tapaði ásamt Sam Burns með tveimur höggum gegn þeim Tom Kim og Kyoung-Hoon Lee á þriðja hring. Scheffler hefur ekki riðið feitum hesti á forsetabikarnum þar sem hann hefur enn þá ekki unnið eitt einasta einvígi. Þeir Adam Scott og Hideki Matsuyama, hjá heimsúrvalinu, unnu svo þriggja högga sigur á Cameron Young og Collin Morikawa til að tryggja tveggja vinninga jafntefli á þriðja hring, 2-2. Heimsúrvalið fékk alls þrjá vinninga á fjórða hring gegn einum frá Bandaríkjunum, 3-1. Ásamt áðurnefndum sigri Muñoz og Im á þeim Finau og Kisner þá unnu Ástralarnir Adam Scott og Cam Davis eins högg sigur á Billy Horschel og Sam Burns hjá Bandaríkjunum. Suður-Kóresku kylfingarnir Si Woo Kim og Tom Kim unnu svo einnig eins höggs sigur á Patrick Cantlay og Xander Schauffele á fjórða hring. The heart of the @IntlTeam: @joohyungkim0621 #PresidentsCup || #IntlTeam pic.twitter.com/b5GugWlVoh— Presidents Cup (@PresidentsCup) September 25, 2022
Golf Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira