Mjög stoltur en vill enda með bræðrunum á Húsavík Sindri Sverrisson skrifar 26. september 2022 11:00 Hallgrímur Mar Steingrímsson í viðtali á nýja vellinum sem KA hóf að spila heimaleiki sína á í sumar. Stöð 2 Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti met Erlings Kristjánssonar á dögunum sem leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild í fótbolta. Hann á nú öll helstu leikja- og markamet KA í fótbolta karla. „Ég kom inn í KA 2009 sem óþroskaður krakki í rauninni, og gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti möguleika á að ná þessum áföngum hjá eins stóru félagi og KA er. Ég er því mjög stoltur af að hafa náð þessum áföngum,“ segir Hallgrímur. Hann hefur nú leikið 128 leiki í efstu deild, einum fleiri en Erlingur sem reyndar er áfram leikjahæsti leikmaður í sögu handknattleiksdeildar KA með 577 leiki. „Ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri“ Hallgrímur hefur alls leikið 277 knattspyrnuleiki fyrir KA, sem er félagsmet, og skorað 85 mörk sem er einnig félagsmet. Þar af eru 43 mörk í efstu deild sem er enn eitt félagsmetið. „Ég var svo sem ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri. Meira að pæla í að leggja upp. Ég var í raun aldrei markaskorari og tel mig ekkert vera markaskorara, þó að mörkin hafi orðið fleiri og fleiri síðustu ár. Það er bara gaman en leikjametið finnst mér skemmtilegra,“ segir Hallgrímur en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Hallgrímur um KA-metin Hallgrímur á sinn þátt í uppgangi KA síðustu ár og frábæru tímabili liðsins til þessa en það er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. Hver er galdurinn? „Við erum með drullugott lið. Þetta er held ég besta lið sem ég hef verið partur af frá því að ég kom í KA. Þetta er betri hópur og það hafa geggjaðir strákar verið að koma upp undanfarin ár. Svo er það umgjörðin í kringum KA í heild sinni, frá því að við stefndum að því að komast upp 2016,“ segir Hallgrímur sem er einnig afar ánægður með nýja heimavöllinn og gervigrasið sem KA spilar á, á sínu félagssvæði. Draumurinn að ljúka ferlinum á Húsavík Hallgrímur, sem verður 32 ára á sunnudaginn, er frá Húsavík og hóf ferilinn með Völsungi. Þar vill hann líka ljúka ferlinum, helst með bræðrum sínum en Hrannar yngri bróðir Hallgríms spilar með honum hjá KA. „Draumurinn minn er auðvitað að spila að minnsta kosti eitt tímabil á Húsavík, þá helst með yngsta bróður mínum, Andra, og vonandi fleirum. Ég veit að Hrannar bróður minn kitlar í að spila einhver ár á Húsavík. En ég vil samt spila eins lengi og ég get í efstu deild. Við gefum þessu 4-5 ár áður en ég fer að leita eitthvað annað,“ segir Hallgrímur. Besta deild karla KA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira
„Ég kom inn í KA 2009 sem óþroskaður krakki í rauninni, og gerði mér enga grein fyrir því að ég ætti möguleika á að ná þessum áföngum hjá eins stóru félagi og KA er. Ég er því mjög stoltur af að hafa náð þessum áföngum,“ segir Hallgrímur. Hann hefur nú leikið 128 leiki í efstu deild, einum fleiri en Erlingur sem reyndar er áfram leikjahæsti leikmaður í sögu handknattleiksdeildar KA með 577 leiki. „Ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri“ Hallgrímur hefur alls leikið 277 knattspyrnuleiki fyrir KA, sem er félagsmet, og skorað 85 mörk sem er einnig félagsmet. Þar af eru 43 mörk í efstu deild sem er enn eitt félagsmetið. „Ég var svo sem ekkert að pæla í mörkum þegar ég var yngri. Meira að pæla í að leggja upp. Ég var í raun aldrei markaskorari og tel mig ekkert vera markaskorara, þó að mörkin hafi orðið fleiri og fleiri síðustu ár. Það er bara gaman en leikjametið finnst mér skemmtilegra,“ segir Hallgrímur en viðtal við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Hallgrímur um KA-metin Hallgrímur á sinn þátt í uppgangi KA síðustu ár og frábæru tímabili liðsins til þessa en það er í harðri baráttu um Evrópusæti í Bestu deildinni. Hver er galdurinn? „Við erum með drullugott lið. Þetta er held ég besta lið sem ég hef verið partur af frá því að ég kom í KA. Þetta er betri hópur og það hafa geggjaðir strákar verið að koma upp undanfarin ár. Svo er það umgjörðin í kringum KA í heild sinni, frá því að við stefndum að því að komast upp 2016,“ segir Hallgrímur sem er einnig afar ánægður með nýja heimavöllinn og gervigrasið sem KA spilar á, á sínu félagssvæði. Draumurinn að ljúka ferlinum á Húsavík Hallgrímur, sem verður 32 ára á sunnudaginn, er frá Húsavík og hóf ferilinn með Völsungi. Þar vill hann líka ljúka ferlinum, helst með bræðrum sínum en Hrannar yngri bróðir Hallgríms spilar með honum hjá KA. „Draumurinn minn er auðvitað að spila að minnsta kosti eitt tímabil á Húsavík, þá helst með yngsta bróður mínum, Andra, og vonandi fleirum. Ég veit að Hrannar bróður minn kitlar í að spila einhver ár á Húsavík. En ég vil samt spila eins lengi og ég get í efstu deild. Við gefum þessu 4-5 ár áður en ég fer að leita eitthvað annað,“ segir Hallgrímur.
Besta deild karla KA Mest lesið Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Landsliðskonan á von á barni Fótbolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn „Þetta er næstum því of gott til þess að vera satt“ Sport Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Formúla 1 „Það er spurning fyrir stjórnina“ Sport Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Körfubolti Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Sjá meira