Stefna á að veita upplýsingar á blaðamannafundi á miðvikudag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2022 14:23 Karl Steinar Valsson yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra fer fyrir rannsókn málsins. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri stefnir á að halda blaðamannnafund á miðvikudaginn vegna sakamáls þar sem tveir karlmenn á þrítugsaldri eru grunaðir um að hafa ætlað að skipuleggja hryðjuverk. Lögregla horfir frekar til upplýsingafunda til að veita fjölmiðlum upplýsingar heldur en að svara fyrirspurnum fjölmiðla daglega. „Við ætlum að reyna að upplýsa eins mikið um þetta flókna mál og hægt er. Markmiðið er að gera það með þessum upplýsingafundum,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri hjá yfirstjórn Ríkislögreglustjóra. Þannig verði mannskapurinn nýttur betur og tryggt að réttar upplýsingar berist almenningi hverju sinni. „Við skiljum að það séu ekki allir glaðir með það, að ekki séu veitt viðtöl og stöðug upplýsingagjöf, en þetta er það sem við ætlum að gera í þessu tilfelli. Að hafa fundina þá frekar tíðari þegar við höfum upplýsingar sem við getum gefið út.“ Lögreglan boðaði til blaðamannafundar á fimmtudag vegna málsins. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði á fundinum grun um að tveir menn hefðu haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Mennirnir tveir sæta gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna málsins. Þeir eru taldir tengjast umfangsmikilli vopnaframleiðslu og -sölu. Um er að ræða framleiðslu á vopnum með þrívíddarprentara. Gunnar Hörður segir lögregluna nú vinna úr gífurlegu magni gagna. Lögreglan fór í húsleitir á níu stöðum síðastliðinn miðvikudag og lagði hald á mikið magn gagna. Meðal annars af heimilum mannanna. Stefnt er að því að halda upplýsingafund á miðvikudagin klukkan 15. Það skýrist betur eftir því sem nær dregur, að sögn Gunnars Harðar. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á miðvikudag. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
„Við ætlum að reyna að upplýsa eins mikið um þetta flókna mál og hægt er. Markmiðið er að gera það með þessum upplýsingafundum,“ segir Gunnar Hörður Garðarsson, samskiptastjóri hjá yfirstjórn Ríkislögreglustjóra. Þannig verði mannskapurinn nýttur betur og tryggt að réttar upplýsingar berist almenningi hverju sinni. „Við skiljum að það séu ekki allir glaðir með það, að ekki séu veitt viðtöl og stöðug upplýsingagjöf, en þetta er það sem við ætlum að gera í þessu tilfelli. Að hafa fundina þá frekar tíðari þegar við höfum upplýsingar sem við getum gefið út.“ Lögreglan boðaði til blaðamannafundar á fimmtudag vegna málsins. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, sagði á fundinum grun um að tveir menn hefðu haft í hyggju að undirbúa hryðjuverk hér á landi sem áttu að beinast gegn borgurum og stofnunum ríkisins. Mennirnir tveir sæta gæsluvarðhaldi í fangelsinu á Hólmsheiði vegna málsins. Þeir eru taldir tengjast umfangsmikilli vopnaframleiðslu og -sölu. Um er að ræða framleiðslu á vopnum með þrívíddarprentara. Gunnar Hörður segir lögregluna nú vinna úr gífurlegu magni gagna. Lögreglan fór í húsleitir á níu stöðum síðastliðinn miðvikudag og lagði hald á mikið magn gagna. Meðal annars af heimilum mannanna. Stefnt er að því að halda upplýsingafund á miðvikudagin klukkan 15. Það skýrist betur eftir því sem nær dregur, að sögn Gunnars Harðar. Gæsluvarðhald yfir öðrum mannanna rennur út á miðvikudag.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Innlent Fleiri fréttir Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Sjá meira
Segir skjólstæðing sinn samvinnufúsan og neita allri sök Ómar Örn Bjarnþórsson, lögmaður annars tveggja manna sem nú sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að leggja á ráðin um hryðjuverk, segir skjólstæðing sinn neita allri sök. 26. september 2022 07:06